Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2008, Side 11

Borgfirðingabók - 01.12.2008, Side 11
11Borgfirðingabók 2008 Þetta var ég látinn gera fyrst eftir að ég fór að vera í skógi. Miklu oftar var það þó lagt jafnóðum í klyfjar, tvær og tvær, hestburð tilbúinn að draga reipin undir, og þannig var ég látinn vinna þegar ég fór að hafa vit á að leggja hrís í klyf. Það var vandaverk að leggja rétt í klyf, því raða þurfti hríslunum saman þannig að á klyfinni myndaðist bunga sem sneri að hestinum, svo hvorki lægi í honum að aftan né framan. Þetta átti sá að sjá út sem dró saman og lagði í klyfjar. Ennfremur að ætlast á um hæfilega og jafna þyngd þeirra klyfja sem saman áttu. Oftast var unnið svona allan daginn ef tveir voru í skógi, en væru þrír gat skeð að byrjað væri að renna utan að fyrstu klyfjunum, einkum ef til stóð að reiða heim daginn eftir. Líklega hefur það verið tveggja til þriggja daga verk, jafnvel meira, að taka upp til vetrarins þetta magn af hrísi, sem ég nefndi. Auk þess sem ekki varð alltaf við komið að vera að allan daginn. En þegar það var búið var farið að reiða. Aldrei var dregið undan hestunum á haustin fyrr en eftir að hrísreiðslu var lokið. Gat vel komið fyrir að flatjárnaðir klárarnir skrifluðu á morgunhörzlinu ef farið var að frjósa um nætur. Líklega hafa oftast farið tveir á milli. En einn fór að binda, drepa undir klyfjarnar þar sem þær lágu og var gjarnan bundið í öll reipin sem til voru hvern dag, en ekki leyst fyrr en að kvöldi eða daginn eftir og þá aftur sótt í reipin. Þó fór þetta auðvitað eftir því hvaða vinnukrafti var á að skipa hverju sinni. Faðir minn átti oftast milli 50 og 60 pör af reipum. Við heyflutning þurftu alltaf að vera til taks þrír gangar á lestina eins og hún varð lengst. Heyband var sjaldan flutt á fleiri en þrettán eða fjórtán hestum og hefur þá þurft svona eitthvað milli fjörutíu og fimmtíu pör til þess að heybandsfólkið þyrfti ekki að verða reipalaust þó einhver töf yrði í milliferðum. Eitthvað þurfti svo til vara, til að fylla í skörðin fyrir það sem slitnaði og gekk úr sér um sláttinn. Reipaviðgerðir voru vetrarverk. Á sama hátt og það var vandi að leggja í hrísklyfjar þurfti líka að vanda sig við bindinguna. Reipið þurfti að koma á hæfilegum stað utan um klyfina svo að klyfin risi að framan upp fyrir háls og haus á hestinum, en lægi þó ekki svo í jörð að aftan að hún missti þungans. Oft hlaut þó eitthvað að dragast niður og reið þá á að það færi ekki fyrir fætur hestsins. Til þess var bungan gerð þegar lagt var í klyfina að báðir endar hennar vísuðu heldur frá hestinum, en til þess þurfti líka bindingamaðurinn að gæta þess að láta ganga rétt á sem kallað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Borgfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.