Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2008, Síða 15

Borgfirðingabók - 01.12.2008, Síða 15
15Borgfirðingabók 2008 gera þurfti hvern dag eða til hvers dags, vetrarlangt. Efniviðurinn var svo birktur og þurrkaður lengi við hægan hita áður en úr honum var unnið; höggvið til og síðan tálgað á vökunni. Í endurminningu minni er faðir minn oft með eitthvað úr birki milli handanna á kvöldvökum vetrarins, að hola klumbu í grautarausu með bjúghnífnum eða tálga högld. Stundum að búa til spýtufólk eða húsdýr úr birki handa okkur krökkum, en til þess efnis var nú ekki vandað með þurrkun, bara gripið úr eldiviðarkurlinu sem borið var upp til að kynda með ofninn áður en miðstöðin kom. Þá er enn að nefna að alltaf var nokkuð sótt af girðingarstaurum í skóginn eftir að tekið var að girða með gaddavír. Ekki þótti birkið endingargott til þeirra nota fyrr en farið var að bera á það fúavörn eftir seinna stríð. Þá margfaldaðist endingin. Talsverð vinna var að birkja girðingaraft sem kallaður var. Hins vegar man ég ekki eftir að höggvinn væri raftur til húsagerðar, en ég man eftir slíkum rafti undir torfþaki í gömlum húsum. Án efa hefur þurft að birkja hann, enda fúnaði allt fljótt sem ekki var birkt. Allt kostaði þetta mikla vinnu, bæði aðdrættirnir sjálfir og úrvinnslan heima, að höggva í eldinn á viðhögginu og loks að koma eldiviðinum fyrir undir pottum eða í upphitunartækjum. Það var erfitt verk og einhæft að höggva með öxi, bogra yfir trjárót eða leggjast á hné, annað eða bæði, síðan alltaf sama handarhreyfingin. Ég man að pabbi hjó oft með hægri hendinni þegar hann var að festa svefninn á kvöldin, eftir að hafa verið í skógi daglangt. Hreyfingin var orðin ósjálfráð. Allt er þetta liðin tíð, en hefur um aldirnar verið ríkur þáttur í afkomu alls þorra manna í landinu, hluti af því að bjarga sér við þær aðstæður sem buðust. Án efa hafa þessar nytjar sums staðar verið rányrkja á gróðurlendinu, sem víða hefur þolað illa að missa birkiskóginn, vörn sína. Það má þó telja líklegt að fyrsta áhlaup skógeyðingarinnar hafi ekki fyrst og fremst verið gert til að nytja skóginn til húsagerðar, eldiviðar og kola, heldur að drjúgum hluta bara til að losna við hann. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig hefur verið að hemja búsmala í því landi sem allt var kjarri vaxið, auk þess sem skógbotninn er lélegt beitiland. Landnámin hér um slóðir sýna það að menn hafa í fyrstu einkum sest að við sjóinn en síðan meðfram ánum og loks upp við fjöllin, ofan við skógarþvæluna. Landnámsmenn framsveitanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Borgfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.