Borgfirðingabók - 01.12.2008, Síða 18
18 Borgfirðingabók 2008
Verkstjórasambands Íslands, Verkstjórafélags Borgarness, Björgunar-
sveitar Borgarness, Hestamannafélagsins Faxa, Landssambands
hestamanna, Bridgefélags Borgarness, Rótarýklúbbs Borgarness,
og var stjórnarmaður í þeim öllum og formaður í mörgum þeirra til
margra ára.
Ó.A.
Hluti úr erindi Ara frá 1952
Það sem hér verður sagt verða aðeins sundurlausir þankar og af svo
miklu efni að taka að ekki er hægt að gera því nein veruleg skil.
Það er táknrænt upp á deyfð þjóðarinnar um vegamál að enda
þótt Alþingi væri endurreist 184 sem ráðgefandi þing og kæmi fyrst
saman 1845, þá virðist ekki vegamálum hreyft þar fyrr en 1855, eða
tíu árum síðar.
Þetta er æði sláandi borið saman við nútímann. Nú þýðir engum
manni að bjóða sig fram til þings nema hann fyrst og síðast berjist
með góðum árangri fyrir vegabótum, og ef hann ekki getur það eða
gerir þá á hann vísa kollsteypuna við næstu kosningar.---
Um vegamál þessara tíma er ekki hægt að tala nema að minnast á
Fjallvegafélagið sem stofnað var að frumkvæði Bjarna Thorarensen
og fleiri valdra manna 1831. Félag þetta starfaði af miklum dugnaði
nokkur ár en varð því miður skammlíft. Til er skýrsla frá þessu
félagi yfir fyrstu árin og samkvæmt henni voru byggðar 100 vörður
á Holtavörðuheiði fyrsta árið og sæluhús, en eins og nafnið bendir
til beitti félagið sér fyrst og fremst að því að bæta sambandið milli
héraðanna og landsfjórðunganna. Næsta árið var rudd leið yfir
Vatnahjalla (suður af Eyjafirði,Ó.A.) og byggðar þar vörður. Þriðja árið
var svo unnið við sjálfan Sprengisand að nokkru leyti svo og Okveg
frá Þingvöllum norður í Reykholtsdal. Það er einkennilegt fyrir
okkur Borgfirðinga að áhugamennirnir sem unnu að þessum málum
um 18 mátu meira Okveginn heldur en Kaldadal, en litlu síðar var
Kaldidalur og ruddur en þá fyrir fé einstakra manna. Enn í dag, 1952,
má sjá á báðum þessum leiðum næstum því merkileg mannvirki, og
þó einkum á Okveginum. Það leynir sér ekki enn í dag að þarna hafa
unnið sterkir menn og dugmiklir.---
Eftir að við fengum fjárveitingarvaldið inn í landið 1874 og
Alþingi varð meira en ráðgefandi komst fyrst skriður á þessi mál.
Á fyrsta þinginu sem haldið var eftir að við fengum stjórnarskrá bar