Borgfirðingabók - 01.12.2008, Síða 19
19Borgfirðingabók 2008
Jón Sigurðsson á Gautlöndum fram frumvarp til laga um vegi. Varð
það að lögum og markar tímamót í vegamálum hér á landi, því nú
skyldi verja fé úr Ríkissjóði til vegabóta. Aftur voru sett veglög 1887,
189,1907, 1924 og 19.---
Árið 1876 er fyrst veitt fé á fjárlögum til vegagerða á Íslandi,
Það voru fimmtán þúsund krónur og það fyrir tvö árin, því þá var
ekki þing haldið nema annað hvort ár. Þessu fé var aðallega varið til
póstleiðanna og fór helmingur þess til Suðurlandsbrautar.---
Árið 1882 er fyrst veitt fé til vegabóta í Borgarfjarðarsýslu, og
það voru tvö hundruð krónur, segi og skrifa tvö hundruð, og það átti
að fara ,,til póstleiðar“. Ekki er upplýst hvar sú póstleið var, en gera
má ráð fyrir að það hafi verið einhvers staðar frá Hvalfjarðarbotni að
Hvítá, sennilega á Langholtsvaði, því þá leið fór pósturinn um langt
skeið.
Í Mýrasýslu aftur á móti var fyrst veitt fé tveim árum seinna eða
1884 og þá 1400 krónur til að bæta sýsluveg í Norðurárdal og til
vegabóta á Bjarnadal.---
Vegafólk. Myndin mun hafa verið tekin sumarið 1939, ekki er vitað hvar.
Á miðri mynd er Ari Guðmundsson og heldur á Sigvalda syni sínum, f. í
des. 1937. Fyrir framan karlana standa Guðrún Guðmundsdóttir (t.v.) frá
Skálpastöðum, systir Ara, og Ólöf Sigvaldadóttir, kona Ara. Ómar Arason
þekkir ekki nöfn karlanna sem standa sitt hvoru megin við Ara, en gaman væri
ef einhverjir lesendur kannast við þá og létu hann þá vita af því.