Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 21
21Borgfirðingabók 2008
sem sá fyrsti hafði höfðalagið
hafði næsti fótagaflinn og þannig
hver af öðrum.
Þá urðu menn auk mat-
reiðslunnar að sækja sér mjólk
og aðra fæðu til bæja á kvöldin
eftir vinnu. Þegar flutt var mátti
hver hafa eitt ,,stykki“ í fari sínu,
flytja hitt í sínum tíma. Nú eru
venjulega þrír í hverju tjaldi
og hafa sitt rúmið hver. Nú er
félagsfæði og sest hver við sinn
disk.
Fyrsta matarfélagið var
starfrækt hér í Borgarfirði 1927,
er verið var að sprengja fyrir veginum við Ferjukotskletta að hinni
væntanlegu Hvítárbrú. Lagði Vegagerðin til matreiðslustúlku, eldivið
og áhöld, en ekki matvæli til borðhaldsins né fæði matreiðslustúlk-
unnar, sem verkamennirnir urðu að borga. Mest var að ein stúlka
matreiddi fyrir 0 menn, en oft voru tvær með 12-15 menn í fæði.
Á stríðsárunum eða um 1920 er kaupgjaldið komið í kr. 1,0,
en lækkar síðan um 1924-26, komið í 90 aura aftur vegna lækkandi
afurðaverðs. Á árunum 1927-4 var kaupgjaldið dálítið hreyfanlegt,
frá 60 aurum en þó oftast 80-90 á vorin . 194 er það ákveðið 90
aurar allan ársins hring.
Árið 1900 er byrjað á veginum upp frá Borgarnesi, og mega þá
teljast tímamót í samgöngumálum innan héraðs, og skömmu seinna
var einnig byrjað á vegalagningu upp frá Akranesi til byggðanna þar
í kring.---
Ég man vel að engir teljandi vegir voru til í öllu Borgarfjarðarhéraði,
nema úr Borgarnesi upp í Borgarhreppinn og nokkuð vestur í hreppana
í Mýrasýslu, frá Akranesi inn í Berjadalsárholtin og frá Skorholti og
út að fjörunni. Auk þessa vegur frá Hvalfirði um Geldingadraga,
Skorradal, Hestháls um Kláffossbrú og Grjótháls til Norðurlandsins,
og allt rutt sem hægt var og smáspottar yfir einstök sund hingað og
þangað um héraðið. Ég man vel brú á Hvítá á Barnafossi sem fáir
höfðu not af, brú á Kláffossi, Örnólfsdalsá og Flókadalsá. Eru þar með
upptaldar allar brýr sem til voru í Borgarfirði um síðustu aldamót.
Ómar Arason kornungur fyrir framan
Ford 1930, M-94, eign Ara verkstjóra.