Borgfirðingabók - 01.12.2008, Side 23
2Borgfirðingabók 2008
Haustið 1925 munu vera komnir 12 bílar bæði til fólks- og
vöruflutninga, og þegar liðin voru 17 ár frá því er fyrsta bifreiðin
kom hér, eða árið 195, voru slík farartæki orðin 7 að tölu, 22
fólksbifreiðar, 46 vörubifreiðar og 5 mótorhjól.
(Innskot Ó.A.:
Í bók Kristleifs Þorsteinssonar fræðimanns frá Stóra-Kroppi,
Fréttabréf úr Borgarfirði bls.16, segir hann 26. nóv.1922: ,,Frá því
fyrir síðustu aldamót og allt til 1914 mátti heita hér hraðfara framfarir
í öllum búnaði; ---Flutningabrautir voru lagðar og ár brúaðar. Má
þar sérstaklega tilnefna Borgarnesbrautina, sem byggð var á sex til
sjö árum. Er braut sú nálægt fjörutíu og fimm kílómetrar að lengd,
eða frá Borgarnesi og fram undir Hofstaði í Hálsasveit. Á þessari
leið eru fimm ár, og eru þær allar brúaðar, ýmist með járnbrúm eða
steinbogum. Auk þess eru nokkrir lækir brúaðir. Verki þessu var lokið
árið 1915“.
Magnús Jónasson segir í bókinni Bifreiðar á Íslandi (Guðlaugur
Jónsson: Bifreiðar á Íslandi 1904-190 I, bls. 25): ,,Vegir allir voru
lélegir fyrir bíla. Og að sjálfsögðu ók ég fyrstur manna alla þá vegi
út frá Borgarnesi sem bílfærir voru (1918, Ó.A.). Þá varð komist á bíl
vestur að Dalsmynni í Eyjarhrepp 50 km vegalengd, en þar var Núpá
óbrúuð á vegi. Á norðurleiðinni varð komist að Grábrókarhrauni
í Norðurárdal 30 km, að Reykholti 46 km, að Norðtungu 40 km og
að Ferjukoti 15 km, áleiðis til Andakíls og Akraness. Um alla þessa
vegi mátti segja hið sama: Þeir voru gerðir fyrir hestvagna, voru illa
malbornir og illa samanþjappaðir.“)
Verkstjórar
(Greinar A.G. frá 1946.)
Þeir bræður Árni og Erlendur Zakaríassynir höfðu numið verkstjórnar-
fræðin hjá Norðmönnum, voru hér lengi og urðu mörgum kunnir.
Árni lagði t.d. veginn yfir Geldingadraga, Hestháls og norður yfir
héraðið um Kláffossbrú. Þóttu vegir hans vandaðir og þótti vel ráðið
þegar hann stjórnaði verki við Hvítárbraut 192, en það var hans
síðasta vegavinnuár, orðinn aldraður maður og heilsuveill.
Erlendur lagði m.a. veginn frá Borgarnesi og vestur á Mýrar. Var
hann orðlagður fyrir vandvirkni og áhuga.
Gísli Arnbjarnarson bóndi á Syðstu-Fossum var líklega hinn fyrsti
af innanhérðaðsmönnum sem verulega fékkst við vegagerðir. Gísli