Borgfirðingabók - 01.12.2008, Síða 24
24 Borgfirðingabók 2008
var Skaftfellingur að ætt, og hafði hann áður unnið með Erlendi í
Kambaveginum og benti Erlendur á hann sem verkstjóra. Vann Gísli
við Akranesveginn, vegi í Andakíl og víðar.
Guðjón Bachmann frá Geldingaá í Leirársveit byrjaði 189 störf
við vegagerð, þá með Árna Zakaríassyni við undirbúning vegar vegna
Kláffossbrúarinnar.
Var Guðjón verkstjóri 1907 við byggingu fyrstu steinbrúar á Íslandi,
á Bláskeggsá hjá Þyrli á Hvalfjarðarströnd; síðar brú á Gljúfurá hjá
Svignaskarði 1908, sem var fyrsta járnbenta steinsteypubrúin, þær
báðar bogasteypa, en brú á Kattarhryggsgil hjá Fornahvammi 1909
var bitabrú. Guðjón var verkstjóri við Norðurárbrúna hjá Haugum
1910-11, sem var stálgrindarbrú og öll hnoð voru hnoðuð með
handafli, sem var mikið verk, Hvassárbrúna hjá Fornahvammi árið
1911, brúna á Hrútafjarðará 1912, brúna á Þverá við Lundahyl 191,
og var þar í fyrsta sinni notuð steypuhrærivél, og einnig var hann
víðar við brúar- og vegagerð. Var hann nær óslitið verkstjóri frá 1906
til hausts 1942, sem var hans síðasta ár sem verkstjóra og brúarsmiðs
á vegum úti, en þá tók hann við umsjón áhaldahúss Vegagerðarinnar
í Borgarnesi. Hann var vinsæll maður og vel látinn.
(Innskot Ó.A.:
Ari Guðmundsson frá Skálpastöðum byrjaði vegaverkstjórn 1926.
Hans fyrsta verk var við veginn á Hestflóa og hafði hann þá 30 menn
undir umsjón sinni.
Hann var við lagningu vegar hjá Ferjukoti að Hvítárbrú sem byggð
og vígð var árið 1928. Þar var fyrsta mötuneyti vegavinnumanna í
Borgarfirði stofnað 1927.
Var 1928 við að kanna leið um Kaldadal svo þar næðist bifreiðaleið
milli Vestur- og Suðurlands fyrir þjóðhátíðina 190.
Á árunum 1929 til 1932 var hann við lagningu vegar yfir Bratta-
brekku og 1933 og 1934 við gerð vegar yfir Holtavörðuheiði, sem var
eitt erfiðasta ár í hans sögu vegna veðurfars og veikinda, en skarlats-
sótt herjaði þar á verkamenn.
Árið 195 var hann meðal annars við lagningu vegar á sunnanverðu
Snæfellsnesi og inn á Kerlingarskarð.
Hinn 1. maí árið 194 tók hann við vegaverkstjórn í nánast öllu
Borgarfjarðarhéraði, og sumarið 1944 voru 260 manns í vinnu hjá
vegagerðinni undir hans verkstjórn.
Umsjón hafði hann með vegheflun á svæði frá Botnsá í Hvalfirði,