Borgfirðingabók - 01.12.2008, Qupperneq 25
25Borgfirðingabók 2008
um Snæfellsnes og um Dali allt að Arngerðareyri við Djúp og að
Hólmavík og Hrútafjarðará í norðri. Minnkaði svæðið nokkuð þegar
hefill kom í Búðardal 1956, og annar kom til Stykkishólms 1957.
Hann sá einnig um flutninga á þungavinnuvélum, þ.e. jarðýtum,
skurðgröfum og vélskóflum, á sama svæði og heflunina.
Ari sá um viðhald og nýbyggingar vega í Borgarfjarðarhéraði til
ársins 1959, er hann lést af slysförum 21. maí.
Fyrsti starfsdagur Ara Guðmundssonar hjá Vegagerðinni
11. maí árið 1926. Ég man vel þegar ég hóf mitt starf fyrir 0 árum
síðan. Ég fór ríðandi frá Skálpastöðum að Hvítárvöllum, fékk hestinn
hýstan þar og fékk sjálfan mig ferjaðan í Ferjukot, gekk svo að
Eskiholti. Þar fékk ég lánaða tvo vagnhesta til að sækja vagna og
önnur áhöld í Borgarnes til að vinna með, sem komu með flóabátnum
þann sama dag. Í Borgarnesi fékk ég auk þess Ólaf Sigurðsson með
bifreið til að flytja tjöld og annað dót til vinnunnar. Vegurinn var nú
ekki betri þá en það að á einum stað fyrir neðan Lækjarkot urðum
við að setja kaðla á bifreiðina og raða þar á mönnum til að tryggja
það að hún ylti ekki á hliðina, en allt gekk slysalaust í Ferjukot,
en þar varð að taka allt í báta og hafa svo önnur farartæki, hesta,
hinumegin árinnar til þess að komast í tjaldstað hjá Hesti. Þetta var
mín byrjun 11. maí 1926. Verkamenn sem komu með flóabátnum
voru m.a. Eysteinn Jónsson síðar ráðherra, Runólfur Sigurðsson
síðar skrifstofustjóri Fiskimálanefndar, Sigurjón Sigurbjarnarson
löggæslumaður í Vestmannaeyjum, Guðmundur Eggertsson síðar
kennari í Reykjavík og víðar, Magnús Eggertsson síðar lögregluþjónn
í Reykjavík, Haraldur Sigurðsson síðar blaðamaður og bókaþýðandi í
Reykjavík, svo og margir fleiri góðir menn.
Fyrstu tildrög þessa voru þau að ég hitti á götu í Reykjavík minn
gamla nágranna Tryggva Þórhallsson er bauð mér heim til sín. Hafði
hann mikinn áhuga fyrir samgöngum sem og mörgu öðru. Meðal þess
sem var talað um var vegavinna Árna Zakaríassonar í Hvítárbraut
1923, sem þótti ganga heldur erfiðlega, enda var þetta hans síðasta
ár. Vildi Tryggvi ólmur að ég tæki við þessu. Taldi heppilegt að
einhver innanhéraðsmaður væri við það. Þessum samræðum var ekki
fyrr lokið en ég lofaði að tala um þetta við vegmálastjóra áður en
ég færi úr bænum, sem ég gerði. Vildi ég láta Tryggva flytja þetta,