Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 26
26 Borgfirðingabók 2008
en af ástæðum sem ekki verður farið út í hér vildi hann það ekki.
Vegamálastjóri tók þessu heldur dauflega og vildi fá meðmæli frá
Guðmundi Björnssyni sýslumanni hér. Sýslumaður vildi ekki veita
mér meðmæli, og sýnir þetta ef til vill varfærni beggja. Fáum árum
síðar veit ég að Guðmundur Björnsson hefði verið fús á að veita mér
meðmæli, enda tókst skömmu síðar mikil og góð samvinna með
okkur, bæði um vegamál og fleira
En hvernig svo sem aðdragandinn er að öðru leyti, þá lagði ég í
minn fyrsta leiðangur 1926.
Fyrsti dagurinn fór í undirbúning og útréttingar. Hver varð að kaupa
handa sér prímus og potta, olíu og matvöru, hlífðarföt og annað sem
með þurfti, og varð ég að taka ábyrgð á þessu. Gist var í Borgarnesi
um nóttina, en haldið af stað í Ferjukot næsta dag. Ferjað var, flutt
og tjaldað fyrir neðan Hest um daginn og um kvöldið suðuðu einn og
tveir prímusar í hverju tjaldi.
Þegar vinna hófst hinn 1. maí kom í ljós að enginn maðurinn
hafði verið í vegavinnu fyrr. Varð ég þá að velja einn úr til að hlaða
kantinn, flestir gátu stungið eða kastað. Valdi ég Sigurjón, síðar
Vestmannaeying, til þess. Tók ég að kenna honum þó ég kynni lítið
sjálfur, og tel ég enn í dag að ég hafi aldrei haft betri kantmann. Síðar
gat ég svo sjálfur lært af Sigurjóni.
Eftir stuttan tíma voru mennirnir orðnir um 0 og voru það til
sláttar. Hestar voru einnig um 0, því þá var siður að nota þá aðeins
annan hvorn dag.
Vegur um Brattabrekku
(Samantekt Ó.A.:
Árið 1929 hófst vinna við Vesturlandsveginn og unnið frá Dalsmynni
að Bjarnadalsá, og eru til mælingblöð og hæðarseðlar varðandi þá
leið.
Í lok bréfs frá vegamálastjóra til Ara Guðmundssonar, dagsett 16.
maí 1929 segir: „Sement og járn kemur í Borgarnes um mánaðamót
með skipi beint frá Danmörk“.
Unnið virðist vera frá miðjum júní og fram í miðjan september og
er þar mikið af Dalamönnum, þar á meðal Steinn Steinarr. Sennilega
ekki byrjað fyrr að vorinu vegna klaka í jörðu.
190 var unnið við Vesturlandsveg (Brattabrekku) frá 14. maí til
9. ágúst fyrir kr. 29.557,26.