Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 34
4 Borgfirðingabók 2008
sungið. Birni tókst með hógværð og óþrjótandi þolinmæði að ná
furðu góðum árangri. Kórsöngur undir stjórn hans var alltaf fastur
liður þegar eitthvað var um að vera hjá okkur.
Á hverjum degi var útivistartími. Strákarnir voru þá stundum í
fótbolta, en oftast var útivistin fólgin í því að nemendur, tveir eða
fleiri saman, löbbuðu einn rúnt. Rúnturinn var hringur; var gengið
niður á þjóðveg og spölkorn eftir honum og svo heim að skóla aftur
eftir annarri leið.
Allar stelpurnar voru í kjólum eða pilsum, sem náðu niður á
hné, og kápum sem náðu álíka langt niður. En þar fyrir neðan tóku
við berir kálfarnir á okkur hvernig sem viðraði. Við áttum reyndar
uppháa silki- og ísgarnssokka, ósköp viðkvæma, sem við reyndum að
treina til að vera í þeim spari, en hversdagslega vorum við í ísgarns-
eða bómullarleistum. Kálfarnir á okkur voru oft rauðir og bláir þegar
við komum inn úr kuldanum, því þetta var eftir daga síðu peysufata-
pilsanna en fyrir daga síðbuxna kvenna.
Flestir nemendurnir þurftu að lifa spart til þess að endar næðu
Kennimenn og kennarar á stéttinni við skólahúsið í Reykholti. F.v.: sr. Björn
Magnússon á Borg (síðar prófessor), sr. Einar Guðnason í Reykholti, Þorgils
Guðmundsson íþróttakennari og bóndi í Reykholti, sr. Sigurjón Guðjónsson
í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Þórir Steinþórsson skólastjóri og bóndi
í Reykholti. Þessi mynd og aðrar sem birtast með greininni eru úr fórum
Þórunnar Eiríksdóttur. Dóttir hennar, Unnur Ólafsdóttir, léði þær til birtingar.