Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 72
72 Borgfirðingabók 2008
Engar sagnir eru til um hvenær Hraundalsrétt var fyrst notuð, en
svo mikið er víst að hún er margra alda gömul og fornfræg svo sem
segir í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. En gefum
guðrúnu Ásu grímsdóttur orðið í Árbók Ferðafélags Íslands 1997
þar sem hún segir um Hraundalsrétt: ,,almenningur og milliveggir
eru hlaðnir úr hraungrýti, undirstaðan rétt til fundin og grjótið látið
stöðvast af sjálfu sér og falla að ójöfnum sínum, en sumir veggirnir
eru hraunbrúnin sjálf. réttin sveigist og stendur með landslaginu, er
sem musteri íslenska bóndans, sáttmáli manns og jarðar“.
Haustið 1978 var réttað í Hraundalsrétt í síðasta sinn. Næsta
haust var réttað í arftaka hennar grímsstaðarétt í fyrsta sinn. Þegar
réttarstörfum lauk þann góðviðrisdag riðu menn vestur í Hraundalsrétt,
lyftu og dreyptu á réttapelum sínum og sungu nokkur vel valin lög.
Þannig var hún kvödd á viðeigandi hátt. Eftir stendur hún um langan
aldur og vitnar um atorku íslenskra bænda á þeim tíma. Slík verk
þurfa ekki að fara í umhverfismat. Þau eru náttúran sjálf.
Smiðjuhólsrétt sem réttað var í þrisvar sinnum á hausti var skilarétt
Álfthreppinga um langan aldur. Þar var réttað fé sem fannst í annarri
og þriðju leit, svo og óskilafénaður úr heimahögum. Hún lagðist nið-
ur af sömu ástæðu og Melsrétt.
Þá er að geta þess að fé sem smalaðist af grímsstaðamúla í
fjallleitum var alltaf rekið að á grímsstöðum og fé þaðan dregið
úr safninu. Þessi rétt á grímsstöðum var fyrir margra hluta sakir
merkilegt mannvirki en hefir nú því miður verið jöfnuð við jörðu.
Í sama tilgangi var heimarétt á grenjum notuð vegna smölunar á
grenjamúla. Sú rétt stendur enn.
Borgarhreppur
Í Borgarhreppi eru fjórar kynslóðir rétta sem vitað er um.
Klaufhamarsrétt sem stóð suð-vestan við gljúfurá við svonefndan
Klaufhamar var notuð frá ómunatíð við hinar verstu aðstæður í
nokkuð hallandi brekku sem hefur gert réttarstörf erfið.
Í handriti daníels Jónssonar (1802 – 1890) bónda á Fróðastöðum,
skrifuðu 1872, um leitir og réttir í Mýrasýslu, sem birtist í riti
Kaupfélags Borgfirðinga árg. 1967, segir að Þinghólsrétt og Brekkurétt
í Norðurárdal hafi fyrst verið notaðar haustið 1831. Þinghólsrétt stóð
sömu megin við gljúfurá og Klaufhamarsrétt en nokkru neðar, þar