Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 76
76 Borgfirðingabók 2008
Til að sýna hvað við lifum á hraðfleygum og breytilegum tímum
vil ég benda mönnum á að nú 31 ári síðar væri Svignaskarðsrétt ef til
vill ekki byggð á þeim stað þar sem hún stendur nú.
Í Borgarhreppi voru seinni réttir við Eskiholtshús (beitarhús frá
Eskiholti) til 1925 þegar aðalréttin var færð neðar í sveitina.
að lokum langar mig að segja sögu úr leitum Álfthreppinga og réttir
það aðeins þann skarða hlut sem leitir fá í þessari umfjöllun minni.
Um skeið gistu í fjallhúsi Álfthreppinga aðfaranótt mánudags í fyrstu
leit 31 maður, því þá gistu þar einnig réttamenn sem fóru í dalaréttir,
en þegar þeir komu til baka voru sumir leitamenn komnir í gistingu á
fjallbæjum. Svona var þetta þegar ég fór fyrst í leitir 1937, en breyttist
þegar fé fækkaði og fjallskilastjórnir fóru að spara sér til skaða með
því að fækka leitamönnum. Það kemur alltaf fram í seinna verkinu
sem gert er í því fyrra. Einhverju sinni voru menn komnir í hús á
sunnudagskvöldi í fyrstu leit. gleðskap var haldið á loft. Þegar leið
á kvöldið vildi leitarstjóri að menn færu að ganga til hvílu. Þá eins
og nú voru menn ekki tilbúnir að hætta gleðskap þegar hæst fram fór.
Þó samdist um það við leitarstjóra að menn mættu hafa uppi söng og
önnur gleðskaparmál til kl. 12:00 (24:00). Þá varð þessi vísa til sem
ég hef aldrei heyrt hver muni vera höfundur að:
Ekki er klukkan orðin tólf,
ennþá má ég syngja.
Við erum fjórtán, fimm og tólf,
fjallmenn Álfthreppinga.
Heimildir
Árbók Ferðafélags Íslands, 1997. Höf. guðrún Ása grímsdóttir.
Ferðabók Eggert Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.
Finnborgi Leifsson bóndi Hítardal. Munnleg heimild.
Finnur Einarsson fyrrverandi bóndi gufuá, Borgarnesi. Munnleg heimild.
Fundargerðabók Borgarhrepps (1924), geymd á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar í
Borgarnesi.
Handrit daníels Jónssonar á Fróðastöðum skrifað 1872, birt í riti Kaupfélags Borgfirðinga,
árg. 1967.
Jóhann Sigurðsson fyrrverandi bóndi Stóra-Kálfalæk, Borgarnesi. Munnleg heimild.