Borgfirðingabók - 01.12.2008, Síða 82
82 Borgfirðingabók 2008
Héraðsbókavörður – yfir héraðsbókasafni2
Héraðsskjalavörður – yfir héraðsskjalasafni (og ljósmyndasafni)
Munavörður – yfir byggðasafni, listasafni og náttúrugripasafni
Í menningarstefnu Borgarbyggðar er kveðið á um að gera eigi
safnkostinn aðgengilegri, efla þjónustuhlutverk og menningarstarf-
semi safnanna, fræðslustarf og almenn samskipti við aðrar menn-
ingarstofnanir. Unnið hefur verið samkvæmt þessu leiðarljósi, og er
nánari grein gerð fyrir einstökum verkefnum hér á eftir.
Pourqoui pas? sýningin – aðstoð eldri borgara
Stærsta verkefni ársins 2007 var enduropnun sýningar um Pourqoui
pas? strandið, sem sett hafði verið upp í Englendingavík í Borgarnesi
af byggðasafninu haustið 2006 að frumkvæði Ásu Harðardóttur.
Sýningin var enduropnuð 21. apríl 2007 með sérstakri hátíðardagskrá.
Þar afhentu m.a. börn Kristjáns Þórólfssonar safninu muni úr eigu
hans, en Kristján var sá sem bjargaði skipverjanum Eugene gonidec
á sínum tíma, einum eftirlifenda eftir strandið.
Sýningin í Englendingavík vakti mikla athygli. Ummæli í
gestabók báru þess merki hve djúp áhrif hún hafði haft, og friðsæld
umhverfisins með nálægðinni við sjóinn var órjúfanlegur hluti af
þeirri upplifun.
Ákveðið hafði verið að leitað yrði sérstaklega til eldri borgara um
sýningavörslu, ekki síst vegna reynslu þeirra og þekkingar. Stóðu
um 7 eldri borgarar vaktina sumarið 2007 og tókst það í alla staði
prýðisvel. Þetta voru eftirtalin: Ágúst Árnason, Baldur Sveinsson,
Edda Magnúsdóttir, Kristín Thorlacius, Magnús guðbjarnason,
ragnheiður Ásmundardóttir og Svava Halldórsdóttir. auk þeirra átti
Safnahús tvo varamenn að, þau Finn Torfa Hjörleifsson og Ólínu
gísladóttur.3
2 Sérstök undirdeild er í bókasafni, sem kallast Pálssafn. Í faghópi um það
safn sitja eftirtalin auk forstöðumanns Safnahúss: Ása Ólafsdóttir og Ólafur
Pálmason.
3 auk ofangreindra störfuðu Eyrún Baldursdóttir, gréta Sigríður Einarsdóttir
og Elín Elísabet Einarsdóttir einnig við safnvörslu að sumrinu.