Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 89
89Borgfirðingabók 2008
Þorvaldur setið inni í kirkju með bænd-
um úr sókninni og Jón, meðhjálpari og
langafi minn, komið þar inn. Þá átti
prestur að hafa sagt: ,,Þarna kemur hann
Jón minn á Ferstiklu, mikill sómamaður
eins og allt það fólk.“ Svo yfirgaf Jón
samkvæmið, og þá átti prestur að hafa
sagt: ,,Mikil hlandfroða Jón á Ferstiklu.“
Þessu munu bændurnir hafa komið á
flot, ekki síst í því skyni að sýna hve
sóknarpresturinn væri umtalsfrómur
um sóknarbörn sín á bak. Síra Ólafur
Ólafsson sem prestur var á Lundi 1885
til 1901 gaf honum og öðrum samtíma
prestum sínum umsagnir. (Síra Ólafur
var mjög vel látinn í sínum sóknum,
frumkvöðull í félagsmálum og verslun .
Einnig setti hann á stofn unglingaskóla
í Hjarðarholti í dölum eftir að hann
kom þar, þangað sóttu lærdóm margir
Borgfirðingar.) Umsögnin um Þorvald
var þannig hjá síra Ólafi: ,,Síra Þorvaldur
var mikill á velli svo sem flestir þeir
frændur, en enginn sérlegur prestur var
hann eða atkvæðamaður um neitt. Hann
var oft klúr í orðum og ýmislegt eftir
honum haft, sem ekki þótti presti sæma.“
Sagði síra Ólafur. Þess má geta að sagt
var að Þorvaldur væri fyrirmynd Jóns
sýslumanns Thoroddsen sýslumanns á
Leirá að séra Sigvalda í skáldsögu hans
Manni og konu.
Helga og Jón á Ferstiklu eignuðust
17 börn. 12 af þeim komust til fullorðins
ára. Fjögur af þessum systkinum fóru til
Kanada og hefur verið haldið sambandi
við afkomendur Helgu Jónsdóttur sem
bjó lengi við og í Lundar í Manitoba.
Helga Finnsdóttir.
Olgeir Friðfinnsson í ræðustól
á Verkalýðsfélagsfundi. Ljósm.
Helgi Ingi Ingimundarson.