Borgfirðingabók - 01.12.2008, Qupperneq 96
96 Borgfirðingabók 2008
Ólafssonar settir upp í fjöru, neðan Egilsgötu og vestan Brákarbrautar,
móti sláturhúsi verslunarfélagsins Borgar, þar sem Sæmundur
Sigmundsson var til skamms tíma með aðstöðu sína. Þarna stóðu
bátarnir í mörg ár og þarna lékum við okkur. gæddi Einar heitinn
ingimundarson þessa báta lífi og húsaröðina við Egilsgötu áður en
Kaupfélagshúsið var byggt, með málverki eftir gamalli ljósmynd þar
sem börn eru að leik og strákur að klifra upp aftanverða Ölduna, sem
var dráttarbátur. Svo voru einir tveir uppskipunarbátar vélalausir,
gráni og Olga, þarna í fjörunni. Ég minnist þess að þessir bátar voru
einu sinni settir á flot eftir að höfnin kom, en tilefnið man ég ekki
lengur. aldan var dekkbátur með aðstöðu fyrir nokkra farþega og
lítið lestarpláss fyrir vörur. Bátar þessir voru notaðir til flutninga
um Borgarfjörð og upp árnar eftir því sem hægt var að komast,
einnig vestur á Mýrar, með byggingarefni, fóðurvörur; einnig til
heyflutninga af engjum á Hvítárvöllum, Skeljabrekku og jörðum í
Borgarhreppi. aðalverkefni þessara báta var þó uppskipun á vörum
úr skipum sem lágu gjarna fyrir akkerum utan við Stóru-Brákarey.
Bátarnir lönduðu við steinbryggjuna við Brákarsund, Miðneskletta
og við steinbryggjuna í Englendingavík. Frá þeirri bryggju féll alveg
út um fjöru; var trébryggja smíðuð fram af henni, líklega 4 til 5 m á
lengd; hún er löngu grotnuð niður.
Ég man eftir því einn góðan sumardag þegar ég var mjög
ungur að fólk var í sjónum þarna og sumir á sundi; ég sá að einn
maður kom syndandi að bryggjunni. Þetta var Jónas Kristjánsson,
þá bílaútgerðarmaður, seinna hreppsnefndarmaður og formaður
Verkalýðsfélags Borgarnes og kaupmaður.
Fyrsti báturinn sem Magnús Ólafsson keypti 1909, fyrir áeggjan
Halldórs á Hvanneyri og Jóns frá Bæ, sem vildu fá flutninga á fjörðinn,
var vélbátur sem Stígandi hét. Hann þótti ekki hentugur, var með of
litla vél, 6 hestöfl, og risti fulldjúpt. grundarbræður munu hafa keypt
þennan bát af Magnúsi og sett í hann bílvél. Einhvern tíma fóru þeir
í róður fyrir Mýrum ásamt Öldunni, og þá bilaði vélin í Stiganda og
aldan tók hann í slef heim í Borgarnes. Kjartan Magnússon, sem ólst
upp í húsinu Landbrotum við Skallagrímsgötu, segir mér að þegar
vetraði og hætt var við ísreki hafi vélbáturinn verið tekinn á land og
þá hafi verið róið með fólk og farangur milli skips og lands. Hann
man vel eftir þessum bátum í notkun.