Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 98
98 Borgfirðingabók 2008
neyddist til að ávarpa okkur þéraði hann.“ Vigdís forseti, dóttir hans,
var allt önnur manngerð, ljúf og alþýðleg í samskiptum, enda kaus faðir
minn hana. Hann mætti á fund hjá guðlaugi Þorvaldssyni og heilsaði
honum með þeim orðum að hann ætlaði að hlýða á hans boðskap en
væri ákveðinn í að kjósa Vigdísi. guðlaugur bauð hann velkominn á
fundinn. Móðir Vigdísar, Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona, hef ég
heyrt að hafi verið hlý og góð þeim sem minna máttu sín. Þegar faðir
minn kom á fund Vigdísar sagði hann henni frá kynnum sínum af
föður hennar. Þá sagði Vigdís: ,,Þéringar lögðust niður í ættinni með
okkur systkinum.“
Það mun hafa verið 1930, um veturinn, að vinnuflokkur á
vegum guðjóns Bachmann var í Brákarey að vinna við brúna, bæta
aðgengi að henni beggja vegna, sprengja úr klettum sem þrengdu
að vegarstæðinu. Verkamenn höfðu aðstöðu í skúr sem var þar sem
afgreiðsla Olíuverslunar Íslands (B.P) var seinna og enn seinna rekin
fiskbúð. Ég var fjögurra ára gamall. Það hefur líklega verið kalt. Ég
man það enn þann dag í dag að guðmundur Bachmann var þarna
einn vinnumanna. Hann hefur þá verið 15 ára gamall, mér fannst
hann vera fullorðinn maður. Hann hellti kaffi í stóran fant, lét mjólk
og sykur útí og kringlu, sem kölluð var hagldabrauð á þeim tíma.
Ég held ég hafi sjaldan eða aldrei fengið betri drykk. Einhvern tíma
seinna náði ég þó að þakka honum fyrir þetta.
Hafnarreglugerð hlaut staðfestingu stjórnvalda snemma árs 1930,
og fljótlega var Friðrik Þorvaldsson kosinn hafnarvörður. Fyrsta skip
lagðist í hina nýju höfn í nóvember 1930, og þar með lágu allar leiðir
norður og vestur á land um Borgarnes fram undir 1950.