Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 123
123Borgfirðingabók 2008
Hvar eru lausnir á vandamálum
framtíðarinnar?
Hver er eiginlega vandi heimsins? Það eru til mörg svör við þessari
spurningu. Sagan kennir okkur að fólk hafi fyrr á tímum m.a. óttast
drepsóttir, skrímsli, hefnd guða og náttúruhamfarir.
Núna er vandi heimsins hungur, þrældómur, umhverfisvá, mis-
skipting og öfgahyggja. Vandi okkar Íslendinga hefur sjaldnast valdið
heiminum áhyggjum, því hvers vegna ætti heimurinn yfirleitt að leiða
hugann að þessari fámennu þjóð langt frá öðrum?
Af hverju eru Íslendingar sjálfstæð þjóð?
Það að við erum sjálfstæð þjóð nú á tímum eigum við aðeins einu
að þakka, sem er varðveisla tungumálsins sem okkur tókst vegna
Íslendingasagnanna. Menningarlegar rætur okkur lágu svo djúpt að
við sem fámenn þjóð lifðum af hörmungar fyrri tíma.
Íslendingar voru um 50.000 talsins við lok þjóðveldisins á seinni
hluta 13. aldar, og tæpum 500 árum síðar í byrjun 18. aldar vorum
við enn um 50.000 talsins, og stundum lá við að við þurrkuðumst
út. Sagan geymir mörg dæmi um þjóðir sem hurfu inn í stærri þjóðir
vegna þess að menningarlegar rætur þeirra rofnuðu.
Nú skilar menningin um 5% til landsframleiðslunnar, fjórfalt
meira en landbúnaður og mun meira en stóriðja. Listamenn eiga um
helming af þessu, en allt fléttast þetta saman. Það eru þúsundir manna
sem hafa fulla atvinnu af listsköpun, við skrif, leiklist, myndlist,
dr. ÁgúST EiNarSSON