Borgfirðingabók - 01.12.2008, Side 136
136 Borgfirðingabók 2008
Hermóð, til síldveiða við Vestfirði. Þeir komu sér upp söltunarstöð á
Ísafirði og réðu Hervald Björnsson sem bryggjuformann. Sæmilega
veiddist um sumarið og söluverð fór hækkandi þannig að sumir, að
meðtöldum þeim nöfnum, biðu með að selja
en skyndilega dundi yfir verðhrun. Tapið sem
af þessu leiddi varð fyrirtækinu um megn og
þrátt fyrir harða baráttu við að halda því á
floti tókst aðeins að fresta gjaldþroti þar til
veturinn 1924.
Verslunarfélag Borgarfjarðar h.f.
Í beinu framhaldi af gjaldþroti Jóns Björns
sonar & Co. stofnuðu nokkrir vel stæðir vin
ir BæjarJóns og vandamenn nýtt fyrirtæki
sem þeir nefndu Verslunarfélag Borgarfjarðar
Starfsfólk Verslunarfélags Borgarfjarðar í skemmtiferð. Fremsta röð f.v.:
Baldur Bjarnason, Bjarnína Jónsdóttir, Sigurður Guðsteinsson, Þorsteinn
Helgason, Kristján Ólafsson, Jón Ben. Ásmundsson (?), Aðalsteinn Björnsson
(?). Önnur röð: Þórhildur Kristín Bachmann, Þórdís Ásmundsdóttir,
Guðrún Ormsdóttir, Ragney Eggertsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Halldór S.
Friðriksson, Jónína Eyvindsdóttir, Elsa Friðriksdóttir. Aftasta röð: Hjörtfríður
Kristjánsdóttir, að baki henni að líkindum Ásmundur Jónsson, Ólafur
Klemensson, Hörður Ólafsson, Halldóra Jónsdóttir, Ragnar Ásmundsson,
Friðrik Þórðarson, Þorkell Magnússon og Elín Gunnlaugsdóttir. Þar sem ekki
er full vissa fyrir nafni væru leiðréttingar vel þegnar (ritstj.).
Friðrik Þórðarson.