Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 172
172 Borgfirðingabók 2008
og góðum stillibúnaði til að ná og halda við hæfilegum baðhita.
Þá lét Snorri gera vel manngeng jarðgöng úr laugarhvamminum
upp í bæjarhólinn, en þar var komið fyrir dálitlum þiljuðum búnings-
klefa. Sjá mynd 2. Göngin enduðu efst á hólbrúninni með bröttum
snúnum tröppum með inngangi til hliðar inn í klefann. Þetta
fyrirkomulag, sem var alþekkt erlendis á þessum tímum, var til að
fremstu óvinveittir innrásarmenn ættu óhægra um vik, en þeir höfðu
þá lítinn sem engan stuðning af félögum sínum sem voru þeim að
baki.
Búningsklefinn var við vesturenda gamals húss sem hafði verið
notað til geymslu á reiðtygjum. Inngangur í það með skjólkömpum
við dyrnar hafði verið sniðinn að notkun frá hvamminum, en þar
var gott skjól fyrir bæði menn og hesta auk þægilegrar aðkomu
að drykkjarvatni og beitilandi. Eftir að hvammurinn skjólgóði og
setlaugin voru orðin að yndisstað Snorra var reiðtygjageymsla og
hrossastúss flutt vestur fyrir hólinn þar sem einnig var allgott skjól í
norðaustanáttinni sem getur verið þrálát.
Á þessum árum, þegar Snorri var farinn að huga að gerð virkis um
bæjarhúsin, var gamla reiðtygjageymslan tekin til endurbyggingar.
Hlaðið var styrktarkömpum í geymsluna og gerður þar kjallari undir
dálítið loft, en suðurveggurinn varð þá hluti af virkisveggnum. Dyr
á virkinu voru á norðurhlið þess á móti kirkjunni, en einnig mátti
fara um göngin frá lauginni, um búningsklefann og þar inn fyrir
virkisvegginn.
Seinni utanför Snorra
Þegar Snorri var í seinni utanför sinni kynntist hann nýrri tækni
við upphitun á húsum. Þetta var raunar endurbætt fjarhitun og
geislahitun sem var þekkt og notuð af Rómverjum forðum daga þegar
þeir voru að berja á villimönnum norðan Alpafjalla. Eldstæðinu var
þá gjarnan komið fyrir utanhúss og heitur reykurinn síðan leiddur um
húsin undir gólfum eða milli veggja og síðan út um sérstaka háfa. Þar
áður höfðu þeir notað svipaða aðferð til að hita vatnið í böðin sín og
heilsuræktarstöðvarnar sem þeir reistu víða, bæði heima og erlendis
þar sem þeir réðu ríkjum. Snorri minntist þá hitauppsprettunnar
heima í Reykjaholti og notalegra stunda í hitapottinum sínum.
Eftir því sem hann hugsaði meira um þá miklu möguleika, sem