Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 182
182 Borgfirðingabók 2008
vaxtarsamningum er að þeir eru annars vegar samkomulag ýmissa
heimaaðila, svo sem sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja, og hins
vegar samkomulag þessara aðila við ríkið um hvernig eigi að stuðla
að uppbyggingu á viðkomandi landsvæði og sérstaklega þeirra
atvinnugreina sem eru öflugar og eiga sér bjarta framtíð.
Í vaxtarsamningum fléttast saman helstu þættir í byggðastefnu
nútímans. Allt frá árunum um og eftir 1980 hafa helstu kenningasmiðir
um byggðastefnu verið sammála um mikilvægi þess að frumkvæðið
verði að koma frá heimaaðilum ef skapa á jákvæða byggðaþróun.
Þess sjást glögg merki í byggðastefnu á Íslandi og má í því sambandi
benda á áherslu stjórnvalda á stofnun iðnþróunarfélaga á þessum
árum. Til að þessi hugmyndafræði skili árangri þurfa heimamenn
að vera sammála um verkefni og um þau þarf að ríkja almenn sátt
á viðkomandi svæði. Um 1990 geystist bandaríski fræðimaðurinn
Michael Porter fram á sjónarsviðið með kenningar sínar um
mikilvægi klasa. Hann skilgreinir klasa á eftirfarandi hátt: ,,Klasi
er hópur fyrirtækja, þjónustuaðila, stofnana og tengdra aðila á sama
svæði og á ákveðnu sviði sem keppa hver við annan – en hafa einnig
með sér náið samstarf.“ Í hverjum klasa er starfandi ákveðinn fjöldi
fyrirtækja og þeim tengjast menntastofnanir, rannsóknarstofnanir
og fleiri aðilar. Saman mynda þessir aðilar þétt samstarfsnet. Þessar
kenningar Porters hafa notið mikils stuðnings við mótun byggðastefnu
innan Evrópusambandsins og ýmissa ríkja undanfarin ár, sem að
stórum hluta snúast um það að mynda klasa til að efla fyrirtæki
innan ákveðinnar atvinnugreinar og því landsvæðið um leið. Því má
segja að vaxtarsamningar grundvallist annars vegar á kenningum um
mikilvægi þess að frumkvæði að verkefnum komi frá heimamönnum
og hins vegar á kenningum Porters um klasa.
Þeir 16 aðilar sem stóðu að stofnun vaxtarsamnings Vesturlands
eiga allir fulltrúa í stjórn, en síðan mynda fimm stjórnarmenn
framkvæmdaráð sem stýrir starfseminni ásamt framkvæmdastjóra
Vaxtarsamnings Vesturlands. Í framkvæmdaráði sitja Ágúst Sigurðs-
son rektor landbúnaðarháskóla Íslands, Berglind Hallgrímsdóttir
framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Erla Friðriksdóttir
bæjarstjóri í Stykkishólmi, Jakob Friðriksson framkvæmdastjóri
hjá orkuveitu Reykjavíkur og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í
Borgarbyggð. Stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands gerði samkomulag
við SSV-þróun og ráðgjöf um framkvæmd samningsins og er Torfi