Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 183
183Borgfirðingabók 2008
Jóhannesson framkvæmdastjóri og hefur aðsetur á skrifstofu SSV-
þróunar og ráðgjafar í Borgarnesi.
Markmið Vaxtarsamnings Vesturlands eru þessi:
· Efla Vesturland sem eftirsóttan valkost til búsetu.
· Stuðla að fjölgun íbúa á Vesturlandi um a.m.k. 1,5% á ári frá
árinu 2006 til 2009.
· Auka samkeppnishæfni svæðisins og efla hagvöxt.
· Þróa og styrkja vaxtargreinar svæðisins og efla svæðisbundna
sérþekkingu.
· Fjölga samkeppnishæfum fyrirtækjum og störfum og efla
framboð á vörum og þjónustu.
· Nýta möguleika sem skapast með aðild að alþjóðlegum
verkefnum.
· Laða að alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu.
Stjórn samningsins var sammála um þær áherslur sem lagðar
voru í aðdraganda samningsins, um að sérstaklega yrði unnið að
eflingu ferðaþjónustu, þekkingarstarfsemi, matvælaframleiðslu
og iðnaðar á Vesturlandi og að stofnaðir yrðu klasar á Vesturlandi
innan þessara atvinnugreina. Árið 2005 höfðu ferðaþjónustuaðilar á
Vesturlandi stofnað með sér klasa, ,,All senses“, sem hafði það að
meginmarkmiði að kynna landshlutann og stuðla að öflugra samstarfi
ferðþjónustuaðila á svæðinu. Vaxtarsamningurinn gerði samning við
,,All senses“ hópinn um að leiða ferðaþjónustuklasann. Þá hefur
Þekkingarklasi Vesturlands tekið til starfa, og þessa dagana er verið
að stofna Matvælaklasa Vesturlands. loks er unnið að því í samráði
við Samtök atvinnulífsins að stofna iðnaðarklasa á Vesturlandi.
Vaxtarsamningur Vesturlands hefur á fyrsta starfsári sínu unnið að
ýmsum verkefnum sem eiga að stuðla að því að markmið samningsins
náist. Samningurinn hefur um 120 milljónir frá ríki og stofnaðilum
til að styrkja verkefni og standa undir rekstri samningsins. Hér verða
talin nokkur af helstu verkefnum sem þegar eru í vinnslu:
· Stuðningur og þátttaka við stofnun Markaðsstofu Vesturlands
til að efla kynningu á landshlutanum.
· Stuðningur við samstarf ferðaþjónustuaðila við Breiðafjörð.
· Stuðningur við rannsóknarsetur á Snæfellsnesi í þeim