Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 193
193Borgfirðingabók 2008
Árferðislýsingar árin 1914-1922
Árferðislýsingar þær sem hér birtast eru geymdar í Gullastokki Félags
aldraðra í Borgarfjarðardölum, sem Magnús Sigurðsson á Gilsbakka
varðveitir. Magnús hefur að þeim þennan inngang:
,,Annáll þessi er í þunnri stílabók, merktri Jóni og með rithönd
hans, sem Steinunn Guðmundsdóttir, húsfreyja í Hvammi, fann í
eftirlátnum plöggum Torfa Magnússonar, bónda í Hvammi. Þeir Jón
og Torfi hófu saman búskap í Hvammi á þriðja áratug aldarinnar.
Jón varð ekki langær þar og bjó síðar lengi í Árdal í Andakílshreppi.
líklegt er þó að stílabókin hafi orðið eftir af honum í Hvammi, eða
hann gefið Torfa hana. Í henni er ekki annað en þetta.“
Í Borgfirskum æviskrám (B.æ. Vi, 108) segir um Jón Jónsson að
hann hafi verið fæddur 1890, dáinn 1967. Foreldrar hans voru Jón
Jónsson og ingveldur Pétursdóttir, hjón þá í Gröf í lundarreykjadal.
Hann var vinnumaður á Gilsbakka um nær 20 ára skeið; bóndi í
Hvammi í Hvítársíðu 1928-30; lausamaður um skeið og vann þá
við brúarsmíðar víða um land; bóndi í Árdal í Andakíl 1932-63. Var
hagur á járn og tré, verkmaður góður og snyrtimenni, hagmæltur og
ljóðelskur. Bjó síðast í Reykjavík. Jón var kvæntur og átti Halldóru
Hjartardóttur, fædda 1900. Þau skildu; voru barnlaus.
Textinn í árferðislýsingunum hefur verið færður til nútíma staf-
setningar.
Ritstjóri.
JóN JóNSSoN, GilSBAKKA
Jón Jónsson
(B.æ. VI, 108)