Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 195
195Borgfirðingabók 2008
gjöf. Stóð þessi rosatíð 3ja vikna tíma. Þá batnaði aftur dálítið, gjörði
hæga þíðu á daginn, en frost voru um nætur.
Eftir miðja góu tók aftur að snjóa, og frá því mátti heita að stæði
óslitinn harðindabálkur fram yfir krossmessu. Varð að gefa öllu
sauðfé fulla gjöf, þó stöku sinnum væri látið út var það tæplega fyrir
næðingi og erfiði hagnaður að þeirri beit. Hafís var þá víst talsverður
fyrir Norðurlandi. Mundu fáir eftir jafnmiklum hagleysum og þá
voru. Um sumarmálin voru undir 20 stig á celsíus suma daga, annars
voru frost sjaldan mjög gífurleg. Eftir 20. maí hlýnaði dálítið. Vorið
var þó allt kalt með köflum. Grasspretta var því rýr allt til sláttar.
Sumarið var hlýtt en þurrkar daufir nema þriggja vikna tíma í ágúst
og september. 16. september kom talsverður snjór og var slæmur
bylur víða á fjöllum, en eigi þó svo að fénað fennti. Hann þiðnaði
fljótt aftur, og upp frá því var mesta eftirlætistíð fram í desember. Þá
snjóað aftur, en hagar voru góðir árið út.
Heyskapur byrjaði víðast kringum miðjan júlí. Varð hann í
meðallagi að vöxtum til. Taða hraktist og var talin létt til fóðurs.
Garða ávextir voru litlir.
Heilsufar: Mislingar gengu um vorið og komu við í flestum
hreppum. Varist var þó eftir föngum, svo mannskæðir urðu þeir ekki
mjög.
Skepnuhöld voru ágæt.
Dýrtíðin var afar mikil. Má svo kalla að allar vörur bæði
innlendar og útlendar væru í tvöföldu verði við það sem áður en
Norðurálfustyrjöldin hófst. Allt byggingarefni var þó margfalt
dýrara.
Árið var yfirleitt gott fyrir þá sem eitthvað gátu framleitt, hinum
var það afar erfitt.
Árið 1917
Fyrstu þrír mánuðir ársins voru góðir, þá var snjólétt og hagasamt.
oftast hægar kælur. Síðari hluta mars gerði úrkomur og frá þeim tíma
til loka var mesta harðinda tíð. Varð því veturinn mjög gjafafrekur.
Jörð var létt og útigönguhross héldust illa við. Vorið var allt kalt og
gróðurleysi mikið. Þó gekk sauðburður bærilega. Kúm var gefin
full gjöf til Jónsmessu. Í júlí kom góð tíð og spratt þá mikið um
mánaðartíma. Ágústmánuður var afar kaldur, sífelld norðanrok og