Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 205
205Borgfirðingabók 2008
Skógardísirnar
Það er komið vor, yndislegt vor, sól og blíðviðri. Sauðburður er
hafinn og því í nógu að snúast. Algengt var að strákar okkar hjóna
færu snemma út til að líta eftir hvernig gengi, bæði hjá bornum og
óbornum ám.
Einn daginn koma þeir inn með miklu írafári og óðamála og segja
að ein ærin sé steindauð hérna handan götunnar, fyrir ofan Smiðjuholt,
og tvö lömb standi hjá henni. Ég fór þegar út með strákunum, og það
stóð heima. „Gæfa“, eins og ég nefndi hana, lá þarna dauð og hjá
henni voru tvö lömb, nokkurra daga gömul. Þegar við komum nær,
hörfuðu þau nokkurn spöl frá og jörmuðu mikið. Hér var ekkert að
gera annað en fjarlægja hræið og grafa það. Þegar það hafði verið
gert eigruðu lömbin um góða stund, þefuðu af jörðinni þar sem móðir
þeirra hafði legið og ráku upp skerandi jarm öðru hvoru.
Nokkru síðar voru þau hreinlega horfin og vissi enginn hvað af
þeim hafði orðið. leið svo dagurinn sá og nóttin, en að morgni næsta
dags voru þau komin á sama stað. Snerust þar og þefuðu af bæli
móðurinnar og jörmuðu öðru hverju, en eftir stutta stund hurfu þau
eins og jörðin hefði gleypt þau. Á þriðja degi fór allt á sama veg. Voru
nú settir njósnarar til að komast að því hvar þau héldu sig. Sáu þeir
að lömbin röltu vestur gömlu götuna fyrir ofan túnið – Tíðagötuna
– vestur í skógarlundinn á Eggertsflöt. Höfðu þau fundið skarð
í moldarbarð, þar sem þau gátu hæglega gengið undir girðinguna.
JóN ÞóRiSSoN