Rit Mógilsár - 2022, Síða 3

Rit Mógilsár - 2022, Síða 3
Rit Mógilsár 3 Fagráðstefna skógræktar 2022: Útdrættir erinda og veggspjalda Pétur Halldórsson (ritstj.)1 1 Skógræktin, Gömlu-Gróðrarstöðinni, is-600 Akureyri, petur@skogur.is Inngangur Fagráðstefna skógræktar var haldin á Hótel Geysi Haukadal dagana 29.-30. mars 2022 undir yfir- skriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Ráð- stefnan var nú haldin á ný eftir tveggja ára hlé vegna veiru faraldursins COVID-19. Um 150 manns voru skráð á ráðstefnuna sem stappaði nærri þátt- töku meti. Fag ráðstefna skóg ræktar er haldin í sam- starfi Skógræktar innar, Landbúnaðar háskóla Íslands, Skógræktar félags Íslands, Skógfræðinga félags Ís- lands og Bænda samtaka Íslands. Fyrri dagur inn var með óhefðbundnu sniði í anda yfir skriftar ráð- stefn unnar um græna ábyrga framtíð í skóg rækt til 2030. Haldin voru stutt inngangs erindi um þrjú umfjöllunar efni. Að því búnu var efnt til pallborðs- umræðna. Efnin sem tekin voru fyrir eru voru í fyrsta lagi skógræktar stefna til 2030, í öðru lagi kolefnis- binding, ný markmið, tækifæri og vottun og í þriðja lagi viðar afurðir. Síðari daginn voru fjölbreytt erindi um ýmis skóg fræðileg og skóg tæknileg efni. Í þessu riti eru birtir út drættir fyrir lestra og vegg spjalda frá þeim höfundum sem óskuðu birtingar. Sumir útdráttanna eru auknir frá því sem var í út gefnu ráðstefnuriti eins og höfundum var gefinn kostur á. Upp tökur og glærur flestra fyrirlestra og veggspjalda eru aðgengi legar á vef Skógræktarinnar. Vefslóð: skogur.is/fagradstefna2022. Forewords Title: Fagráðstefna skógræktar 2022 – Abstracts of Talks and Posters The annual conference for the Icelandic forest sector, Fagráðstefna skógræktar, was now held anew 29-30 March 2022 after being called off twice due to the COVID-19 pandemic. The conference program was or- ganised under the title Forestry in 2030 – a Green re- sponsible future. About 150 people were registered for participation which is close to the previous best for this event. The conference is held in the collab- oration of the Icelandic Forest Service – Skógræktin, the Icelandic Agricultural University, the Icelandic Forestry Association, the Icelandic Foresters Asso- ciation and the Icelandic Farmers Association. The first day of the conference, three themes were ad- dressed with lectures and panel discussions, start- ing with the forest strategy up till 2030. The second theme was carbon sequestration – new goals, op- portunities and certification, ending with the third theme, wood products. On the second conference day, various lectures were on the agenda, touching on multiple theoretical and practical topics of forest- ry and forest management. On the following pag- es, you will find abstracts from authors of talks and posters who chose to present such for publication. A few of the abstracts are extended versions which participants were given the opportunity to hand in after the conference. Other abstracts are idendical to those published in the conference paper prior to conference. On the Icelandic Forest Service website, you will find recordings and slides from most of the lectures and posters presented at the conference. Weblink: skogur.is/fagradstefna2022.

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.