Rit Mógilsár - 2022, Side 7

Rit Mógilsár - 2022, Side 7
Rit Mógilsár 7 loftslagsmál nr. 86/2019, að setja sér loftslagsstefnu með markmiðum um hvernig draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hérna eru því mikil tækifæri til að efla skógrækt í samstarfi við sveitarfélögin og taka samstarfið lengra en í þeim boxum sem við erum í nú, þar sem sveitarfélögin eru í sínum kassa og skógræktarfélög og -bændur í öðrum. Nýsköpun og efling byggðar Skógrækt er ein tegund landbúnaðar. Tengd nytja- skógum er löng virðiskeðja sem sveitarfélög þurfa að opna augun fyrir og tengja við atvinnustefnu sína og atvinnuuppbyggingu. Þriðja markmiðið í lands- áætluninni er einmitt að skógrækt og skógarnytjar stuðli að atvinnu, nýsköpun og eflingu byggðar með sjálfbærni að leiðarljósi. Hér geta falist töluverð tækifæri fyrir sveitarfélög til að byggja upp atvinnu og stuðla að nýsköpun í heima byggð. Sveitarfélögin þurfa m.a. að auka skil- virkni í stjórnsýslu sinni til að efla skógrækt á einka- jörðum, til að auðvelda skrefin inn í nýjan landbúnað. En einnig er hægt að stuðla að nytjaskógrækt á opin- berum svæðum og nýta afurðir til nýsköpunar. Það þarf að auka skilvirkni í allri virðiskeðjunni, frá skógi til smásöluaðila. Sveitarfélögin geta stutt slíka þróun og hvatt til nýsköpunar í heimabyggð. En hér þurfa líka einkaaðilar að stíga inn af krafti, sérstaklega hvað varðar markaðsþróun og úrvinnslu skógarafurða. Það eru að minnsta kosti sex einka- fyrirtæki sem framleiða vörur úr íslenskum skógar- afurðum og þau geta eflaust orðið fleiri. Við vitum að í sölu skógarafurða er markaður. En íslenskt fram- boð þarf að vera stöðugt og öruggt til að traust myndist milli allra aðila um að íslenskar skógar- afurðir sé lykill að framleiðslu í stað þess að kaupa þær frá útlöndum. Með því að fá einkaaðila í lið með sveitarfélögunum er hér hægt að byggja upp nýja atvinnu í heimabyggð, sérstaklega í dreifbýli. Aukin umhverfisgæði Tengt fyrsta markmiðinu um sjálfbæra þróun nefndi ég mikilvægi skógræktar í umhverfis-, votlendis- og loftslagsstefnu sveitarfélaga. Þetta á einnig við um fjórða meginmarkmiðið, sem er að skógrækt og skógvernd stuðli að auknum umhverfisgæðum á borð við jarðvegsvernd, endurheimt vistkerfa og efl ingu líffjölbreytni. Hér er einkum verið að tala um að vernda náttúruskóga sem fyrir eru í þágu líf- fjölbreytni og viðhalds kolefnisforða og efla náttúr- lega útbreiðslu þeirra. Til að ná þessum markmiðum þurfa sveitarfélög að horfa til ákveðins jafnvægis í skógrækt, til að mynda með því að raska ekki vot- lendi og heimila ekki land til skógræktar þar sem fyrir er sjaldgæfur gróður eða ríkulegt varpland fugla. Horfa þarf heildrænt á skipulagsmál, til að ná fram jákvæðum áhrifum skógræktar en draga úr þeim neikvæðu. Útivist og lýðheilsa Fimmta meginmarkmið landsáætlunarinnar er það sem flestir íbúar sveitarfélaganna verða varir við, en það er að skógar og skógrækt stuðli að aukn- um útivistar möguleikum almennings og bættri lýð- heilsu. Einnig að stuðlað verði að þátttöku almenn- ings í skógræktarstarfi. Sveitarfélögum er það mikið í mun að hlúa að lýðheilsu íbúa. Þetta markmið tengist stuðningi sveitarfélaga við eflingu íþrótta og útivistar. Skógar eru almennt vinsælir meðal íbúa, til útivistar og sem almenn samkomusvæði. Samstarf skógræktar og sveitarfélaga er hér mikilvægt til að efla hlutverk skóga í útivist og bættri lýðheilsu. Skógrækt get ur líka verið mikilvæg til að efla samstarf milli skógræktar- félaga, sveitarfélaga, einkaaðila og einstaklinga og til að efla þátttöku einstaklinga í félagsstarfi. Reykjavíkurborg hefur sagt að hún vilji samtvinna góða skóga til nýtingar og fyrir lýðheilsu. Þetta tvennt getur vel farið saman og við bætast loftslags- markmiðin. Þetta sjáum við í góðu samstarfi við Skógræktar félag Reykjavíkur í Heiðmörk, á Austur- heið um og í Úlfarsfelli þar sem verið er að byggja upp skóg rækt í borgarlandinu, öllum íbúum til góða. Lokaorð Það felast mikil tækifæri fyrir sveitarfélög í því að tengj ast landsáætlun í skógrækt og nýta hana í loftslags áætlunum sínum, votlendisáætlunum og skipu lagi. Til þess að landsáætlunin nái í gegn þurfa sveitarfélög og skógræktaraðilar að koma á virku samtali og samvinnu. Sveitarfélög og skógræktendur þurfa svo líka að ná að tengja einkaaðila inn, til að styrkja virðiskeðjuna heima í héraði. Einungis þannig munu markmið áætlunarinnar nást. Nú, strax eftir kosningar með nýju fólki í sveitarstjórnum og miklum hug sveitarstjórnarfólks til að gera enn betur, er lag fyrir Skógræktina að kynna sveitarfélögum tækifærin í landsáætluninni og hvetja þau áfram. Tækifærin eru til staðar til að byggja upp vistvæn og sjálfbær sveitarfélög. Þá eru líka mýmörg tækifæri til að nýta skógrækt til atvinnuuppbyggingar, sérstaklega í dreifðum byggðum.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.