Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 16
16 Rit Mógilsár
Það að jarðvegur hlýni hefur áhrif á fínrætur í skógi
og svara þær hlýnuninni hvort tveggja magnbundið
og eigindlega. Í þessari rannsókn, sem gerð var í
sextugum sitkagreniskógi á Reykjum í Ölfusi, kom í
ljós að magn fínróta minnkaði og umsetning þeirra
jókst með auknum jarðvegshita. Þessar breytingar
hafa áhrif á tilurð feyru neðanjarðar.
Áhrif jarðvegshlýnunar á umsetningu
fínróta í sitgkagreniskógi
Páll Sigurðsson, Ivika Ostonen, Bjarni D. Sigurðsson, Edda S. Oddsdóttir
palls@lbhi.is
Investigation of Soil Biota
for Improved Forest Establishment
Christine Palmer
christine.palmer@castleton.edu
Mycorrhizal fungi are critical soil microorganisms
that impact the establishment, survival, and vigor of
trees by improving nutrient and water uptake and
protecting against pathogen attack. Iceland rep-
resents a unique challenge for tree establishment
as soils are newly formed and tree species are of-
ten introduced. This work utilizes DNA barcodes to
identify fungi and associated bacteria across Ice-
landic forests representing a range of tree species
and forest ages, as well as some yet-unplanted sites.
By comparing the soil communities found in healthy
forests to new sites, we can better understand the
importance of soil microbes in successful tree estab-
lishment.
Mat á kolefnisbindingu með skógrækt í Heiðmörk,
á Nesjavöllum og Ölfusvatni
Gústaf Jarl Viðarsson og Joel Charles Owona
gustafjarl@heidmork.is
Þörfin fyrir því að leggja mat á kolefnisbindingu með
skógrækt sem mótvægi við loftslagsbreytingum hef-
ur aukist síðastliðin ár. Aðferðir til þess að meta á
raun sæjan máta þá kolefnisbindingu sem á sér stað
í skógar vistkerfi er mikil vægur þáttur í því að meta
kolefnis einingar sem safnast fyrir. Með vexti skóga
á upp söfnun kolefnis sér stað í mismunandi hlutum
vist kerfisins, í viði og laufi, rótum, dauðum viði,
feyru og í jarð vegi.
Hér er sagt frá rannsókn sem unnin var á kolefnis-
bindingu þriggja skóga á SV-horni landsins, þar
sem lagt var mat á kolefnisbindingu í öllum hlutum
skógarins. Verkefnið skiptist í tvennt þar sem annars
vegar var skoðuð binding neðanjarðar, sem sagt var
frá á seinustu Fagráðstefnu. En hér er sagt frá aðferð-
um og mati á kolefnisbindingu og -forða sem hafði
átt sér stað ofanjarðar í skógunum.
Mismunandi gerðir skógarreita binda mismikið
kolefni eftir aldri og tegundasamsetningu. Sýndar
eru í erindinu niðurstöður á kolefnisforða og bind-
ingu fyrir skógarflokka eins og þeir voru metnir í
Heiðmörk, á Nesjavöllum og Ölfusvatni.