Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 17

Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 17
Rit Mógilsár 17 Áhrif skjóls á nærviðri og plöntuvöxt Hallur S. Björgvinsson hallur@skogur.is Útdráttur Vindur getur haft mikil áhrif vöxt og þroska trjáa og annars gróðurs, bæði með beinu áreiti á plöntu- vefi og í gegnum þau áhrif sem hann hefur á aðra nærviðrisþætti, eins og lofthita, jarðvegs hita, yfir- borðs hita plantna, rakastig, o.fl. Rannsókna verk efni um þessa þætti var sett upp í Fljótshlíð, Rangárvalla- sýslu, sumarið 2016. Markmið verkefnisins var að skoða samspil vindhraða og hitastigs við plöntuvöxt, með því að mæla vind- hraða, hitastig í 10 og 200 cm hæð og í jarðvegi yfir eitt vaxtartímabil, sem og vöxt ungra birkiplantna sem gróðursettar voru í staðlaðan jarðveg á þremur mis- mikið skýldum meðferðarstöðum innan afmarkaðs svæðis með sama veðurfari. Svæði 1 var á óskýldum ber angri (viðmið), svæði 2 var með skjól beltum á tvær hliðar, og svæði 3 var í mjög miklu skjóli innan þétts skjólbelta kerfis. Til að meta bein áhrif vind slits fór einnig fram saman burður á mælingu slit flagga á sömu stöðum en yfir lengra tíma bil. Skjólmeðferðirnar drógu martækt úr meðal- og hámarks vindhraða (t-próf: p<0,001) á skýldum stöðum miðað við berangur. Meðaltöl hitastigs yfir rannsókna tímabilið voru einnig marktækt hærri á skýldu svæð unum en á óskýldu svæði (t-próf: p<0,01). Daghiti í 200 cm hæð var 0,6 °C hærri í miklu skjóli en á berangri, en 1,6 °C hærri í 10 cm hæð frá yfirborði og 1,1 °C hærri á 10 cm dýpi í jarðvegi. Lauf atarmál (LA) birkisins að hausti var orðið mark tækt meira (t-próf: p<0,001) á báðum skýldu svæðunum miðað við óskýlda svæðið, eða 1,8 sinnum meira (81,7%) á svæði 2 og 2,2 sinnum meira (123,4%) á svæði 3 miðað við svæði 1. Mæling á lífmassa birkiplantna á meðferðar svæðunum þremur sýndi jafn framt að skjólið hafði aukið vöxtinn mark tækt (t-próf, p<0,001) á báðum skýldu svæðunum miðað við svæði 1. Lífmassi í sumar lok vað að jafnaði 71,8% meiri á svæði 2 og 78,5% meiri á svæði 3 miðað við svæði 1. Einnig var hlutfallslega meira af heildar- lífmassa trjánna varið til rótarvaxtar á skjól lausum berangri en á skýldum svæðum sem gerði muninn í ofanjarðar vexti birkisins enn meiri en þegar heildar- lífmassi var borinn saman. Inngangur Skjóláhrif eru meira en eingöngu minnkaður vind- hraði (Grace J., 1977). Flóknar breytingar verða einnig á nærviðris þáttum svo sem hita- og rakastigi (Rosen- berg, Blad, & Verma, 1983). Enn fremur er ekki ein- göngu um að ræða bein áhrif skjóls á einstaka veður þætti, heldur hafa breytingar á einum þætti áhrif á aðra (McNaughton, 1988; Jones, 2015). Auk þess veldur munur á skjólgjöfum misjöfnum áhrifum þeirra á nærviðri (Davis & Norman, 1988). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif minnkunar á vindstyrk með skjólgjöfum, samanborið við skjóllaus svæði innan afmarkaðs landsvæðis, á nær viðris þætti eins og vindhraða, lofthita og jarðvegs hita, og hvernig sá munur hefði síðan áhrif á vöxt plantna, meðal annars hvort munur yrði á hlutfalls legum vexti ofanjarðar og neðan eftir vind- álagi. Einnig að kanna mismun merkjanlegs vind- álags á slit flögg í skjóli og skjól leysi (sömu tilrauna- svæði), til að gefa mynd af mekanískum áhrifum vindálags, þ.e. beinum skemmdum af völdum vinds. Í þessari tilraun var ákveðið að nota ungar plöntur af birki (Betula pubescens) til að meta áhrif skjóls á plöntuvöxt. Það var talið heppilegt þar sem þessi trjátegund stýrir vexti eftir veðurfari og aðstæðum á vaxtartíma (e: indeterminate growth), en hefur ekki fyrir fram gefna vaxtargetu eftir hitafari síðasta árs (Junttila & Nilsen, 1993). Birki getur vaxið við mis munandi hitafar þrátt fyrir hátt kjörhitastig, þar sem kjörhitastig birkis til hámarks kolefnisupptöku og ljóstillífunar hefur mælst vera 31,5°C í íslenskum skógi (Gerður Guðmundsdóttir & Bjarni D Sigurðs son, 2005). Þetta er töluvert yfir meðalhita vaxtar tímabils birkis á Íslandi og gefur til kynna mikla aðlögunar- getu gagnvart utanaðkomandi áhrifum. Yfirleitt tak markar þó aðgengi að öðrum þáttum, s.s. birtu, næringa refnum eða vatni, ljóstillífun þegar nálgast kjör hita (Devlin & Witham, 1983) og kjör hitastig vaxtar er því oft eitthvað lægra.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.