Rit Mógilsár - 2022, Side 18

Rit Mógilsár - 2022, Side 18
18 Rit Mógilsár Efni og aðferðir Staðarval og frágangur tilraunareita Mælingar fóru fram sumarið 2016. Valin voru þrjú til rauna svæði í Fljótshlíð Rangárvallasýslu við sam- bæri legar verðurfars aðstæður (1. mynd). Þau eru á flatlendi í um 90 m h.y.s. og í misjafn lega miklu skjóli af skjól beltum og trjágróðri (sjá 1. mynd). Svæði eitt var á bersvæði í Bjargarkoti án skjólbelta og var það jafnframt viðmiðunarsvæði. Svæði tvö var einnig í Bjargarkoti með 4-5 m háum skjólbeltum á tvær hliðar (N og V) en opið til tveggja átta (A og S). Það þriðja var staðsett í miklu skjóli inni í þéttu neti 4–12 m hárra skjólbelta og skógarreita á Tumastöðum. Stærð tilraunareita á hverju svæði var um 50 m2 (7m x 7m). Skipt var um jarðveg í reitunum í 30 cm yfirborðs- lagi til að forð ast breyti leika í svörun trjánna vegna mis mun andi jarð vegs og næringarefna framboðs. Síðan var jafnað og valtað með flag valtara til að tryggja eðli lega hárpípu virkni jarðvegs og forðast óeðli lega þornun. Staur fyrir slitflögg, sett í 1 m hæð, var staðsettur í SV- horni hvers reits. Í NV-horni allra reitanna var komið fyrir veðurmælistöðvum sem settar voru í tveggja metra hæð ásamt sólarsellum. Auk þess var síritandi hitamæli nemum (Thermocrone Temperature Data Logger; Embedded Data Systems, USA) komið fyrir í hvítum, opnum plaströra bútum í 10 cm hæð ofan jarðvegs yfirborðs og sams konar hitanemi í plast- filmu var grafinn 10 cm niður í jarðveg í hverjum reit Í hvern 50 m2 reit var plantað 48 ungum birki plönt- um. Fræ uppruni var „Bæjarstaður“. Plönturnar voru árs gamlar, í 40 hólfa bökkum, teknar út úr plöntu- frystigeymslu snemma í maí og geymdar utan dyra á svölum stað í skugga og voru því ekki farnar að vaxa við út plöntun 30. maí 2016, en brum farin að þrútna. 1. mynd. Staðsetning tilraunasvæða í Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Á hverju meðferðarsvæðanna var plantað í 6 raðir/ endurtekningar, 8 plöntur í hverri með 50 x 50 cm millibili. Alls var því plantað 148 plöntum. Viku eftir plöntun (við fyrstu vætu) voru sett 12 gr af áburði (N20-P10-K10) við hverja plöntu. Veðurþættir Útvortis áhrif vindálags voru metin með mælingum á slitflöggum (2. mynd). Skipt var um slitflögg á 40 daga fresti og voru mældar fjórar seríur eða tímabil (4 flögg á hverjum af 3 meðferðarstöðunum). Flatar- mál slitflaggsins var mælt í cm² með því að skanna það með hjálp hugbúnaðar á starfstöð rannsókna- sviðs Skógræktar innar á Mógilsá. Þau mæligildi sem skráð voru með veðurmæli- síritunum á hverjum athugunarstað og notuð voru til frekari útreikninga voru: Dagsetning og tíma- setning mæl ingar, vindhraði (m/s), lofthitastig (°C) í 2 m hæð, 10 cm hæð og jarðvegshitastig (°C) í 10 cm dýpt. Mælingar sem hér eru notaðar spanna tíma- bilið 1. júní til 17. ágúst 2016, þ.e. frá upphafi til loka lengdar vaxtar birkiplantnanna. Plöntuvöxtur — vaxtargreining á birkiplöntum Mæld var upphafshæð plantna við útplöntun (30. maí), áður en lengdarvöxtur hófst, og síðan þrisvar sinnum fram að uppskeru úrtaksplantna sem fór fram við lok hæðarvaxtar og brummyndun (17. ágúst). Aukamælingar á birkiplöntum sem eftir stóðu fóru fram 27. september. og staðfestu að hæðarvexti hafði lokið fyrir 17. ágúst. Þvermál hverrar plöntu við rótarháls var einnig mælt með stafrænu skíðmáli við lokamælingu 17. ágúst. Hinn 17. ágúst voru úrtaksplöntur grafnar upp með rótum og settar í plastpoka í frystikistu til geymslu. Teknar voru sex úrtaksplöntur úr hverjum reitanna

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.