Rit Mógilsár - 2022, Qupperneq 19

Rit Mógilsár - 2022, Qupperneq 19
Rit Mógilsár 19 2. mynd. Slitflögg (e: tatterflags) eru staðlaðir taufánar sem notaðir eru til að bera saman vindálag milli staða. þriggja til mælinga vegna vaxtargreiningarþátta (blað flatarmál og þurrvigt laufs, greina, stofns og róta), samtals 18 birki plöntur. Úrtaks plöntur voru valdar þannig að þær spönn uðu breyti leikann sem var til staðar í öllum 50 plönt unum á hverjum tilrauna stað. Úr röð 1 og 2 var tekin hæsta plantan úr hvorri röð, úr röðum 3 og 4 var tekin miðhæðar- planta úr hvorri röð, og úr röðum 5 og 6 var tekin lægsta plantan úr hvorri röð. Úrtaks plöntum var pakkað í plast poka og þær geymdar í frysti. Mælingar voru síðan gerðar í starfstöð rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá og hjá LbhÍ á Reykjum. Blaðflatarmál var mælt með tölvuforriti í skanna og þurrvigt allra plöntuhluta fundin eftir 48 klst. ofnþurrkun við 75°C. Úrvinnsla og útreikningar Mæligildi voru flokkuð, þeim raðað saman í lista og töflur og stillt upp til úrvinnslu í forritinu R. (R Core Team, 2016) sem síðan var notað við tölfræði úr- vinnslu veður gagna. Hún var gerð með fervika grein- ingu og t-prófi til að greina mun á milli ein stakra tilrauna staða. Mynd ræn fram setning var unnin í Excel. Gögn og tölfræði fyrir vaxtar greiningu voru einnig að mestu unnin í Excel. Fundinn var svokallaður rúmmálsstuðull fyrir hverja úrtaksplöntu með því að reikna hæðarvöxt * þvermál í öðru veldi. Með aðhvarfsgreiningu á mæliniðurstöðum vaxtar- greiningar þátta á sýnisplöntum og rúmmálsstuðli, voru síðan fundnar jöfnur sem gáfu laufatarmál og þurrvikt veginna plöntuhluta. Jöfnurnar voru síðan notaðar til að finna laufatarmál og þurrvigt allra plöntuhluta fyrir hverja óuppskorna birkiplöntu á meðferðar svæðunum þremur. Reiknað var meðaltal þurrvigtar hvers plöntu hlut- anna fjögurra fyrir hverja meðferð og meðaltal lauf- flatarmáls fyrir hverja meðferð (hvert svæði). Út frá því var gerð svokölluð vaxtargreining með því að reikna út SLA (e: specific leaf area) í cm² lauf/g- laufs og hlutföll þurrvigtar hvers plöntuhluta í heildarþurrvigt plöntu; g/g-tot (e: LeafMassRatio, BranchMassRatio, SteamMassRatio, RootMassRatio). Það síðasttalda (RMR) gefur til dæmis hvert er hlut- fall rótarvaxtar af heildarvexti plöntu. Fyrir plöntuvöxt og vaxtargreiningu var fervika grein- ing einnig notuð til að kanna hvort munur væri á meðaltölum mæligilda og marktækni könnuð milli meðferðarsvæða með t-prófunum, þar sem meðferð 1 (skjóllaust svæði) var notuð sem viðmið. Niðurstöður Veðurmælingar Slitflögg (tatterflags): Fyrstu tvær slitflaggamæling- arnar tóku yfir það tímabil sem plöntu- og veður- mælingar stóðu yfir. Lok á seríu 1 voru 13. júlí. Seríu 2 var lokið 25. ágúst og náði því yfir vaxtartíma birkisins sem var lokið um miðjan ágúst. Á þeim tíma varð engin stytting á flöggunum á skýldu svæðunum 2 og 3 en nokkurt slit varð á flöggum á skjóllausu svæði 1 (3. mynd). Upphafsstærð á hverju flaggi var 760 cm². Stytting á flöggum á svæði 1 var 21 cm² í fyrstu tímaseríu og 23 cm² í annarri tímaseríu eða samtals 44 cm² (5,8% af flatarmáli) á fyrstu tveimur flöggum tímabilsins (3. mynd).

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.