Rit Mógilsár - 2022, Side 20
20 Rit Mógilsár
Svæði 3 760 760 747 718
760 760 664 427
739 737 575 365
Svæði 2
Svæði 1
Stærð slitagga í cm2
Sería 1
Sería 2
Sería 3
Sería 4
3. mynd. Samanburður á stærð slitflagga eftir 40 daga vindálag á þremur svæðum í Fljótshlíð. Flatarmál 760 cm2 slitflagga
mælt í cm² í fjórum tímaseríum á þremur mismunandi skýldum stöðum. Tala á hverju slitflaggi sýnir stærð flatarmáls þess í
cm² eftir 40 daga. Hver sería stóð í 40 daga á tímabilinu 1.6–10.11 2016. Svæði 1 er á berangri án skjóls, svæði 2 með skjólbelti
á tvær hliðar og svæði 3 inni í miklu skjóli á alla kanta.
Veðurstöð í 2 m hæð yfir jörð: Niðurstöður mælinga
og marktækniprófa á vindhraða og hitastigi í 2 m
hæð yfir jörð má sjá í töflu 1 og á 4. mynd. Meðal-
vindhraði yfir vaxtartímann 2016 var mestur á svæði
1, óskýlda svæðinu, 2,9 m/s, og marktækt minni
(t-próf; p<0,001) á bæði svæði 2 (1,6 m/s) og á svæði
3, þar sem hann var aðeins 0,1 m/s (tafla 1). Meðal-
hámarksvindur sólarhrings var 6,3 m/s á svæði 1,
en hann var 4,3 m/s á svæði 2 og 0,2 m/s á svæði
3, sem var sambærilegt fall á milli staða og fyrir
meðal vindhraða tímabilsins; það er, skjólið virkaði
á sama hátt fyrir hámarksvindhraða og meðalvind
og munurinn á hámarks- og meðalvindi hélst tvö- til
þrefaldur á öllum stöðunum.
Munur á meðaldaghita, það er á milli kl. 8.00 og 20.00,
á milli stöðvanna, var meiri en á meðalhita sólar hrings
sbr. töflu 1, eða um 0,25°C hærri á svæði 2 og 0,65°C
hærri á svæði 3, miðað við svæði 1. Í báðum tilfellum
var munurinn marktækur (t-próf; p<0,001; tafla 1).
Hitasíritar í 10 cm hæð yfir jörð: Niðurstöður mælinga
og marktækniprófana á lofthita í 10 cm hæð yfir
jörðu má sjá í töflu 2 og þar sést að meðalhiti 10 cm
ofan yfirborðs var 0,8°C, 1,5°C og 1,5°C hærri miðað
við meðalhita í 2 m hæð á stöðvum 1, 2 og 3 (tafla 1;
tafla 2).
Í töflu 2 sést einnig að það var marktækur munur
(t-próf: p<0,01) á meðalhita svæða 2 og 3 miðað
Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 t-próf: 1-2 t-próf: 1-3
Meðalvindhraði (m/s) 2,94 1,65 0,11 *** ***
Meðalhámarksvindur sólarhrings (m/s) 6,35 4,31 0,22 *** ***
Mesti vindhraði (m/s) 13,4 8,5 3,0 - -
Minnsti vindhraði (m/s) 0 0 0 - -
Meðalhitastig (°C) 11,14 11,18 11,29 ** ***
Meðaldaghiti kl. 8.00–19.00 (°C) 12,8 13,05 13,45 ** ***
Tafla 1. Vind og hitamælingar í 2 m hæð yfir jörðu á þremur misskýldum svæðum í Fljótshlíð á tímabilinu 1. júní til 17. ágúst
2016. Svæði 1, 2 og 3 höfðu ekkert, nokkurt og mikið skjól.
Skýringar. t-test, p-gildi táknað með stjörnu þar sem; (óm):p>0,05 , * : p = 0,05-0,01 , ** : p = 0,01-0,001 , *** : p<0,001