Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 23

Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 23
Rit Mógilsár 23 úr minna að spila til að vaxa ofanjarðar á ber angr- inum. Plönt urnar á skýldu svæðunum 2 og 3 nýttu hins vegar hlut falls lega meira af vexti sínum í ljós til- lífandi og lauf berandi hluta (lauf og greinar; tafla 3). Það kom líka vel í ljós við samanburð á laufatarmáli (LA) milli meðferðanna. Það var áhugavert að LA jókst hlutfalls lega meira í skjóli en sem nam aukn- ingu í líf massa laufa. LA á berangri á svæði 2 var 82% meiri (t-test:p<0,001) en á berangri á svæði 1, og 129% á svæði 3 (t-test:p<0,001), þ.e. laufatarmál á mikið skýldu svæði var rúmlega tvöfalt meira en á berangri (tafla 3). LA jókst hlutfallslega meira en lífmassi laufs, sem sést vel á því að hámarktækur munur (t-test:p<0,001) reynd ist á SLA á berangri á svæði 1 (SLA=141) og á báðum skýldu svæðunum; hálfskýldu svæði 2 (SLA= +5%) og svæði 3 með mikið skjól (SLA= +17%) (6. mynd). Marktækur munur var einnig á LAR (hlutfall lauf atar af heildarlífmassa) milli viðmiðs á berangri og plantna á báðum skjólsvæðunum. LAR jókst um 7% (p<0,05) og 34% (p<0,001) á svæði 2 og svæði 3. Það að LAR hækkaði hlutfallslega minna með auknu skjóli en hlutfallslega aukningin í heildarlífmassa (tafla 3), má túlka sem svo að ljóstillífunarhraði (og/ eða tími ljóstillífunar) hafi einnig aukist í skjól inu til að geta útskýrt alla séðu aukninguna í heildar- lífmassa. Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 141 148 165 Sp ec i cL ea fA re a (c m ² l au f/ g la u f) 125 130 135 140 145 150 155 160 165 170 6. mynd. SLA (cm² lauf/gr lauf) á mismunandi skýldum meðferðarstöðum. Súlur í endum stöpla sýna staðalskekkju, p<0,05 (1,96*SE). Samband vindálags og plöntuvaxtar Skjól var metið í þessari tilraun með mælingu á vind hraða meðferðarsvæðanna þriggja. Tafla 4 sýnir hlutfalls legt skjól á svæðum í Fljótshlíð. Skjólhlutfalls stuðull er fenginn með því að finna hlutfall meðal vinds á skjólsvæði af meðalvindi á berangri og draga það frá meðaltali óhindraðs vinds á berangri. Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Hlutfall vinds af fullum vindstyrk svæðis 1 100 55 4 Stuðull skjóls eða skjólhlutfall 0 45 96 Tafla 4. Reiknaður stuðull skjólhlutfalls á svæðum 1, 2 og 3 í Fljótshlíð út frá mælingum á meðalvindhraða sumarið 2016.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.