Rit Mógilsár - 2022, Síða 24

Rit Mógilsár - 2022, Síða 24
24 Rit Mógilsár Til að finna í grófum dráttum samband skjóls og plöntuvaxtar var reiknað aðhvarf breytnanna „vindhraði“ og nokkurra mældra vaxtarbreytna, svo sem „heildarþurrefnismagns“, og „laufatarmáls“ (7- 8. mynd). Skjólhlutfall % Skjólhlutfall % 350 300 450 400 250 200 150 100 50 0 0 20 40 60 80 100 0 20 40 60 80 100 LA ( cm 2) D W -t o t í g r y = 2,1106x + 219,26 y = 0,0259x + 3x778 7 6 5 4 3 2 1 0 7-8. mynd. Lýsing á áhrifum vindminnkunar (skjólhlutfall) á meðaltöl laufflatarmáls t.v. og á heildarþurrvigt t.h. Mælingar gerðar á tímabilinu 1. júní til 17. ágúst 2016 á þremur meðferðasvæðum í mismiklu skjóli: svæði 1 óskýlt , svæði 2 skjólbelti á tvær hliðar, svæði 3 kerfi skjólbelta á allar hliðar. Umræður Mælingar á vindhraða á meðferðarstöðunum þremur sýndu glöggt hve mikið getur dregið úr vindhraða með upp setningu skjólgjafa, eins og trjáraða í þessu tilviki. Ræktun skjólbeltakerfa á stærri samfelldum svæðum getur því haft afgerandi áhrif á vindafar. Munur á meðalhita var marktækur en lítill í 2 m hæð, sem er staðalhæð hitamælinga veðurstöðva. Í 10 cm hæð var munurinn meiri í meðalhita milli skjól- svæðanna og berangurs, eða +7,2% hærri að jafn aði. Við flesta ræktun eru það einmitt vaxtar skilyrðin næst jörðu sem skipta öllu máli. Saman burður á hitamælingum í 2 m hæð getur vanmetið þau vaxtar- skilyrði sem nærviðrisþættir eins og skjólbelti veita. Með tilliti til plöntuvaxtar er áhugaverðara að bera saman meðaldaghita en meðalsólarhringshita, þ.e. hitastig yfir birtutíma sólarhrings, þegar ljóstillífun fer fram. Í 10 cm hæð frá jörðu var meðaldaghiti um 10% hærri nálægt jarðvegsyfirborði yfir daginn að meðaltali á stöðvum með skjóli en á stöð án skjóls. Í köldu loftslagi getur skjól einnig aukið meðalhita í plöntum umfram mun í lofthita og þannig aukið bæði lengd vaxtartíma og vaxtarhraða (Grace J., 1988). Jarðvegshiti var um einni gráðu meiri að meðaltali á báðum skýldu stöðunum miðað við stöðina á ber- angri og var sá munur nær hinn sami á öllum tímum sólarhrings. Aukning um eina gráðu í jarðvegshita á svæðum þar sem meðaljarðvegshiti sólarhrings er að óbreyttu 12,5° (þ.e. hitastig á skjóllausu svæði 1 í þessari rannsókn) hefur mikið að segja fyrir rótarvöxt, og ekki síður fyrir virkni niðurbrots lífrænna efna í jarðveginum og þar af leiðandi aðgengi plantna að næringarefnum. Margar rannsóknir hafa leitt í ljós að lágur jarðvegshiti hefur ekki aðeins áhrif á rótarvöxt og upptöku næringarefna, heldur einnig á marga líf eðlis fræðilega ferla í ofanjarðarhluta plantna á þann veg að dregur úr vexti og þroska vaxtarsprota (Ericsson, Rytter, & Vapaavuori, 1996). Í þessari tilraun eru mikil áhrif skjólgjafanna á vöxt ungra birkiplantna að líkindum fyrst og fremst vegna hag stæðara nærviðris, s.s. aukins hita, minna vind slits á blöðum og e.t.v. meira jafnvægis í vatns- spennu plantna (minni gufuþrýstingsmunur milli lauf blaða og andrúmslofts). Ekki er líklegt í þessu til felli að skjól hafi lengt vaxtartímann og þannig orsakað aukningu í þurrefnis framleiðslu, þar sem mæl ingar stóðu ekki yfir nema á tímabilinu 1. júní til 17. ágúst. Með minnkun á vindstyrk á skýldu svæðunum jókst meðalhiti í jarðvegi og lofti, sem skilaði auknum líf massa, meiri hæðar- og þvermálsvexti, laufvexti og meiri lífmassa rótar (en jafnframt lægra RMR). Heildar lífmassi eftir eins sumars vöxt var um 72% meiri í hálfskjóli á svæði 2 og 79% meiri í miklu skjóli á svæði 3 miðað við berangur á svæði 1. Þurrefnisframleiðsla birkiplantnanna í skjólinu jókst og þar með lauföturinn sem gat ljóstillífað og því aukið vöxtinn enn frekar. Í skjólinu tóku plönturnar að nota hlutfallslega meira af orku sinni til að auka lauf vöxtinn sem leiddi til hærra LMR- og BMR-hlut- falls í vaxtargreiningunni (á kostnað róta, lægra RMR). Þetta, ekki síður en bein áhrif hlýnunarinnar, margfaldaði jákvæðu vaxtaráhrifin sem hlutust af skjólinu. SLA (e:specific leaf area), þ.e. laufatarmál á hverja þyngdareiningu laufs (LA cm²/gr. laufs) er gjarnan notað í plöntuvistfræði sem mælikvarði á

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.