Rit Mógilsár - 2022, Síða 33

Rit Mógilsár - 2022, Síða 33
Rit Mógilsár 33 Bæjarstaður Kvísker Steinadalur – Tíu ára samanburður á birkikvæmum frá SA-landi Bjarni Diðrik Sigurðsson og Barbara Stanzeit bjarni@lbhi.is Útdráttur Rannsókn sem ber saman kvæmamun á birki ætt- uðu frá Bæjarstað, Kvískerjum og Steinadal í sveitar- félaginu Hornafirði var gróðursett fyrir miðju út- breiðslu svæðinu á Hofsnesi í Öræfum. Þetta var gert til að kanna hvort marktækur munur væri á aðlögun þessara þriggja birkikvæma ef þau væru ræktuð fyrir miðri sveit þar sem umhverfisaðstæður eru um margt öðruvísi en gerist þar sem skógarleifarnar er að finna. Niður stöðurnar eftir fyrstu 10 árin eru að eng inn mark tækur munur hefur verið á lifun eða vexti þessara þriggja kvæma á Hofs nesi. Eina mæli- breytan sem er marktækt ólík milli kvæma er fjöldi stofna, en bæjarstaðarbirkið hefur að jafnaði færri stofna en hin tvö kvæmin. Aðlögun þessara þriggja birkikvæma virðist vera mjög svipuð, en lengri tíma þarf til að skera úr um hvort munur reynist á vaxtar- lagi þeirra. Inngangur Kvæmið Bæjarstaðarskógur hefur verið algjörlega ríkjandi sem vel aðlagaður efniviður til trjá- og skógræktar birkis (Betula pubescens) um allt land síðustu 70 árin (Sigurður Blöndal, 2001; Erfðanefnd landbúnaðarins, 2009). Í samanburðarrannsókn á íslenskum birkikvæmum á vegum Mógilsár (Rarik-tilrauninni) sem hófst 1998 voru um 45 mis munandi kvæmi af birki gróðursett saman á átta stöðum á landinu (Sigurður Blöndal, 2001). Einn af þessum stöðum var Fagurhóls mýri í Öræf um, sem þrátt fyrir að vera í sömu sveit og Bæjar staðar skógur er með talsvert ólíkt veðurfar. Úttekt sem fram fór á Rarik-tilrauninni 2008 sýndi að það kvæmi sem stóð sig best á Fagurhólsmýri var birki ættað úr næstu sveit, úr Steinadal í Suðursveit, nefnt steinadalsbirki, á meðan bæjarstaðarbirki var í fimmta sæti í lifun en svipað í hæðarvexti. Það vakti jafnframt mikla athygli að steinadalsbirki var á meðal bestu kvæma á flestum tilraunastöðum um allt land. Í síðustu úttekt á Rarik-tilrauninni sem kynnt var á Fagráðstefnu skógræktar 2022, var steinadalsbirkið enn með langbestu lifunina á Fagurhólsmýri (Brynjar Skúlason & Brynja Hrafnkelsdóttir, 2022). Því vaknaði spurning hjá höfundum um hversu mik ill munur væri á mismunandi birkikvæmum af þessu tiltölu- lega litla svæði á SA-landi. Mitt á milli Bæjarstaðar í Skaftafelli og Steinadals í Suðursveit er staður sem einnig er vaxinn er birkiskógaleifum. Það er Kvísker í Öræfum. 1. mynd. Söfnunarstaðir birkifræs í Bæjarstað, Kvískerjum og Steinadal og tilraunastaðurinn á Hofsnesi í Öræfum.

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.