Rit Mógilsár - 2022, Side 34

Rit Mógilsár - 2022, Side 34
34 Rit Mógilsár Tilgátan sem rannsökuð var í þessu verkefni var hvort mælanlegur munur kæmi fram á lifun og vexti þriggja birki kvæma frá SA-landi, ef þau væru ræktuð fyrir miðri sveit í Öræfum þar sem umhverfis- aðstæður eru um margt ólíkar þeim sem eru þar sem skógarleifarnar er að finna á SA-landi. Efni og aðferðir Fræi var safnað af fallegum birkitrjám í Bæjarstað, Kví skerjum og Steinadal haustið 2007. Fræið var loft- þurrkað og geymt í kæli þar til því var sáð í sáð bakka með rakri sáð mold. Þegar plönturnar höfðu spírað 2. mynd. Tilraunasvæðið á Hofsnesi í Öræfum. Myndin var tekin í ágúst 2019. vorið 2008 voru þær prikl aðar yfir í 40 gata plöntu- bakka og ræktaðar áfram utanhúss í heimagarði í Garða bæ. Hinn 23. maí 2009 voru 50 plöntur af hverju kvæmi gróður settar með geispu í hefð bundna 5 blokka til raun, með 10 plönt um af hverju kvæmi í hverri blokk, í rýrt gras lendi á Hofs nesi í Öræfum (1. mynd). Um 15 g af áburðinum Græði 8 voru borin á kringum hverja plöntu við gróðursetningu. Upphaf- lega var sams konar tilraun einnig gróður sett í land Skóg ræktar félags Garða bæjar (Barbara Stanzeit & Bjarni Diðrik Sigurðs son, 2012), en hún misfórst vegna mik illar frost lyftingar og hefur verið afskrifuð. Niðurstöður Lifun Lifun hefur verið mjög góð í þessari tilraun, eða á bilinu 80%-100% (3. mynd). Kvískerjabirkið hafði mest afföll í upphafi (metið 20% árið 2009), en af ein hverj- um ástæðum þá voru ungplönturnar af þessu kvæmi ekki eins öflugar og af hinum tveimur kvæmunum eftir forræktun (gögn ekki sýnd). Engin marktæk afföll urðu eftir fyrsta vaxtarárið í foldu og jafnvel lifnaði þá hluti plantna við sem áður höfðu verið metnar sem dauður, og það útskýrir meira en 100% lifun eftir fyrsta ár á 3. mynd hjá Kvískerjabirkinu. Vöxtur Yfirhæðarvöxtur hefur verið svipaður hjá öllum þremur kvæmunum frá upphafi og árið 2019 var yfir- hæð í tilrauninni 1,25, 1,16 og 1,15 m fyrir Bæjarstað, Steinadal og Kvísker (3. mynd). Bæjarstaður hafði mark tækt meiri meðalhæð en hin kvæmin eftir fyrsta vaxtarár í foldu (p<0.002), en árið 2019 var ekki lengur neinn marktækur munur á meðalhæð þeirra (3. mynd). Meðalhæð var að jafnaði 13 cm haustið 2009 en 59 cm haustið 2019, það gefur 4,6 cm ársvöxt að jafnaði fyrstu 10 árin í foldu.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.