Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 38

Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 38
38 Rit Mógilsár an vilja um vernd og eflingu birkiskóga landsins. Endurheimt og uppbygging vistkerfa sem hafa rask- ast er eitt af meginmarkmiðum laga um land græðslu nr. 155/2018. Fyrstu tvö markmið laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 kveða á um vernd náttúru- skóga landsins, aukna útbreiðslu þeirra, og vernd og endur heimt líffræðilegrar fjölbreytni. Áhersla á endurheimt birkiskóga kemur einnig fram í aðgerða- áætlun stjórnvalda til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (Stjórnarráð Íslands 2019; UAR 2020). Þá hafa íslensk stjórnvöld tekið Bonn-áskoruninni sem skipulögð er af alþjóða náttúruverndarsamtökunum IUCN og fleirum. Hún felur í sér endurheimt skóga á landslagsheildum, ekki síst þar sem gróður- og jarðvegseyðing hefur átt sér stað (The Bonn Challenge 2020). Í því samhengi hafa íslensk stjórnvöld sett fram markmið um að þre- falda útbreiðslu birkiskóga á Íslandi og ná þannig fram samlegðaráhrifum fyrir mismunandi mark- mið: „stemma stigu við loftslags-breytingum, auka verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sporna gegn landhnignun“ (Stjórnarráð Íslands 2021). Stórfelld endurheimt birkiskóga næst ekki nema með því að nýta hæfileika birkisins til sjálfgræðslu, þ.e. að ýta undir aukna útbreiðslu birkis með lág marks- inngripum (Aradóttir & Halldórsson 2018). Dæmi um náttúrulegt landnám og vaxandi útbreiðslu birkis finnast í öllum landshlutum (Arnór Snorrason o.fl. 2016), sem sýnir möguleika sjálfgræðslunnar. Þá er mikilvægt að endurheimtin sé byggð á víðtæku samstarfi mismunandi haghafa, skilvirkri stjórnsýslu og bestu fáanlegu þekkingu hverju sinni hvað varðar aðferðir, félagslega umgjörð endurheimtarinnar og mögu legan ávinning, ekki síst sam legðar áhrif vegna hnatt rænna umhverfis mála eins og lögð er áhersla á í vísinda- og tækni stefnu 2020-2022 (Forsætis- ráðuneytið 2020). 1 4 2 3Vistfræðilegar áskoranir og tækifæri/leiðir Samfélagslegar áskoranir og tækifæri/leiðir Umhversáhrif og ávinningur endurheimtar Samþætting og samantekt Samþætting og stjórnun Miðlun og kynning Stjórnun verkefnis Landnám og útbreiðsluhraði Spálíkön um sjálfgræðslu Viðmiðunar- vistker Stjórnsýsla og umgjörð Greining haghafa Landslag, fagurferði menning og listir Stöðu- og tilfærslulíkön Kolefnisbúskapur og jarðvegsþættir Vatnsferli Líffræðileg fjölbreytni Landslag sjónrænt Spálíkan fyrir kolefnisbúskap 1 A 1 B 1 C 1 D 3 A 3 B 3 C 3 D 3 E 2 A 4 A 4 B 4 C 2 B 2 C 1. mynd. Uppbygging BirkiVistar. Verkefnið skiptist í fjóra vinnupakka, sem innihalda þrjá til fimm verkþætti hver. BirkiVist: Áherslur og skipulag verkefnisins Verkefnið Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld – áskoranir, leiðir og ávinningur – eða BirkiVist – er þverfræðilegt rann sókna- og þróunar verkefni sem hefur þann til gang að greina tæki færi og auka skil- virkni við endur heimt birkiskóga á landsvísu. Að því stendur hóp ur sér fræðinga frá Landbúnaðar- háskóla Íslands, Landgræðslunni, Háskóla Íslands, Skóg ræktinni og Lista háskóla Íslands. Auk þeirra taka Svarmi ehf., Náttúrufræði stofnun, Há skólinn á Akur eyri og NINA (Nor wegian Insti tute for Nature Re- search) þátt í verkefninu. Verkefnið er styrkt af Mark- áætlun um samfélagslegar áskoranir. Þjálfun ungra vísindamanna er mikilvægur þáttur Birki Vistar, sem kostar námsverkefni tveggja doktors - nema og a.m.k. fimm meistara nema að hluta eða öllu leyti. Þá er gert ráð fyrir að fleiri doktors-, meistara- og BS-verkefni tengist BirkiVist á einn eða annan hátt. Endurheimt vistkerfa eða vistheimt er í eðli sínu þver fræði legt viðfangsefni sem byggt er á þekkingu í náttúruvísindum, félagsvísindum og fleiri greinum (Palmer o.fl. 2016). Samkvæmt stöðlum alþjóða vistheimtarsamtakanna – Society for Ecological Res- tora tion International, skammstafað SER (Gann o.fl. 2019), byggist vistheimt á vistfræðilegum ferlum

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.