Rit Mógilsár - 2022, Side 39

Rit Mógilsár - 2022, Side 39
Rit Mógilsár 39 sem leiða til endur heimtar lífverusamfélaga og undirstöðu virkni vistkerfa, svo sem hringrása næringar efna og vatns. Lögð er áhersla á að vist heimt fari fram í sátt við sam félag og hag hafa og sé byggt á fjölbreyttri og bestu fáanlegu þekkingu hverju sinni. Staðlarnir kveða á um að takmark vistheimtar miðist við náttúruleg vistkerfi á viðkomandi svæði að teknu tilliti til umhverfisbreytinga (viðmiðunar- vistkerfi, viðmiðunarlíkön) og að stefnt skuli að mesta mögulega bata hnignaðs vistkerfis. Þá er lögð áhersla á að vistheimtarverkefni hafi skýr og mælanleg markmið sem notuð eru við mat á árangri. Einnig draga staðlar SER það fram að ávinningur af vistheimt eykst eftir því sem henni er beitt á stærri skala, bæði vegna hagkvæmnissjónarmiða og ekki síður vegna þess að margir ferlar í vistkerfum ná yfir landslagsheildir og vatnasvið. BirkiVist er byggt á þeim grundvallarforsendum sem lýst er hér að framan. Verkefnið spannar ólík svið raun vísinda, félagsvísinda, hugvísinda og lista. Þver- fræðilegri nálgun er beitt til að greina vistfræðilegar og samfélagslegar áskoranir og tækifæri sem hindra eða hjálpa endurheimt birkivistkerfa, og bæta þekk- ingu á mögulegum ávinningi og afleiðingum endur- heimtarinnar. Einnig er lögð áhersla á að þróa sam- þættar lausnir sem auka skilvirkni við endurheimt. Verkefnið skiptist í fjóra vinnupakka (VP), sem hver inniheldur 3-5 verkþætti er tengjast bæði innbyrðis og á milli vinnupakka (1. mynd). Vinna við verkefnið hófst vorið 2021 og er áætlað að því ljúki árið 2024. Um er að ræða fjölbreytta vettvangs vinnu, viðtöl og heimildarýni, margvíslega úr vinnslu gagna – bæði nýrra gagna sem aflað er í verk efninu og fjölbreyttra eldri gagna – auk líkana- gerðar og vinnu rýnihópa. Meginþungi vettvangsvinnunnar fer fram á tíu rann- sóknarsvæðum víðs vegar um landið (2. mynd). Sumar ið 2021 voru valin svæði sem uppfylltu skilyrði um að þar væri að finna bæði gamlan og ungan birki skóg, svæði með virku landnámi birkis og land án birki skógar við sambærilegar umhverfisaðstæður og lands lag. Við val svæða var meðal annars byggt á upp lýsingum um birkiskóga úr gagnagrunni Skóg- ræktar innar, loft myndum frá mismunandi tím um, auk sérfræðiþekkingar þátttakenda og stað kunn- ugra. Þá var þess gætt að velja svæði sem endur- spegla fjölbreytta birkiskóga og að þau væru í öllum lands hlutum. Hér á eftir er stuttlega gerð grein fyrir viðfangsefnum einstakra vinnupakka og verkþátta. Vinnupakki 1: Vistfræðilegar áskoranir, tækifæri og leiðir Meginmarkmið vinnupakka 1 er að greina líffræði- lega og ólífræna þætti sem takmarka sjálfgræðslu birk is og útbreiðslu birkivistkerfa og þróa verkfæri sem stuðla að markvissri áætlanagerð og skilvirkum endur heimtar aðgerðum. Niðurstöðurnar munu skila bættri þekk ingu á skilyrðum fyrir landnám birkis og lík önum fyrir dreifingu þess í tíma og rúmi (1A). Kerfis bundin greining á möguleikum sjálfgræðslu út frá sjálf sánu fræi og aðstæðum fyrir landnám gerir kleift að spá fyrir um sjálfgræðslu á landsvísu og Mjóifjörður Skorradalur Húsafell Ranaskógur Öxarfjörður Leyningshólar Neðri-Dalur Þórsmörk Hrífunes Reykjavík Steinadalur 2. mynd. Rannsóknarsvæði BirkiVistar. Svæðið í Neðri­Dal er svokallað kjarnasvæði þar sem gerðar eru ítarlegri mælingar en á hinum níu svæðunum.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.