Rit Mógilsár - 2022, Page 40

Rit Mógilsár - 2022, Page 40
40 Rit Mógilsár segja til um hvers konar inngrip þarf þar sem líkur á sjálf græðslu eru takmarkaðar (1B). Skilgreind verða við miðunar vistkerfi (1C) og stöðu- og tilfærslulíkön (1D) fyrir endur heimt birki skóga sem gera skipu lag og inn leiðingu endurheimtar verkefna mark vissari og stuðla að skil virku árangurs mati og aðlögun þeirra. Vinnupakki 2: Samfélagslegar áskoranir, tækifæri og leiðir Meginmarkmið vinnupakka 2 er að greina kerfislæga og samfélagslega þætti sem hafa jákvæð og/eða nei kvæð áhrif á vernd og endurheimt birkivistkerfa. Niður stöðurnar verða nýttar til að þróa verkferla sem bæta sam setningu og virkni stjórnkerfisins (e. gover nance system) sem hefur með vernd og nýt- ingu vist kerfa á landi að gera (2A), efla flæði og miðl un þekk ingar og auka samstarf á milli haghafa (2B). Í verkþætti 2C verður viðhorf almennings til birki vistkerfa rannsakað ásamt fagurferðilegu gildi og upplifunar gildi þeirra, auk þess sem fjallað verður um mikil vægi birkisins í menningu og listum og möguleika á notkun þess í hönnun. Niðurstöður vinnu pakkans munu nýtast stjórnvöldum og öðrum hag höfum til að styrkja og efla stjórnarhætti (e. governance) fyrir stefnumörkun, ákvarðanatöku og þátt tökuaðferðir við endurheimt birkivistkerfa. Vinnupakki 3: Umhverfisáhrif og ávinningur endurheimtar Vinnupakka 3 er ætlað að skýra umhverfislegan ávinn ing af endurheimt birkivistkerfa með áherslu á kol efnis forða vistkerfa (3A), vatnsbúskap (3B), líf- fræðilega fjölbreytni botngróðurs og jarðvegslífs (3C), sem og sjónræn landslagsáhrif (3D). Hann mun því auka þekkingu á þýðingu endurheimtar birki vistkerfa fyrir stærð kolefnisgeyma og þróun upp söfnunar eða losunar, vatnsheldni og -miðlun, líff ræðilega fjölbreytni ofan- og neðanjarðar (æð- plöntur og jarðvegslífverur), ásamt sjónrænum lands lags einkennum birkiskóga og stöðu þeirra meðal helstu lands lags gerða á Íslandi. Gert verður líkan til að skýra kolefnisjöfnuð endurheimtra birki- vistkerfa (3E), sem mun nýtast til að skipuleggja endurheimt og forgangsraða svæðum. Vinnupakki 4: Samþætting og stjórnun Samþætting, fræðsla og kynning á þverfræðilegum niður stöðum verkefnisins og þróun leiðbeininga um verk ferla við endurheimt er meginmarkmið vinnu- pakka 4, auk þess að tryggja aðgengi að afurðum verkefnisins á sameiginlegri vefsíðu. Þess utan snýr þessi vinnupakki að stjórn verkefnisins. Lokaorð Árangursrík endurheimt vistkerfa byggist á skýrri sýn á hvers konar vistkerfum stefnt skuli að, skilningi á eiginleikum þeirra, virkni og þeim vistfræðilegu ferlum sem að baki liggja. Árangurinn ræðst einnig af áhuga og þekkingu haghafa og að stjórnarhættir styðji við vernd og endurheimt vistkerfa, hvort sem það er í gegnum lög, reglugerðir eða aðra hvata. BirkiVist mun skila fjölbreyttum, þverfræðilegum rann sóknaniðurstöðum sem bæta þekkingu á birki- vistkerfum og samfélagslegri umgjörð fyrir vernd og endur heimt þeirra. Einnig gefur það yfirsýn yfir áhrif endur heimtar á ólíka þætti, frá örverum til upp lifunar. Niður stöður verkefnisins munu efla fræði legan grunn fyrir þróun aðferða, verklags og forgangs- röðunar við endur heimt birki vistkerfa byggt á bestu fáanlegu þekkingu og kerfisbundinni greiningu. Afurðir verkefnisins felast einnig í leiðbeiningum og margs konar verkfærum er verða m.a. aðgengileg á opinni vefsíðu. Heimildir Aradottir, A. L., & G. Halldorsson. 2018. Colonization of woodland species during restoration: seed or safe site limitation? Restoration Ecology 26: S73-S83. https://doi.org/10.1111/rec.12645 Arnalds, O. 2015. The Soils of Iceland. Springer, Dordrecht, Holland. Arnór Snorrason, Björn Traustason, Bjarki Þór Kjartansson, Lárus Heiðarsson, Rúnar Ísleifsson & Ólafur Eggerts- son, 2016. Náttúrulegt birki á Íslandi – Ný úttekt á útbreiðslu þess og ástandi. Náttúrufræðingurinn 86: 97-111. Crofts, R. 2011. Healing the Land. The Story of Land Reclama­ tion and Soil Conservation in Iceland. Soil Conserva- tion Service of Iceland. Danfríður Skarphéðinsdóttir, Ása. L. Aradóttir, Bjarni D. Sigurðsson, Þröstur Eysteinsson, Skúli Björnsson, Jón G. Pétursson, Borgþór Magnússon & Trausti Baldursson, 2007. Vernd og endurheimt ís lenskra birki skóga. Skýrsla og tillögur nefndar. Umhverfis- ráðuneytið. https://www.stjornarradid.is/media/ umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/ Birkiskogar.pdf Forsætisráðuneytið 2020. Vísinda­ og tæknistefna 2020­ 2022. https://www.stjornarradid.is/library/03- Verkefni/Visindi/V%c3%adsinda-%20og%20 t%c3%a6knistefna%202020-2022.pdf Gann, G.D., T. McDonald, B. Walder, o.fl., 2019. Interna- tional principles and standards for the practice of eco logical restora tion. Second edition. Restora tion Ecology 27: S1–S46. https://doi.org/10.1111/rec.13035 IPBES, 2018. The IPBES assessment report on land degrada­ tion and restoration. Montanarella, L., R. Scholes, & A. Brainich (ritstj.). Secretariat of the Intergovern- mental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, Bonn. https://doi.org/10.5281/ zenodo.3237392 IPBES, 2019. Summary for policymakers of the global assess­ ment report on biodiversity and ecosystem services of the Intergovernmental Science­Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services. S. Díaz, et al. (eds.). IPBES secretariat, Bonn. https://ipbes.net/ global-assessment

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.