Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Síða 15

Víkurfréttir - 02.03.2022, Síða 15
Fyrsti Íslandsmeistara- titill Borðtennisfélags Reykjanesbæjar Jón Gunnarsson varð fyrsti Ís- landsmeistari Borðtennisfélags Reykjanesbæjar þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í einliðaleik karla 60–69 ára á Íslandsmóti öldunga sem fram fór í húsnæði Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur um helgina. Piotr Herman, formaður Borð- tennisfélagsins, vann bronsverð- laun í einliðaleik karla 40–49 ára og þá lentu hann og Michał May- Majewski í öðru sæti í tvíliðaleik karla í sama aldursflokki. Fyrstu verðlaun BR á Íslands- móti komu hins vegar á Íslands- móti unglinga 2021 þegar Dawid May-Majewski og Ingi Rafn Dav- íðsson unnu til bronsverðlauna í einliðaleik hnokka fæddra 2010 og síðar. Piotr Herman og Michał May- Majewski enduðu í öðru sæti í tvíliðaleik karla 40–49 ára. Geosilica-mótið í Nettóhöllinni: 820 fótboltastelpur sýndu snilldartilþrif Það var líf og fjör í Nettóhöllinni um helgina þegar Geosilica-mótið í knattspyrnu var haldið fyrir stelpur á aldrinum sjö til tólf ára. Eins og gefur að skilja var heilmikill hamagangur í höllinni enda yfir átta hundruð þátttakendur frá átján félögum auk áhorfenda sem voru komnir til að hvetja sín lið til dáða. Skipulag mótsins var til fyrirmyndar og gekk snurðulaust fyrir sig, leikmenn meistaraflokka Kefla- víkur dæmdu leikina og það sem mestu skipti – allir skemmtu sér vel. Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari VF, skellti sér á fótboltamót og smellti af nokkrum myndum. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.