Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 6
MOKVEIÐI Í MARS
Þar sem ég sit núna í rútunni og horfi
útum gluggan sést skrifað þar á hús,
Húsafell Activity Center. Já, er sem
sagt staddur í Húsafelli að skrifa
þennan pistil. Ekki er nú hægt að
segja að hægt sé að tengja Húsafell
við útgerð eða fiskvinnslu frá Suður-
nesjunum og því þurfum við ekkert
að eiga meiri orð um það.
Aftur á móti er mars mánuðurinn
að verða búinn og það er búið að vera
mokveiði hjá bátunum frá Suður-
nesjum og má segja að hópurinn
hafi færst svo til til því í byrjun mars
var svo til mest allur línuflotinn að
veiðum utan við Sandgerði en um
miðjan mars færði hann sig útaf
Grindavík á Selvogsbankann sem eru
mjög þekkt fiskimið.
Reyndar er mjög mikill floti af
togurum, bæði 29 metra togurum og
stærri skipum búnir að vera á veiðum
þarna utan Grindavíkur. Aftur á
móti hefur enginn netabátur verið
þar að veiðum, en það gæti breyst
því Þórsnes SH og Kap II VE voru
komnir þarna þegar þessi pistill var
skrifaður. Þó svo að mikill fjöldi hafi
verið á veiðum utan við Grindavík þá
er það bara brotabrot af þeim fjölda
sem var á veiðum þarna fyrir um 30
til 40 árum síðan. Þá var mikill floti
bæði í Þorlákshöfn og Grindavík á
netaveiðum. Í mars árið 1983 var til
að mynda 91 bátur á netum frá Þor-
lákshöfn og Grindavík og af þeim
voru um 55 frá Grindavík á netum.
Þetta er all svakalegur fjöldi af bátum
og magnið af netum sem voru í sjó. Ef
við gefum okkur að hver bátur hafi
verið með 6 trossur og hver trossa
sé 15 neta þá eru þetta samtals
um 8200 net í sjó á dag þegar allir
þessir bátar voru á sjó. Ansi mikill
munur á 39 árum, úr 91 netabát og
yfir í engann. Þeir netabátar sem
núna eru á veiðum frá Suðurnesj-
unum hafa allir verið með netin sín
í Faxaflóanum og reyndar hafa þrír
þeirra verið með netin svo til rétt
utan við Vatnsnes og því ansi stutt
sigling fyrir þá báta þar sem þeir hafa
verið að landa í Keflavík.
Bergvík GK er með 58 tonn í 18
róðrum og mest 6,4 tonn í einni
löndun. Sunna Líf GK 7,3 tonn í 9 og
Halldór Afi GK 44 tonn í 17, en þessir
þrír bátar hafa verið þarna utan við
Vatnsnes.
Hinir þrír bátanna hafa verið
lengra inn í Faxaflóanum og eru þeir
allir komnir með yfir 100 tonna afla
núna í mars. Maron GK er með 101
tonn í 15 róðrum og mest 16 tonn.
Grímsnes GK 189 tonn í 20 róðrum
og mest 20 tonn og Erling KE 289
tonn í 15 róðrum og mest 33 tonn.
Að ofan var minnst á mikinn fjölda af
togbátum sem hafa verið við veiðar á
miðunum út frá Grindavík, þeir voru
reyndar líka á veiðum á miðunum út
af Sandgerði, en það virðst vera mjög
mikið af fiski út af báðum stöðunum
og mokveiði á báðum svæðum.
Ef við lítum aðeins á togskipin
þá er Sturla GK með 535 tonn í 8
löndunum og mest 73 tonn. Vörður
ÞH er með 393 tonn í 5 róðrum og
mest 95 tonn. Áskell ÞH 365 tonn í
4, Jóhanna Gísladóttir GK 343 tonn
í 5 löndunum og Pálína Þórunn GK
340 tonn í 5 túrum og mest 72 tonn.
Hérna að ofan eru nefnd fimm
togskip. Vörður ÞH og Áskell ÞH eru
systurskip bæði smíðuð í Noregi og
komu 7 togarar eins og þau til Ís-
lands á árunum 2018 til 2019. Þetta
voru: Vörður ÞH og Áskell ÞH sem
Gjögur ehf. gerir út. Gjögur ehf. er
frá Grenivík en er með fiskvinnslu
líka í Grindavík og á sér langa sögu
í útgerð og vinnslu í Grindavík og
Grenivík, Bergey VE og Vestmannaey
VE sem Bergur- Huginn í Vestmanna-
eyjum gerir út, Þinganes SF og
Steinunn SF sem Skinney Þinganes
á Hornafirði gerir út og síðan Harð-
bakur EA sem Útgerðarfélag Akur-
eyrar gerir út.
Sturla GK og Pálína Þórunn GK
eru svipaðir togarar. Sturla GK
var smíðuð 2007 í Póllandi. Pálína
Þórunn GK var smíðuð í Kína árið
2001. Báðir eru svipað langir, nema
að Sturla GK er metra breiðari en
Pálína Þórunn GK. Aftur á móti þá
er vélin í Pálínu stærri, hún er 952
hestöfl enn 700 hestöfl í Sturlu GK.
aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Kalla eftir sveigjanleika vegna
gleymdra aðgangskorta
Umræður voru á síðasta fundi
ungmennaráðs Suðurnesjabæjar
um óánægju vegna aðgangskorta
í kjölfar aðgangshliða í íþrótta-
miðstöðvum bæjarins. Börn muna
illa eftir að hafa kortin með sér og
umræður voru um hvort það væri
hægt að hafa möguleikann á hafa
þau rafræn.
Lagt er til að starfsfólk íþrótta-
miðstöðva sýni sveigjanleika
þegar fólk gleymir kortunum
sínum og fulltrúar ungmennar-
áðsins kanni hvort möguleiki á
að hafa rafræna útfærslu á að-
gangskortunum, segir í afgreiðslu
ráðsins.
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga hvetur til þess
að farið verði í það að gera sólpall við Dagdvöl aldraðra á Garðvangi í
Garði. Áhersla verði lögð á að pallurinn verði tilbúin í byrjun sumars
2022. Jafnframt verði farið í gerð göngustígs milli Melteigs og Garðvangs
til að auðvelda aðgengi.
Sólpallur verði settur í forgang
Leita leiða til að geta endur-
greitt 80% fargjalds í strætó
Suðurnesjabær hefur hingað til
greitt niður 80% fargjalds í strætó
fyrir ungmenni, aldraða og öryrkja
með því að selja strætómiða í
íþróttamiðstöðvum sveitar-
félagsins.
Vegna breytinga hjá Strætó þar
sem sölu strætómiða hefur verið
hætt, hafa starfsmenn sveitar-
félagsins lagt sig fram í að finna
leiðir til að geta haldið þeim af-
slætti sem sveitarfélagið hefur
veitt, þó svo miðasala einstakra
miða hætti . Suðurnesjabær
mun leita eftir samtali við Vega-
gerðina og Strætó vegna frekari
þróunar strætóapps og þjónustu-
leiða. Þangað til verður hægt að
fá endurgreitt 80% af keyptum
miðum gegn framsali kvittana
fyrir greiðslu eða kaupa fargjöld
í íþróttamiðstöðvum og fá senda
miða í strætóappið í síma kaup-
anda. Nánari upplýsingar munu
birtast á heimasíðu Suðurnesja-
bæjar, segir í fundargögnum frá
síðasta fundi bæjarráðs Suður-
nesjabæjar.
SUMARSTARF
Bílanaust leitar að sumarstarfsfólki og námsmönnum í vinnu
með skóla í verslun okkar að Hafnargötu 52.
Áhugasamir sendi umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið
kjartan@bilanaust.is
Nánari upplýsingar í síma 6993432
Sturla GK 12.
6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM