Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 30.03.2022, Qupperneq 8
Jón og Margeir ehf. er fjölskyldufyr- irtæki sem stofnað var í Grindavík í upphafi árs 1992. Stofnendur og eigendur þess eru Jón Gunnar Margeirsson og faðir hans, Margeir Jónsson. Margeir hafði þá verið með rekstur undir eigin nafni frá árinu 1970, fyrst um sinn með vörubíl en fljótlega einnig kranabíl. Í dag eru enn gerðir út tveir öflugir og vel útbúnir kranabílar undir nafni Margeirs en merkjum og litum Jóns og Margeirs ehf. Með þeim eru hin ýmsu verkefni leyst af hendi fyrir afar fjölbreyttan hóp viðskiptavina þessara tveggja fyrirtækja. Starfsemi Jóns og Margeirs ehf. hófst að sama skapi með einum bíl. Sá var með lokuðum flutningskassa enda félagið upphaflega stofnað með þá hugsjón að flytja sjávarútvegsaf- urðir á milli landshluta. Sú starfsemi fór ört vaxandi og í dag eru gerðir út alls sextán bílar, níu kælivagnar, tvær gámalyftur, átta malarvagnar, flatvagn og öflugur vélaflutninga- vagn. Volvo-vörubílar eru einkenn- andi fyrir flotann hjá þeim feðgum og liturinn er gylltur. Árið 2015 fóru eigendur að horfa til betri nýtingar tækjakosts á árs- grundvelli og ákváðu þeir því að fjárfesta í jarðvélum. Sú eining innan félagsins hefur einnig dafnað vel undanfarin ár og hefur þar áunnist gott orðspor í jarðvinnuverkefnum fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklinga í Grindavík og nágranna- bæjum á Suðurnesjum og Suður- landi. Jón og Margeir ehf. eru til húsa að Seljabót 12 í Grindavík. Þar á félagið húseign sem skiptist upp í skrifstofu, verkstæði, þvottaaðstöðu og aðstöðu starfsfólks. Árið 2018 var ákveðið að ráðast í endurbætur og viðbyggingu við húsnæðiskost félagsins þar sem byggð var þvottaaðstaða fyrir tækja- kost félagsins sem þó er aðskilin frá verkstæðinu. Á verkstæðinu er við- haldi og viðgerðum tækja sinnt auk þess sem þar hefur verið starfrækt hliðarbúgrein, ef svo má kalla, frá haustinu 2019 en þá fjárfestu Jón og Margeir ehf. í bílalyftum og dekkja- vélum og opnuðu dekkjaverkstæði fyrir allar stærðir og gerðir bíla. Með því jókst nýtingin á húsnæði og verk- stæðismanni og hefur dekkjaverk- stæðið fengið góðar viðtökur. Við stofnun félagsins störfuðu einungis tveir starfsmenn hjá fé- laginu en starfsfólkið telur tuttugu og tvo í dag. Starfsfólkið er reynslu- mikið og áreiðanlegt, hvort sem það er í flutningum, stjórnun vinnuvéla við jarðvinnuverkefni, á verkstæði eða skrifstofu. Hjá félaginu er lagður metnaður í að bjóða upp á áreiðan- lega, fjölbreytta og lausnamiðaða þjónustu. Verkefni félagsins frá degi til dags snúa að því að þjónusta þau fyrirtæki sem lengi hafa verið í hópi viðskiptavina okkar. Staða félagsins er góð og mikil verkefni framundan bæði í flutningum, malbikun og jarð- vinnu. Útsendarar Víkurfrétta tóku hús á þeim feðgum, Margeiri Jónssyni og Jóni Gunnari syni hans, þegar þeir voru að leggja lokahönd á undirbúning fyrir afmælisveisluna í Grindavík slíðasta föstudag. Það hefur staðið til í nokkurn tíma að halda upp á afmæli fyrirtækisins en vegna samkomutakmarkana útaf kórónuveirufaraldri hefur ekki verið hægt að blása til veislu fyrr en núna. Fyrsta spurning blaðamanns var að forvitnast um forsöguna, því Margeir hefur verið á vörubíl í rúma hálfa öld. Byrjaði 1970 með vörubíl með krana Margeir: „Ég eignaðist minn fyrsta vörubíl 1. nóvember 1970. Ég byrjaði þá á vörubílastöðinni í Grindavík og hef verið með vörubíla síðan þá. Ég var að flytja það sem til féll, fisk, sand, efni og annað. Ég kaupi fljótlega krana og set á bílinn og hef nánast verið með krana óslitið síðan.“ Hvernig var andinn í Grindavík á þessum árum eftir 1970? Margeir: „Hann var góður. Það var mikil traffík og mikið að gera í kringum útgerðina og mest á veturna. Það var hægara fyrst yfir sumartímann en svo fór það að breytast. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973 verður mikil uppbygging hérna í Grindavík, það var verið að leggja Grindavíkurveginn og vinnan jókst, fiskflutningarnir og allt sem tilheyrir því.“ Það hefur verið sérstakt að taka þátt í uppbyggingu nýrrar Eyja- byggðar í Grindavík? Margeir: „Jú, það var það. Þarna var unnin mjög langur vinnudagur, langt fram á kvöld. Það var mikil pressa að leggja göturnar og gera púða undir húsin. Mig minnir að hvert hús hafi verið í fjórum ein- ingum og það var spennandi að sjá þegar þeir komu Svíarnir með húsin. Þeim var sturtað af bílunum og raðað saman. Það var greinilegt að þeir voru búnir að gera þetta mjög lengi.“ Fyrirtækið stækkaði hratt Jón Gunnar, sonur Margeirs, var ekki hár í loftinu þegar hann var byrjaður að flækjast með pabba sínum í vöru- bílnum út um allar koppagrundir. Það þurfti því ekki að koma á óvart að þeir myndu stofna saman fyrir- tæki um vörubíla. Jón Gunnar: „Það var árið 1992 sem við stofnum Jón og Margeir ehf. Leiðin lá þangað. Ég var búinn að vera að fikta í þessu dóti í mörg ár, vera í kringum þetta og alast upp í þessu. Við sátum saman eitt kvöld og úr varð að við stofnuðum fyrirtækið. Við kaupum okkur fyrst sendibíl eða flutningabíl og fórum að keyra fisk. Fljótlega vorum við komnir með trailer, farnir að keyra malbik, svo gámalyftu og keyra gámum fyrir fyrirtækin hér. Starf- semin hefur vaxið í seinni tíð.“ Var stefnan fljótlega tekin í þá átt að vera stærri og meiri? Jón Gunnar: „Við vorum fljót- lega eða ári síðar komnir með þrjá eða fjóra bíla og fleiri starfsmenn bættust í hópinn. Þetta vatt upp á sig og varð aukin vinna. Það var mikil breyting hér í fiskhúsunum og fór að færast meira út í gáma en var áður. Þegar togararnir komu í land var öllu landað í gáma, þannig að þetta varð viðameira.“ Hvað er þetta orðin mikil starfsemi í dag? Jón Gunnar: „Við erum tuttugu og tvö hérna í dag og erum með sextán bíla og fjórar gröfur. Við fórum í jarð- vinnudeildina 2016 og þetta heldur undið upp á sig. Við höfum verið með verkefni fyrir Sveitarfélagið Voga, Grindavík og Sveitarfélagið Ölfus, ásamt fullt af öðru í kringum þetta. Þetta passar vel með annarri vinnu hjá okkur. Þegar það er rólegra í fiskflutningum á sumrin þá erum við í jarðvinnu, þannig að þetta fer vel saman í dag.“ Þannig að það er ekki lengur einn karl á vörubíl með krana? Margeir: „Nei, það er orðin mikil breyting. Nú kíkir maður á þetta annað slagið og er bara með góða menn á kranabílunum. Ég tek svona dag og dag, ef þess þarf með, en ég ætla að fara að hægja á því. Við erum með flotta stráka, alla alveg 150% á öllum bílum og tækjum. Það er lyk- illinn að þessu.“ Í ferðalag með fjölskylduna á vörubílnum Margeir segir að synirnir, Jón Gunnar og Árni, hafi varla verið fermdir þegar þeir voru farnir að hjálpa föður sínum og byrjaðir að létta undir. Hann segir að þeir hafi ekki verið háir í loftinu þegar þeir voru farnir að fara með pabba sínum í vörubílinn. Það hafi ekki verið komnir bílstólar eða öryggisbelti á þeim árum en allt hafi farið vel. Margeir rifjar upp að einu sinni hafi verið farið í viku ferðalag í sum- arbústað í Borgarfirði og ferðalagið hafi verið farið á vörubílnum með farangurinn á pallinum. „Það var farið í útilegur á vöru- bílnum, því það var enginn annar Velgengni fyrirtækisins okkar frábæru starfsmenn Það var mikið um dýrðir hjá grindvíska fyrirtækinu Jón og Margeir ehf. síðastliðið föstudagskvöld. Þá komu saman núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins ásamt fulltrúum fjölmargra við- skiptavina til að fagna 30 ára afmæli fyrirtækisins. Höfuðstöðvunum við Seljabót hafði verið breytt í forláta skemmtistað. Feðgarnir Margeir Jónsson og Jón Gunnar Margeirsson eru miklir aðdáendur Volvo. Gylltir Volvo-bílar eru einkennandi fyrir fyrirtækið og því var barinn í veislunni smíðaður úr yfirbyggingu af Volvo. Afmælisveislan tókst vel en þar tróðu m.a. upp landskunnir tónlistarmenn eins og Helgi Björnsson og Jón Jónsson. Páll Ketilsson pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Flutningabíll í fullum skrúða og í einkennislitum fyrirtækisins. Feðgarnir Margeir og Jón Gunnar. Volvo- barinn á bakvið. Margeir á fyrstu árunum með vörubílinn í Grindavík. 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.