Víkurfréttir - 27.04.2022, Page 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Mun betri niðurstaða en ráð-
gert var hjá Reykjanesbæ
Leigueignir aftur komnar í eigu Reykjanesbæjar
Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs
Reykjanesbæjar var jákvæð um
3,6 milljarða króna á síðasta ári í
stað 3 milljarða króna halla sem
áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta
kemur fram í ársreikningi bæjar-
sjóðs, en hann ásamt ársreikn-
ingum tengdra stofnana var lagður
fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar þriðjudaginn 19.
apríl. Heildarniðurstaða sam-
stæðu A og B hluta var jákvæð
um 317 milljónir króna en áætlanir
gerðu ráð fyrir 2,5 milljarða króna
halla, segir í frétt frá Reykjanesbæ.
Heildartekjur samstæðu A og B
hluta voru 28,1 milljarður króna og
rekstrargjöld 23,2 milljarðar króna.
Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir,
fjármagnsliði, skatta og hlutdeild
minnihluta nam 4,8 milljörðum.
Að teknu tilliti til þeirra liða var
niðurstaðan, eins og áður sagði, já-
kvæð um 317 milljónir króna í stað
áætlaðs 2,5 milljarða króna halla.
Heildartekjur A-hluta bæjarsjóðs
námu 21,8 milljörðum króna. Þar á
meðal er reiknuð tekjufærsla vegna
uppgjörs leigusamninga við Eignar-
haldsfélagsið Fasteign að fjárhæð
3,5 milljarða króna en á árinu voru
allar eignir sem áður voru leigðar af
félaginu keyptar til baka og leigu-
skuldbinding felld niður. Þar með
lauk tveggja áratuga vegferð Fast-
eignar.
Rekstargjöld bæjarsjóðs námu
18,2 milljörðum króna. Rekstarnið-
urstaða fyrir afskriftir og fjármagns-
liði var jákvæð um 3,6 milljarða
króna en að teknu tilliti til þeirra
liða var niðurstaðan jákvæð um 2,1
milljarð króna.
Áætlun ársins gerði hins vegar
ráð fyrir 3 milljarða halla á bæjar-
sjóði og er þetta því mun betri
niðurstaða en gert var ráð fyrir.
Munar þar mest um áðurnefnda
tekjufærslu vegna uppgjörs leigu-
samninga.
Eignir samstæðu A og B hluta
nema 73,6 milljörðum og A-hluta
bæjarsjóðs 40 milljörðum.
Skuldaviðmið A hluta bæjarsjóðs
skv. reglugerð 502/2012 er 102% og
samstæðu A og B hluta 120%.
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri kynnti ársreikninginn á síð-
asta bæjarstjórnarfundi í Reykja-
nesbæ og sagði framtíð bæjarins
bjarta og full ástæða til bjartsýni,
fjárhagsleg staða væri mun betri,
íbúum fjölgar hratt, atvinnutæki-
færum fjölgar og mannlíf væri í
blóma
Hætta sáttir eftir fjörutíu ár
„Við erum sáttir. Þetta er orðið fínt
eftir fjörutíu ár en líka búið að vera
skemmtilegt,“ sögðu þeir Björn
og Þórður en þeir félagar fagna
fjörutíu árum í rekstri hjólbarða-
verkstæðis og smurstöðvar með
því að segja þetta gott. Eru búnir
að selja húsnæðið og reksturinn.
Þeir Björn Marteinssson og
Þórður Ingimarsson hafa selt
Sverri Gunnarssyni í Nýsprautun
reksturinn en hann er enginn ný-
græðingur í flestum sem kemur að
bílum. „Það er gaman að taka við að
þeim félögum sem hafa verið lengst í
hjólbarða- og smurþjónustu á Suður-
nesjum. Þeir seldu að vísu smurþjón-
ustuna fyrir nokkru síðan en nú var
kominn tími á að hætta í hinu líka.
Þeir hófu rekstur á smurstöðinni í
Olís húsinu hinum megin við veginn
1. maí 1982. Í viðtali við Víkurfréttir
fyrir fimm árum voru þeir farnir
að huga að því að leggjast í helgan
stein en það hefur tekið fimm ár.
Þeir sögðu reyndar þá að þeir væru
alveg til í að vera tuttugu árum yngri
því reksturinn væri í góðum málum
en væru þó til í að hleypa öðrum að.
Sverrir tekur við rekstrinum og
opnar daginn eftir hátíðisdag verka-
lýðsins mánudaginn 2. maí. „Við
höfum verið að bæta við okkur í
bílaþjónustu á síðustu árum þannig
að þetta passar vel inn í þá þróun,“
segir Sverrir sem tók við bílaum-
boði Heklu fyrir nokkrum árum og
er staðsett á Fitjum í Njarðvík. Þar
hefur Sverrir rekið Nýsprautun í
langan tíma. Nú taka hann og hans
menn við þjónustunni í Básnum í
Keflavík þar sem líklega hundruð
þúsundir hjólbarða hafa rúllað um
gólf og bíla.
Sverrir Gunnarsson í Nýsprautun tekur við rekstri
hjólbarðaþjónustu Björns og Þórðar í Keflavík
Sverrir með þeim Birni
og Þórði fyrir framan
hjólabarðaþjónustuna
við Básveg í Keflavík.
Fjörutíu ára gömul mynd af Birni og Þórði taka við af þeim
Ingvari og Guðna á smurstöðinni 1. maí 1982.
Björn var að skipta yfir á sumardekkin hjá Magnúsi Haraldssyni,
einum af mörgum dyggum viðskiptavinum þeirra félaga.
Þjónustuaðili fyrir:
Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki
Alhliða bílaverkstæði
og dekkjaþjónusta
þar sem þjónustan er í fyrirrúmi
Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ
421 4620
bilaverk.thoris@gmail.com facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris
Alhliða bifreiðaverkstæði
sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu
ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS
2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM