Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 10
FYRSTU KENNARARNIR – UNGIR MENN Á UPPLEIÐ Síðasti þáttur var helgaður Oddgeir Guðmundsen, fyrsta kennaranum við skólann, veturinn 1872– 1873, þá nýútskrifaður guð- fræðingur, á uppleið. Næstu tvo vetur, 1873– 1875, kenndi Þórður Grímsson (f.1841, d.1881) Steinólfssonar úr Reyk- holtsdal. Þórður kenndi eftir það á nokkrum stöðum. Hann var um tíma skrifari hjá Jóni Thor- oddsen, skáldi og sýslumanni á Leirá, skrifaði upp kvæði fyrir hann og hluta Manns og konu að höfundinum látnum 1868. Eldri bróðir Þórðar var Magnús Grímsson (1825 – 1869) prestur á Mosfelli, skáld, rithöfundur, þjóð- sagnasafnari og hugvitsmaður. Daníel (f.1843) og Svanborg (f.1838) Grímsbörn voru systkini Þórðar. Þau bjuggu á skólaloftinu fyrstu starfsárin, lögðu í ofninn, önnuðust húsið og Thorkilliibörnin. Svanborg var þá ekkja með ungan son með sér. Hún var húsmóðir skólans og handavinnukennari, og Daníel aðstoðaði að auki við kennslu. Hann giftist 1878, fluttu hjónin til Ameríku 1885 og eiga þar afkom- endur. Hugsanlega hafa þau systkinin brugðist við þessari auglýsingu St.Thorarensen í Þjóðólfi 1973. Þriðji kennarinn í röðinni var frændi séra Stefáns, Stefán M. Jónsson, þá 23 ára guðfræðingur. (Sjá mynd.) Hann kenndi vet- urinn 1875–1876 og vann sér ást og virðingu allra barnanna og vandamanna þeirra, að sögn séra Stefáns. Hér verður gripið niður í grein Jóns Eyþórssonar, í Húnavöku 1987: „Fullu nafni hét hann Stefán Magnús Jónsson og var fæddur í Reykjavík 18. dag janúarmánaðar 1852. Foreldrar hans voru hjónin Jón Eiríksson landfógetaskrifari og Hólmfríður Bjarnadóttir Thor- arensen, bæði af traustum bænda- og prestaættum. Til dæmis var afabróðir hans „þjóðkunnur guð- fræðingur, Magnús Eiríksson (1806- 1881), er ól mest allan aldur sinn í Danmörku og lét þar mjög til sín taka bæði kirkjumál og stjórnmál.“ Stefán lauk námi frá Latínuskól- anum 1873. „Af kennurum skólans hafði hann mest persónuleg kynni við Pétur Guðjohnsen söngkennara, sem hafði hinar mestu mætur á Stefáni fyrir sönghæfni hans og tónlistargáfu. Stefán lærði á fiðlu og orgel á skólaárunum og fékkst nokkuð við tónsmíðar alla ævi. .... Stefán lauk guðfræðinámi í Presta- skólanum vorið 1875. Um þessar mundir máttu prestar eigi vera yngri en 25 ára til þess að hljóta prests- vígslu. Stefán skorti tvö ár í þann aldur. Næsta vetur tókst hann því á hendur kennslu í barnaskóla á Vatns- leysuströnd. Þar var þá mikil búsæld, enda réðust ekki mörg sveitahéruð í slíkan kostnað um þær mundir. Þá var séra Stefán Thorarensen Sigurðsson (1831- 1892) prestur á Kálfatjörn, og var Stefán Magnús á vist með honum. Hólmfríður, móðir hans, og séra Stefán Thorarensen voru þremenningar að frændsemi. Fór hið besta á með þeim frændum, enda voru báðir söngmenn góðir og unnu tónlist. Vorið eftir sótti Stefán M. Jónsson um aldursleyfi til prests- vígslu og jafnframt um Bergsstaða- prestakall í Húnavatnssýslu, að ráði Péturs biskups. Hvort tveggja var veitt, og vígði biskup hann til kallsins 21. maí 1876. ..... Séra Stefán M. .... var manna glæsi- legastur að vallarsýn, hár og grannur, fríður sýnum og vel eygður, virðu- legur og þó jafnframt alúðlegur i viðmóti. Með komu hans varð ger- breyting á kirkjusöng í sókninni. Hann kenndi fólki nýju sálmalögin, en grallarinn hvarf úr sögunni.“ Var Stefán svo 10 ár að Berg- stöðum uns hann tók við Auðkúlu í Svínavatnshreppi 1886 og var þar prófastur. Ólafur Rósenkranz var fjórði kennarinn, kenndi veturinn 1876– 1877. Hann fæddist 1852 í Miðfelli í Þingvallasveit. Hann var bróður- sonur Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs, og ólst upp hjá honum. Hann varð stúdent 1874, rúmu ári aður en hann hóf kennslu við Thorc- hilliibarnaskólann. Hann réðst eftir það til Lærða skólans í Reykjavík sem leikfimikennari og gegndi því starfi ásamt öðru í 32 ár. Ólafur hefur verið mikill dugnaðarmaður og kom víða við. Hann var braut- ryðjandi nútíma íþrótta á Íslandi. Árið 1895 var hér skoskur maður að kynna nýja íþróttagrein, fótbolta. Skotanum tókst að vekja áhuga Ólafs Rósenkranz og hélt hann áfram að kenna fótbolta suður á Melum eftir að Skotinn fór heim og varð heiðurs- félagi Fram og KR. Ólafur varð bind- indismaður, stórtemplar 1891 -´97, ritstjóri Good-teplar 1897–1899, tók þátt í að stofna tvær stúkur 1885, Dagrenningu í Reykjavík og Morgun- stjörnuna í Hafnarfirði, en sú stúka byggði Gúttó í Hafnarfirði árið eftir. Ólafur hélt, ásamt öðrum, bindindis- fyrirlestra fyrir almenning. Hann var slökkviliðsstjóri 1881–1885, biskups- ritari 1891–1908, var lengi bókhaldari hjá Ísafoldarprentsmiðju og ritstjóri Ísafoldar í forföllum, og háskólaritari 1917 til dauðadags 1929. Segir svo frá næstu kennurum í næsta þætti. Meðal heimilda er grein í Húna- vöku 1987; Saga alþýðufræðslunnar; Kennaratal; greinar í tímaritinu Faxa 1982 og 1990. og minning um Ólaf Rósenkranz í Templar 1929. Einnig ættarskráin Genealogy.com. Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 17. ÞÁTTUR María Rán Ágústsdóttir er 16 ára og kemur frá Njarðvík. Hún hefur áhuga á félags- störfum og fótbolta en hún æfir knattspyrnu með tveimur liðum, annars vegar 3. flokki stúlkna hjá RKV og hins vegar 3. flokki drengja hjá Njarðvík. Þá situr hún einnig í Unglingaráði Fjörheima. María Rán er ungmenni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Akur- skóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég eyði mestum tíma í Fjörheimum þar sem ég er í Unglingaráðinu eða í Nettóhöllinni þar sem ég æfi fótbolta með tveimur liðum. Ég æfi með 3. flokki stúlkna í RKV og strák- unum í Njarðvík. Síðan er ég er líka aðstoðarþjálfari í þremur flokkum hjá Njarðvík. Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst skemmti- legast í stærðfræði. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég held að Hermann eigi eftir að verða frægur, það eru margar ástæður fyrir því t.d. hefur hann mjög sterkar skoðanir á flestu og elskar athygli. Þess vegna held ég að hann verði frægur, hann verður líklega stjórnmálamaður. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það eru mjög margar skemmtilegar sögur úr skólanum. Það er alltaf svo gaman hjá okkur, eins og þegar við vorum að taka upp árshátíðarmynd- bandið okkar þá gerðum við „falda myndavél“ á bekkjarbróðir okkar. Það var mjög skemmtilegt og fyndið. Hver er fyndnastur í skól- anum? Mér finnst Margrét mjög fyndin, hún kemur mér alltaf til að hlæja. Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mestan áhuga á fé- lagsstörfum og fótbolta. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að verða drepin en það er örugg- lega bara af því að ég horfi á of mikið af „true crime.“ Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt núna er No Pressure með Justin Bieber Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög mikill nagli og skemmtileg. Ég er líka alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Hver er þinn helsti galli? Ég á það stundum til að verða pirruð yfir litlum hlutum. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Það eru örugglega Snapchat og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er fyndið og er gott í samskiptum. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla að klára framhaldsskóla og svo langar mig að flytja til útlanda og spila fótbolta. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Öflug! Ung(m enni) vikunnar: M aría Rán Ágústsdóttir FS-ingur vikunnar: Ástþór Helgi Jóhannsson Ástþór Helgi Jóhannsson er átján ára og kemur frá Garðinum. Hann hefur áhuga á líkamsrækt, tónlist og peningum. Hann á auðvelt með að tileinka sér nýja hluti og lýsir sjálfum sér sem stemningsmanni. Ástþór Helgi er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut á viðskiptalínu. Hver er helsti kosturinn við FS? Ég held að helsti kosturinn sé örugglega fólkið og stemningin Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Það er 100% Steini, hann á framtíðina fyrir sér í tónlistinni. Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar Helgi lagði í húsvarðarstæðið og hús- vörðurinn lagði fyrir hann. Hver er fyndnastur í skólanum? Það er erfitt að velja, því það eru svo margir fyndnir. Ef ég verð að nefna einhvern einn þá er það Steini. Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mjög mörg áhugamál. Hef samt aðal- lega áhuga á líkamsrækt, tónlist og peningum. Hvað hræðistu mest? Fugla. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á mér ekkert eitt uppáhalds en í fljótu bragði hugsa ég annað hvort Many men með 50 Cent eða Gullhamrar með Birni. Hver er þinn helsti kostur? Ég er fljótur að læra nýja hluti. Hver er þinn helsti galli? Mér finnst svakalega erfitt að vakna á morgnana. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum Spotify og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan er að fara í háskóla og fara svo að vinna við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og borgar vel. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Stemmnings- maður. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt Stemmningsmaður 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.