Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 13
Höfum fjármálin í lagi!
Friðjón Einarsson,
1. sæti S-lista Samfylkingarinnar
og óháðra í Reykjanesbæ.
Á undanförnum átta árum hefur Sam-
fylkingin í samstarfi við Beina leið og
Framsókn leitt endurreisn Reykjanes-
bæjar með góðum árangri. Staðan var
erfið og verkefnið stórt en við gengum
í verkið.
Við höfum greitt niður skuldir, rekið
bæinn á ábyrgan hátt og erum búin að
kaupa aftur allar fasteignir bæjarins
sem höfðu verið seldar til að fjármagna
rekstur.
Rekstur bæjarins er í jafnvægi og á
réttri leið, bærinn okkar vex jafnt og
þétt – og framtíðin er björt.
Rekstarárangri skilað inn í sam-
félagið
Við höfum gætt þess að skila góðum
rekstrarárangri Reykjansbæjar til baka
inn í samfélagið. Við höfum t.d.:
• Hækkað hvatagreiðslur úr 7.000
kr. í 45.000 kr.
• Lækkað fasteignaskatta til ein-
staklinga að raunvirði um 20%.
• Lækkað fasteignaskatta á fyrir-
tæki, eitt fárra sveitarfélaga á Ís-
landi.
• Hækkað niðurgreiðslur verulega til
foreldra vegna leikskóla og dagfor-
eldra á síðustu árum. Um 40.000
kr. lækkun á mánuði hjá dagfor-
eldrum eftir átján mánaða aldur.
• Margfaldað framlög til íþróttamála.
Gert nýja afrekssamninga sem
tryggja rekstur íþróttastjóra félag-
anna. Byggt flóðlýstan gervigras-
völl og nú rís við Stapaskóla eitt
glæsilegasta íþróttahús landsins.
• Byggt glæsilegan Stapaskóla á
hagkvæman hátt án þess að taka
til þess lán.
Svona ætlum við vinna hlutina áfram
næstu fjögur árin og skila góðum
rekstrarárangri til baka til samfélags-
ins. Lækka gjöld þegar svigrúm er til
þess, bæta hag allra í samfélaginu með
góðri þjónustu og fagmennsku.
Höfum hlutina í lagi!
Kosningaspá í Suðurnesjabæ 2022
Frá unga aldri hefur áhugi minn á pólitík verið til staðar. Fjölskylda mín
var Alþýðuflokksfólk og afi minn og nafni, Halldór Friðjónsson frá Sandi
í Aðaldal, var meðal annars ritstjóri Alþýðumannsins á Akureyri. Fyrir
alþingiskosningar haustið 1959 fór ég með félaga mínum, sem síðar varð
alþingismaður fyrir Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar, í Valhöll sem þá
var við Suðurgötu í Reykjavík. Við fengum kók og prins póló og tókum svo
nokkra kosningabæklinga með okkur til að bera út. Við styttum okkur leið
í gegnum Hólavallakirkjugarð og þar dreifðum við nokkrum bæklingum en
félagi minn sagði að þarna væri mikið af kommum og framsóknarmönnum
sem þyrftu að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins þó seint væri. Síðar
komst ég að því að þessi félagi minn, sem var mikill prakkari, hafði skráð
mig í Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir að ég flutti til Sandgerðis tók ég
þátt í vinnu fyrir K – lista óháðra borgara
árið 1966 en þá var ég nítján ára gamall
og ekki kominn með kosningarétt, sem
þá miðaðist við 21 árs aldur. Allar götur
síðan vann ég með K-listanum í sveitar-
stjórnarkosningum í Sandgerði og var
ég í hreppsnefnd frá miðju kjörtímabili
1976 til vorsins 1986. K-listinn, Óháðir
borgarar, bauð fram með Alþýðuflokki
og síðar Samfylkingu og fagnaði góðu
gengi alla tíð og náði þrisvar hreinum
meirihluta í bæjarstjórn, þ.e. árin 1994,
1998 og 2010.
Enn á ný er komið að því að kjósa
til sveitarstjórnar. Fyrsta kjörtímabili í
sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sand-
gerðis, Suðurnesjabæ, er að ljúka og ný-
leg úttekt sem gerð hefur verið sýnir að
ýmislegt hefur tekist vel en mörg mikil-
væg verkefni bíða úrlausnar fyrir nýja
bæjarstjórn. Nú liggur það fyrir að íbúar
með kosningarétt í Suðurnesjabæ geta
valið á milli fjögurra framboðslista sem
eru B-listi Framsóknar, D-listi Sjálfstæð-
ismanna og óháðra, O-listi Bæjarlista-
fólks og S-listi Samfylkingar og óháðra.
Það er nokkuð ljóst að framundan eru
spennandi tímar og ýmsir velta því
fyrir sér hvernig úrslit geta orðið. Ég
hef stundum reynt að spá eða giska og
verð að játa að stöku sinnum hafa úrslit
farið á annan veg en ég hélt. En hvað um
það, nú ætla ég enn og aftur að gerast
spámaður um úrslit kosninga í Suður-
nesjabæ og svo kemur bara í ljós 14. maí
hvernig gekk.
B-listi Framsóknar
Mikil endurnýjun er á listanum frá
kosningunum 2018 og sýnist mér að
fjórtán nýir frambjóðendur séu á list-
anum núna. Þau sem voru í fimm efstu
sætum 2018 eru ekki með núna. Nýtt
fólk er í forystu og meðalaldur fram-
bjóðenda í efstu sætum er innan við 30
ár. Í fyrsta sæti er Anton Guðmunds-
son, í öðru sæti er Úrsúla María Guð-
jónsdóttir, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir
skipar þriðja sætið og í fjórða sæti er
Sigfríður Ólafsdóttir. Nokkrir fram-
bjóðendur hækka svo meðalaldurinn
og þar er elstur meistari Jón bóndi sem
prýðir heiðurssætið. Á listanum má sjá
nöfn sem mögulega gætu valdið óróa hjá
gömlum framliðnum kempum í pólitík
frá fyrri tíð eins og einhver orðaði það.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig gengi
þessa framsóknarframboðs verður.
Mín spá er að B - listinn fái tvo full-
trúa í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar
2022.
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra
Fréttatilkynning birtist okkur bæjar-
búum í Víkurfréttum um að D-listinn
og H-listi Magnúsar Magnússonar hefðu
sameinast og nú væri Magnús loksins
kominn heim aftur en hann hafði sagt
skilið við Sjálfstæðisflokkinn eftir að
hafa tapað í prófkjöri árið 2010. Maður
átti helst von á því að allir mundu gleðj-
ast við þessa sameiningu en gleðin og
hamingjan stóðu stutt. Nokkrir sjálf-
stæðismenn í Garðinum sættu sig ekki
við þessa endurkomu Magnúsar og
blésu í sönglúðra með miklum látum
og gerðust bæjarlistamenn. Einar Jón
og Magnús skiptu efstu sætum listans
bróðurlega milli sín og sinna fylgjenda.
Einar í fyrsta sæti hefur verið í bæjar-
stjórn í Garði og Suðurnesjabæ í tuttugu
ár. Magnús er í öðru sæti en hann hefur
verið tólf ár í bæjarstjórn í Sandgerði
og Suðurnesjabæ. Oddný Kristrún Ás-
geirsdóttir skipar þriðja sæti listans og
Svavar Grétarsson fjórða sætið. Rætt er
um að klofningur D-listans nú muni hafa
áhrif á gengið í kosningunum en kannski
verður það minna en ætla má miðað við
aðstæður.
Mín spá er að D-listinn fái þrjá full-
trúa í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar
2022.
O-listi Bæjarlistafólks
Eins og fram hefur komið virðast sjálf-
stæðismenn í Garðinum mjög ósáttir
með endurkomu Magnúsar Magnús-
sonar og er þetta klofningsframboð
bæjarlistans sagt tilkomið vegna þess.
Á listanum eru fjórtán fulltrúar með
lögheimili í Garði en fjórir í Sandgerði.
Fjórir efstu menn bæjarlistans eru óá-
nægðir sjálfstæðismenn úr Garðinum en
kannski spurning hvar Laufey Erlends-
dóttir sem skipar annað sæti listans vill
flokka sig pólitískt en hún hefur boðið
sig fram fyrir fjóra mismunandi flokka
frá árinu 2002. Laufey, Jón Ragnar
Ástþórsson sem skipar þriðja sætið og
Haraldur Helgason sem skipar fjórða
sætið eru öll í Hafn-
arráði en Magnús
gagnrýndi mjög
harkalega ráðningu
hafnarstjóra sem
þau meðal ann-
arra stóðu að, sem
mögulega skýrir óá-
nægju þeirra. Jónína
Magnúsdóttir skipar
fyrsta sæti listans og var hún í bæjar-
stjórn fyrir D-listann í Garði kjörtíma-
bilið 2014–2018.
Mín spá er að O-listinn fái einn full-
trúa í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar
2022.
S-listi Samfylkingar og óháðra
Framboð S - listans var tilkynnt dag-
inn áður en framboðsfrestur rann út.
S-listinn er í meirihluta í bæjarstjórn
Suðurnesjabæjar með D-listanum á því
kjörtímabili sem nú er að ljúka. Tals-
verðar breytingar hafa orðið á listanum
frá kosningunum 2018 og þar er komið
nýtt fólk í forystusætin. Árið 2018 bauð
Samfylking fram undir merkjum J-lista.
Ólafur Þór Ólafsson sem var í forystu
listans tók að sér starf sveitarstjóra á
Tálknafirði. Sá sem tekur við forystu-
sætinu nú er Sigursveinn Bjarni Jónsson
en hann átti sæti í bæjarstjórn Sand-
gerðisbæjar frá árinu 2010 til 2018.
Í öðru sæti er Elín Frímannsdóttir, í
þriðja sæti er Önundur Björnsson og
fjórða sætið skipar Hlynur Þór Valsson.
Mín spá er að S-listinn fái þrjá full-
trúa í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar
2022.
Það verður fróðlegt að fylgjast með
framhaldinu og ef spáin mín rætist, hef
ég ákveðnar hugmyndir um hvernig
meirihluti bæjarstjórnar Suðurnesja-
bæjar 2022–2026 gæti verið skipaður.
Það er sannarlega von mín að í bæjar-
stjórn veljist fólk sem kann og getur
stjórnað bæjarfélaginu vel. Eins og
áður er getið, er nýleg úttekt sem sýnir
að mörgu þarf að breyta til betri vegar,
ekki síst þarf að gæta aðhalds á ýmsum
sviðum. Þar má meðal annars nefna að
starfsmannakostnaður hefur aukist um-
talsvert síðastliðin ár og er nú orðinn
yfir 50% af heildartekjum bæjarins.
Það er auðvelt að fara óvarlega með
fjármuni sem maður á ekki sjálfur. Það
er líka auðvelt að taka lán sem maður
þarf ekki sjálfur að borga. Að gæta ráð-
deildar og hagsýni eru aðalsmerki hvers
stjórnanda. Hér er linkur á úttektina:
https://www.sudurnesjabaer.is/static/
files/PDF/hlh.skyrsla-220920.lokaein-
tak.pdf
Góðar kveðjur, Jón Norðfjörð,
fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi.
Dropinn holar
steininn
Róbert Jóhann Guðmundsson,
skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Nú eru að verða komin fjögur ár síðan
ég settist í umhverfis- og skipulagsráð
Reykjanesbæjar og hef notið þess tíma
og lært mikið. Á fyrsta fundinum var
m.a. á dagskrá að farið yrði í endur-
skoðun á aðalskipulagi Reykjanesbæjar
og nú tæpum fjórum árum síðar er það
í kynningu og ég hvet íbúa að kynna
sér það vel og koma með athugasemdir.
Á þessum fyrsta fundi var einnig tekið
fyrir erindi Minjastofnunar Íslands um
að Húsafriðunarnefnd taki fyrir varð-
veislugildi Sundhallar Keflavíkur við
Framnesveg. Niðurstaða þess máls
var að sundhöllin skyldi víkja fyrir
nýrri byggð. Eins og allir vita stendur
húsið þarna enn engum til sóma. Það
geta verið margar ástæður fyrir því að
hlutirnir gerist ekki nógu hratt. Skipu-
lagsmál, frá hugmynd og þangað til að
bygging eða hverfi verður að veruleika,
taka langan tíma og ótal ástæður geta
verið fyrir því. Mín upplifun er sú að
starfsmenn Reykjanesbæjar eru allir af
vilja gerðir til að leiðbeina og upplýsa
íbúa þegar eftir því er óskað.
Gríðarleg uppbygging sem er rétt
að byrja
Fjögur ár er ekki langur tími og þegar
ég lít til baka er ótrúlega margt sem við
höfum áorkað. Við höfum opnað nýjan
og glæsilegan grunnskóla í Dalshverfi
(Stapaskóla) og erum að byggja við
hann íþróttahús og sundlaug, þar verða
Njarðvíkingar með heimavöll í körf-
unni. Það er búið að gera glæsilegan
gervigrasvöll aftan við Reykjaneshöll,
verið er að úthluta lóðum í Dalshverfi
3, Njarðvíkurskógar eru mjög skemmti-
legt útivistarsvæði, svo eru heilsu-
stígarnir heldur betur góð viðbót og
ekki langt þar til við getum gengið eða
hjólað alla leið að Seltjörn svo eitthvað
sé nefnt. Á næstu árum ætlum við að
leggja mikla áherslu á Ásbrú, byggja
nýjan grunnskóla og hefja mikla upp-
byggingu en þar er landsvæði fyrir um
15.000 manna byggð og alveg ótrúlega
flottar þéttingarhugmyndir nú þegar í
rammaskipulagi. Það er búið að deili-
skipuleggja marga fallega reiti í Kefla-
víkurhverfinu með þéttingu byggðar í
huga sem ég vona svo sannarlega að
verði að veruleika sem fyrst því þetta
eru glæsileg og metnaðarfull verkefni.
Og svo eru það Fitjarnar. Þar ætlum
við að rífa það sem eftir er af gömlu
steypustöðinni og þar verður gríðar-
lega skemmtilegt útivistarsvæði. Svo er
Reykjanesbær er með reiðhjólaáætlun
í smíðum sem felst í að fólk geti notað
reiðhjólið í daglegum störfum sínum.
Með öllum þessum aðgerðum
megum við ekki gleyma innviðunum
eins og umferðarmálum og við verðum
að hefjast handa strax til að bæta úr
þeim málum, breikka vegi, bæta við
leiðum o.s.frv.
Við getum verið stolt af Reykja-
nesbæ, bærinn er sífellt að verða fal-
legri og hér er gott að búa.
Sameinumst um gott
velferðarkerfi
Helga María Finnbjörnsdóttir,
2. sæti á lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ.
Við maðurinn minn fluttum til Reykja-
nesbæjar árið 2010 og hér höfum við
alið börnin okkar upp. Tveir af þremur
strákanna okkar eru fæddir hér á HSS
og hér hafa þeir allir notið þjónustu
dagforeldra, leikskóla og grunnskóla í
Reykjanesbæ. Máltækið sem segir að
það taki þorp til að ala upp barn er svo
sannarlega satt í okkar lífi. Mér hefur
þótt við mjög lánsöm með þá skóla
sem þeir hafa sótt og ég er afskaplega
þakklát fyrir það mikilvæga starf sem
starfsfólk skóla sinnir á hverjum degi.
Við höfum líka þurft að leita til vel-
ferðarþjónustunnar hjá Reykjanesbæ
til að styðja enn betur við börnin
okkar. Starfsfólk velferðarþjónust-
unnar er líka hluti af okkar þorpi. Mér
hefur þótt foreldrahlutverkið óskap-
lega krefjandi á stundum, ég upplifi oft
að ég viti ekkert hvað ég er að gera og
vona svo bara það besta. Ég hef sótt
námskeið til að styrkja mig í foreldra-
hlutverkinu, börnin mín hafa sótt nám-
skeið á vegum bæjarins og við höfum
líka fengið aðstoð sálfræðinga og ann-
arra sérfræðinga. Alltaf erum við að
gera okkar besta í þessu hlutverki með
það að markmiði að hjálpa börnunum
okkar að takast á við áskoranir lífsins
og að þeim líði vel.
Þrátt fyrir að alls kyns stuðningur sé
til staðar hjá bænum fyrir fjölskyldur
þá má alltaf gott bæta. Ég hefði t.d. á
tímabili þegið að geta rætt við aðra for-
eldra í svipaðri stöðu um þeirra áskor-
anir í þeirra hlutverkum og hvernig þau
væru að takast á við þær. Eins konar
„buddy group“ eða stuðningshópur.
Þetta er nú bara lítil hugmynd. En hér
er stærri hugmynd, hvernig væri ef
við myndum sameinast um að setja á
fót styrktarsjóð á velferðarsviði? Sjóð
svipaðan og nýsköpunar- og þróunar-
sjóð fyrir fræðslumálin, eða menning-
arsjóð í menningarmálum, sem hefði
það hlutverk að styðja þá sem hefðu
hugmyndir um námskeið eða stuðning
sem hægt væri að setja á laggirnar fyrir
fjölskyldur í sveitarfélaginu? Ég veit að
hér býr mikill auður í íbúum bæjarins
sem væri tilbúið að koma góðum hug-
myndum í framkvæmd með stuðningi
bæjarins.
Sameinumst í heilsueflingu
– bætt aðstaða, aðgengi og staðsetning
Jón Ragnar Ástþórsson, skipar 3. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ.
Suðurnesjabær hefur nú verið til í
fjögur ár eftir sameiningu Sandgerðis
og Garðs. Framfaraskref sem tekið var
með hagsmuni íbúa þessara fyrrum
sveitarfélaga í huga til lengri tíma litið.
Að mínu mati hefur sú sameining komið
vel út og vel stæðu sveitarfélagi hefur
verið komið á laggirnar. Við sem íbúar
sveitarfélagsins erum líka að læra að
lifa í þessum raunveruleika og hugsa
um þessa tvo bæjarkjarna sem einn.
Það getur reynst okkur áskorun en í því
felst að mínu mati leiðin til að samein-
ingin takist sem best. Það er skiljanlegt
að það geti reynst fólki erfitt þar sem að
þónokkuð bil er á milli bæjarkjarnanna
tveggja og má því kannski segja að bilið
sé huglægt og hlutlægt. Okkar verkefni
sem bæjarbúa og bæjaryfirvalda er að
minnka þetta bil með þeim ákvörðunum
sem teknar eru.
Ein sú albesta forvörn sem börn og
ungmenni fá er skipulagt íþróttastarf.
Margar rannsóknir styðja við þessa full-
yrðingu og ég held við getum flest fallist
á hana. Til að við sem samfélag getum
fullnýtt okkur þessar upplýsingar þá
þurfum við að búa svo um hnútana hvar
sem því verður við komið að sem flestir
getið fundið íþróttagrein við sitt hæfi.
Börn og ungmenni þurfa að finna sína
grein og aðstæður til að iðka íþróttir
þurfa að vera ásættanlegar. Einnig þarf
að bjóða upp á æfingatíma sem fellur að
dagskrá barna og aðgengi þarf að vera
eins og best verður á kosið.
Suðurnesjabær er aðili að heilsu-
eflandi samfélagi og í slíku samfélagi
á heilsa og líðan íbúa að vera í fyrir-
rúmi í stefnumótun og aðgerðum á
öllum sviðum. Það er því okkar skylda
að koma til móts við þessar mikil-
vægu þarfir. Ein af stóru lausnunum í
þessu máli teljum við í Bæjarlistanum
X-O vera að koma á laggirnar fjölnota
íþróttahúsi. Notagildi fjölnota íþrótta-
húss er mikið og kemur það til með að
nýtast mörgum íþróttagreinum og öllum
kynslóðum. Um leið opnast fyrir fleiri
tíma í íþróttahúsunum sem nú eru til
staðar til að stunda þær greinar sem eru
best til þess fallnar að stunda í slíkum
húsum. Þetta bætir aðstöðu fyrir knatt-
spyrnuna, sem fær þá aðstöðu sem er
fullkomlega samkeppnishæf við það
sem best gerist og einnig fá aðrar
greinar eins og t.d. körfubolti fleiri og
betri æfingatíma. Í fjölnota íþróttahúsi
opnast líka möguleikar á vetraraðstöðu
fyrir golfara og flugukast svo dæmi séu
tekin. Eins mun slíkt hús nýtast fyrir
göngur og heilsueflingu eldri borgara
eins og dæmin sýna frá nágrannasveit-
arfélögum okkar ásamt því að geta nýst
fyrir sýningar, menningarviðburði og
bæjarviðburði.
Staðsetning fjölnota íþróttahúss er
mikilvæg hvað varðar aðgengi allra bæj-
arbúa að heilsueflingu. Einnig teljum
við að með því að hugsa til framtíðar
og byrja strax að byggja upp þjónustu
fyrir íbúa Suðurnesjabæjar á milli bæjar-
kjarnanna munum við byrja á að loka
þessari huglægu gjá sem að er að ein-
hverju leyti milli íbúa byggðarkjarnanna.
Fjölnota íþróttahús á því að okkar mati
að vera staðsett mitt á milli bæjar-
kjarnanna, nálægt golfvellinum okkar.
Það er frábær upphafspunktur í að
tengja kjarnana saman og verða okkar
sameiningartákn, auk augljósu kost-
anna sem felast í nálægðinni við golf-
klúbbinn. Í kjölfarið gætum við haldið
áfram að byggja þetta svæði upp með
ýmis konar heilsurækt og standa þannig
undir því að vera heilsueflandi samfélag
með fjölbreyttu framboði af útiveru og
heilsueflingu. Göngustígurinn sem opn-
aður var nýlega var frábært framfara-
skref og hjálpar mikið til í því að gera
þessa staðsetningu enn fýsilegri og auð-
veldar notendum hallarinnar á öllum
aldri aðgengi að henni. Einnig þarf að
setja á laggirnar frístundabíl sem auð-
veldar aðgengi að íþrótta- og æskulýðs-
viðburðum enn meira og minnkar bilið
á milli bæjarkjarnanna og gerir íbúum
kleift að sækja viðburði bæjarfélagsins
óháð staðsetningu og stöðu.
Við í Bæjarlistanum í Suðurnesjabæ
stöndum fyrir faglega forystu og hug-
rekki í ákvarðanatöku.
X við O í kosningum 14. maí 2022.
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 13