Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2022, Side 13

Víkurfréttir - 18.05.2022, Side 13
„Skammt norðan Grindavíkur eru merkilegar gos- og náttúruminjar sem ekkert margir hafa gefið gaum að hingað til. Það breyttist ekki alls fyrir löngu þegar jarðskjálftahrina hófst á svæðinu samhliða land- risi við bæjarfjall Grindvíkinga, Þorbjarnarfell.“ Þetta ritaði náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson á vefsvæði sitt, elg.is, um miðjan apríl árið 2020. Pistill Ellerts er um Suðurnesjaperlur og á vel við í dag þar sem augu, a.m.k. vísindasamfélagsins, beinast nú að Sundhnúkagígaröðinni. Á umræddu svæði er að finna Sund- hnúkagígaröðina, um átta kílómetra langa en hún er á náttúruminja- skrá sem einstakt náttúruvætti. Hraunið frá þessum gígum mun vera um 2.500 ára gamalt. Stærsti gígurinn, sjálfur Sundhnúkurinn, er svo nefndur vegna þess að hann var notaður sem mið þegar sæfarendur sigldu inn sundið til Grindavíkur. Hraunflóðið frá þessum gígum hefur runnið alla leið til sjávar og myndað þar um tveggja kílómetra langan og rúmlega eins kílómetra breiðan tanga sem við þekkjum sem Þór- kötlustaðarnes. Einnig hefur mikill hraunstraumur runnið til norðurs, vestur með Svartsengisfelli og lang- leiðina að Eldvörpum. Við syðri enda gígaraðarinnar er náttúrufyrirbæri sem vert er að skoða. Þar rís tignarlegur hamra- veggur utan í Hagafelli norðvestan- verðu. Þarna er um að ræða all háan misgengisstall en misgengi myndast við brothreyfingar í jarðskorpunni, þ.e. þegar hún brotnar upp og veggir hennar ganga á víxl, misháir sitt hvoru megin brotlínunnar. Undir hamraveggjunum eru hrikaleg björg sem hafa brotnað úr stallinum og eru þau nefnd Gálgaklettar. Nafngiftin tengist gamalli þjóðsögu um fimmtán útilegumenn sem höfðust við í Þjó- fagjá, efst uppi á Þorbjarnarfelli. Höfðu þeir orðið uppvísir að sauða- þjófnaði í Grindavík, sem þótti vita- skuld dauðasök fyrr á öldum. Enda fór það svo að þegar til þeirra náðist voru þeir hengdir í Gálgaklettum. Þetta svæði, Hagafell og Sund- hnúkagígarnir, er afar áhugavert og upplagt til gönguferða enda vel aðgengilegt skammt frá þéttbýlinu. Gaman er að ganga meðfram gíga- röðinni og upp á Stóra–Skógfell þaðan sem gott útsýni gefst yfir gíga- röðina og hraunin í kring, segir í pistli Ellerts. Gönguferðir um umrætt svæði eru kannski varasamar í dag, þar sem óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa á svæðinu. Sundhnúkagígar Á skjálftaslóðum norðan Grindavíkur Manneskjan er smá í samanburði við hrikaleg björgin undir hamraveggnum. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson Horft yfir syðsta hluta gígaraðarinnar í átt að Hagafelli. Grindavík í fjarska. Þorbjarnarfell til hægri. Horft yfir Hagafell í átt til Grindavíkur. Sundhnúkagígaröðin Þorbjörn / Þorbjarnarfell Hagafell GrindavíkHópsnes Svartsengi víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 13

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.