Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2022, Page 6

Víkurfréttir - 12.10.2022, Page 6
Miklar breytingar í útgerð á Suðurnesjum Þá er október kominn í gang eftir ansi góðan septembermánuð. Reyndar er nú frekar rólegt í höfn­ unum á Suðurnesjunum. Þessi ró­ legheit leiða kannski hugann af því hversu miklar breytingar hafa orðið í útgerð á Suðurnesjum, segjum síðustu 40 árin. Þá voru hafnirnar í Keflavík, Grindavík, Sandgerði og jafnvel í Njarðvík og Vogum líka sem og Höfnum, að það var landað í öllum þessum höfnum og mikið um að vera. En hægt og sígandi þá hefur þetta horfið og núna er enginn möguleiki t.d. á að landa í Höfnum, því að þar er t.d. enginn bryggjukrani, hann var tekinn í burtu þegar að Hafnir runnu inn í Reykjanesbæ og höfnin þar var undir heitir Reykjaneshöfn, sem er Njarðvík, Keflavík, Helguvík og Hafnir. Núna er komið árið 2022 og bara á þessari öld hefur orðið gríðarlega mikil fækkun á bátum og útgerðum frá Suðurnesjunum og er þetta þróun sem er mjög slæm og sér ekki fyrir endann á. Eini staðurinn sem hefur kannski haldið velli sem stórútgerðarstaður er Grindavík, þar eru Einhamar ehf., Stakkavík ehf., Þorbjörn ehf. og Vísir ehf. Allt eru þetta það sem kalla mætti fjölskylduútgerðir en núna hefur Vísir ehf. verið selt til SVN á Neskaupstað og einn af eig­ endum af því fyrirtæki er Samherji á Akureyri. Hvernig verður þetta eftir t.d. tuttugu ár. Miðað við hvernig þró­ uninn á þessu er í dag og fiskveiði­ stjórnunarkerfið er þá má segja að það verði enginn einstaklingsútgerð og þau fyrirtæki sem eru í dag það sem kalla mætti fjölskylduútgerðir, og í þeim hópi er t.d. Nesfiskur ehf í Garðinum, hvað verður um þessi fyrirtæki? Í raun er frekar sorglegt að sjá hvernig þessi mál eru í dag. Jú, bát­ arnir eru að veiða meira per bát en einstaklingar sem vilja hefja útgerð er svo til steindautt mál. Eina leiðin fyrir svoleiðis aðila til að komast í útgerð er að byrja á strandveið­ unum og reyna að komast í leigu­ kvóta hjá útgerðunum sem eiga kvóta, eða þá reyna að harka af sér með því að leigja kvóta. Svo til frá aldamótunum 1900 og fram til dagsins í dag þá hafa fiskimiðin við Suðurnesin, og má hafa Faxaflóann með því því, út að Garðskaga meðfram Sandgerði að Reykjanesi og þaðan og áleiðis til Þorlákshafnar, að fiskimiðin þarna utan af hafa verið með fengsælustu fiskimiðum Íslands. Og þessi mið eru ennþá mjög fengsæl en svo til engir bátar eru eftir hérna til þess að veiða á þessum miðum, í staðinn höfum við þessa svokallaða 29 metra togara sem eru hérna við fjórar mílurnar en eru í raun líka á þeim miðum sem að línu­, færa­ og neta­ bátarnir hafa verið að veiðum á. Mjög litlum hluta af þeim afla sem þessir 29 metra togarar veiða er landað á Suðurnesjum. Það er ein­ ungis þegar að Pálína Þórunn GK, Sturla GK, Vörður ÞH og Áskell ÞH eru á þessum miðum sem að þeir landa í sinni heimahöfn (reyndar er heimahöfn Varðar ÞH og Áskels ÞH Grenivík en þeir landa svo til aldrei þar, að mestu landa þeir í Grindavík). Sem betur fer þá eru ennþá aðilar sem vilja gera út frá Suður­ nesjum og þá landa þar t.d. Saltver með Erling KE, Hólmgrímur með bátana sína, Nesfiskur með bátana sína og síðan eru dragnótabátarnir Maggý VE og Aðalbjörg RE sem hafa róið frá Sandgerði. Ég er á kafi í þessum aflatölum svo til alla daga og fæ margt að heyra frá hinum ýmsu aðilum varð­ andi sjósókn, útgerð og fleira – og því miður þá lítur þetta ekki vel út, framtíðarlega séð, varðandi útgerð frá Suðurnesjunum. Þessi pistill er kannski frekar nei­ kvæður en ég sé svo vel hvað hefur verið að gerast og maður spyr sig hvort það sé ekki hægt að snúa þessari þróun við, því að fiskurinn er ekkert að fara, hann mun áfram vera þarna fyrir utan á þessum elstu og fengsælustu fiskimiðum Íslands. aFlaFrÉttir á SuðurNeSJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183­0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421­0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893­3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898­2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421­0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Bleikur október Bleikur október er tileinkaður vitund­ arvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameinum hjá konum en þetta er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfé­ lagsins. Í tilefni þess er vert að vekja athygli á heilsu kvenna og beina þeim að fara í skimanir fyrir legháls­ og brjóstakrabbameini. Lýðheilsuvísar frá Embætti land­ læknis sýna að þátttaka kvenna í skimun fyrir legháls­ og brjósta­ krabbameini hefur verið minni á Suðurnesjum í samanburði við önnur heilbrigðisumdæmi. Það er ljóst að úr þessu þarf að bæta og eru konur á Suðurnesjum hvattar til að fara reglu­ lega í skimun til þess að láta fylgjast betur með heilsufari sínu. Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf að bóka tíma en það er miðað við að konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23–29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30–65 ára. Konur á Suðurnesjum geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabba­ meini hjá Heilbrigðisstofnun Suður­ nesja í síma 422­0500. Gjald fyrir skimun á leghálskrabbameini er 500 krónur. Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá brjóstamiðstöð Landspítala, Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Tímapantanir í síma 513­6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. Það er ýmislegt hægt að gera til að draga úr líkum á krabbameinum en einn af hverjum þremur íslendingum má búast við að greinast með krabba­ mein um ævina. Þess vegna viljum við minna á mikilvægi skimanna en ár hvert bjarga skimanir lífi fjölda kvenna. Því fyrr sem krabbamein eða forstig greinist því betra. Það er mikilvægt fyrir okkur konur að huga að heilsu og vellíðan okkar. Bleiki dagurinn verður haldinn þann 14. október næstkomandi. Frá kl. 13 til 15 verður Krabbameinsfélag Suðurnesja, í samstarfi við Lýðheilsu­ ráð Reykjanesbæjar og Heilbrigðis­ stofnun Suðurnesja, með opinn dag á Heilsugæslu HSS þar sem hægt að fara í ýmiss konar heilsufarsmælingar og fá ráðgjöf fyrir bættri heilsu. Sigrún Elva Einarsdóttir frá Krabbameinsfé­ lagi Íslands mun halda fyrirlestur um krabbamein kvenna og mikilvægi leg­ háls­ og brjóstaskimana. Krabbameins­ félag Suðurnesja verður á staðnum og gefur gestum bleika boli og verða léttar veitingar í boði. Allar konur á Suður­ nesjum eru velkomnar. Krabbameinsfélag Suðurnesja er með þjónustuskrifstofu á Smiðju­ völlum 8 í Reykjanesbæ og er hún opin á þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 12 til 16. Sigríður Erlingsdóttir er forstöðumaður félagsins og er hún til staðar til að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upp­ lýsingar. Einnig er boðið upp á fjár­ hagslega aðstoð en að greinast með krabbamein getur verið kostnaðar­ samt og veitir félagið styrki til þeirra sem þess þurfa á að halda. Stuðnings­ hópur kvenna byrjar í næstu viku og verður á þriðjudögum frá kl. 14 til 16 og eru allar konur velkomnar, hvar sem þær eru í ferlinu að greinast með krabbamein. Ráðgjafaþjónusta KÍ býður upp á ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur og býðst þjónustan einnig þeim sem misst hafa ástvin úr krabbemeini. Hefur þú þörf fyrir ráð­ gjöf og stuðning varðandi það sem þú ert að upplifa, til dæmis sálræna líðan, félagsleg réttindi eða líkamleg einkenni þá hvetjum við þig að hafa samband. Það er hægt að hringja í síma 421­6363 eða á sudurnes@krabb.is. Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja. Ásdís Ragna Einarsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ. Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslunnar. Orgóber í Keflavíkurkirkju Keflavíkurkirkja efnir til tónleikaraðar alla sunnudaga í október undir heitinu „Orgóber“. Þetta er annað árið í röð sem Keflavíkurkirkja stendur fyrir við­ burðinum. Fyrir ári var nýtt orgel vígt í Keflavíkurkirkju og að því tilefni var efnt til orgelveislu í október (Orgóber). Orgóber hófst síðasta sunnudag með orgelvinnusmiðju fyrir börn þar sem þau unnu að því í Kirkjulundi, safn­ aðarheimili kirkjunnar, að setja saman lítil pípuorgel frá grunni og léku á þau í lok stundar. Vel tókst til og þátttaka var góð. Næsta sunnudag, 16. október, verða Sálmadjasstónleikar sem hefjast kl. 20. Þar koma fram, Gunnar Gunnarsson, organisti og Sigurður Flosason, saxó­ fónleikari. Sunnudaginn 23. október kl. 20 mun Arnór Vilbergsson, organisti, og Sigurgeir Sigmundsson, rafmagns­ gítarleikari, koma fram og flytja valin verk og Orgóber lýkur sunnudaginn 30. október kl. 17 með orgeltónleikum Guðmundar Sigurðssonar, organista Hafnarfjarðarkirkju, sem leikur valin orgelverk. Sveltistefna Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Að skoða framlög til Heilbrigðisstofn­ unar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar veru­ lega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa­ og bráðaþjón­ ustu hafa lækkað talsvert á tímabil­ inu 2008–2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þá er einnig rétt að minnast á að kröfur til heilbrigðisstofnana hafa aukist mikið m.a. með stofnun geð­ heilsuteyma. Það gefur því auga leið að mögu­ leikar stofnunarinnar til þess að veita þá þjónustu sem veita þarf, hafa verið skertir verulega og í raun miklu meira en kemur fram í þessum tölum. Og það er ekki eins og svigrúm stofn­ unarinnar til þess að auka við þjón­ ustuna sé mikið. Launavísitala opin­ berra starfsmanna hefur hækkað um 129% og launakostnaður skv. sam­ antektinni nemur 88% af heildarút­ gjöldum HSS. Þessar tölur mála upp skýra en jafnframt afar dökka mynd. Það er bersýnlega ekki til hags­ bóta fyrir nokkurt samfélag að við­ halda slíkri sveltistefnu í heilbrigðis­ þjónustu og íbúar Suðurnesjanna eiga betra skilið. Það er því miður stundum eins og ríkisstjórnin sé blind á stöðuna á Suðurnesjum, þá miklu fólksfjölgun sem á sér stað þar og hversu miklu meiri hún er þar miðað við aðra staði á landinu. Það þarf að gera ráð fyrir öllu því fólki sem býr á staðnum og því krefst ég þess að þetta verði leiðrétt í fjár­ lögum ársins 2023. 6 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.