Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2022, Page 10

Víkurfréttir - 12.10.2022, Page 10
Unnu dag og nótt við að byggja upp veldi Vinahópur sem varð til við upprisu körfuboltans í Keflavík hittist enn og gerir margt skemmtilegt saman. Heldur „Ólympíuleika“ í Kaupmannahöfn og fer á Volksfest í Þýskalandi. „Við tókum við rekstri körfuboltans í Keflavík á erfiðum tímum og náðum með mikilli vinnu að snúa málum við, fyrst fjárhagslega og síðan íþrótta­ lega. Þegar við tókum við þessu var erfitt fjárhagslega og við náðum að laga það og byggðum upp veldi sem vann og vann og vann. Við unnum dag og nótt við að snúa körfuboltanum í Keflavík aftur við á sínum tíma eftir hann hafði verið í lægð og urðum Íslands­ og bikarmeistarar nokkur ár í röð, bæði karlar og konur. Hápunkturinn var síðan þátttaka í Evrópu­ keppni sem var mikið ævintýri, hvernig sem á það er litið,“ segir Hrannar Hólm en hann sat í stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur (KKDK) upp úr aldamótum. Stjórnin stóð í ströngu að koma félaginu úr fjárhags­ erfiðleikum og árangurinn leyndi sér ekki. Í gegnum þá miklu vinnu sem stjórnin og körfuknattleiksdeild Keflavíkur lagði á sig myndaðist vin­ skapur til framtíðar. Stjórnarmenn voru þeir Hrannar, Hermann Helgason, Birgir Már Bragason, Brynjar Hólm Sigurðsson, Gunnar Jóhannsson, þjálfarar voru Sigurður Ingimundarson og Guðjón Skúlason. „Auðvitað var fleira gott fólk með okkur, t.d. Guðsveinn Ólafur Gestsson og Særún Guð­ jónsdóttir, en það breytir ekki því að þessi sjö manna hópur er ótrú­ lega lífseigur og hefur gaman af því að hittast og leika sér,“ segir Hrannar en hópurinn hefur haldið góðu vinasambandi allt frá tímum stjórnarinnar og segir Hrannar körfuboltann vera undirstöðuna af vináttu þeirra. „Við erum allir Kefl­ víkingar og höfum þekkst, mismikið, frá örófi alda, ef svo má segja. Sumir hafa þekkst í fjörutíu, fimmtíu ár en akkúrat þessi hópur, sem haldið hefur ótrúlega góðu sambandi árum saman, varð eiginlega til í stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir tuttugu árum. Þetta er í sjálfu sér ótrúlega skemmtileg saga, þetta eru rosalega sterk bönd sem tengja okkur. Jafnvel þótt við búum ekki allir ennþá í Keflavík, þá hefur það engin áhrif. Þessi vinskapur sem byrjaði í gegnum körfuna er rosa­ lega sterkur og gerir það að verkum að við hittumst enn þann dag í dag og erum við alltaf að gera eitt­ hvað saman. Það skiptir engu máli hvað við erum að gera, það er allt voðalega einfalt og skemmtilegt,“ segir Hrannar og bætir við: „Það er rosalega margt sem við erum búin að upplifa saman í kringum körfu­ boltann og flestallt var skemmtilegt og því fylgdi líka góður árangur. Vin­ áttan í kringum sportið hélt áfram eftir viðveru okkar en það er mikil­ vægt að rækta hana.“ Frá Keflavík á „Ólympíuleikana“ Það er ljóst að hópurinn hafi haldið áfram að rækta vináttuna eftir að stjórnarstörfum þeirra lauk en fé­ lagarnir eru duglegir að hittast þrátt fyrir að þeir búi ekki allir ennþá í Keflavík. „Á hverjum vetri höldum við heimatilbúna „Ólympíuleika“ í Kaupmannahöfn þar sem við hitt­ umst og keppum í allskonar íþrótta­ greinum eins og krullu, svindli, keilu­ billjardi og fleiru. Það eru algerlega stórkostleg mót, keppnin og gleðin í algleymi. Við hittumst alltaf tvisvar á ári, það er annars vegar á Ólympíu­ leikunum í Kaupmannahöfn og hins vegar á Volksfest í Þýskalandi á haustin. Þá erum við saman i nokkra daga, ásamt konunum, og keppumst aðallega við að skemmta okkur eins vel og mögulegt er og tekst það yfir­ leitt, án vandræða,“ segir Hrannar en hann er búsettur í Kaupmannahöfn. Hrannar og kona hans, Halla, bjuggu í mörg ár Stuttgart í Þýska­ landi en þau stunduðu nám þar. Þau kynntust þar hátíðinni Volksfest en hátíðin fer fram með sama hætti og Oktoberfest og er önnur stærsta af sinni tegund í heiminum. „Eftir að við fluttum frá Þýskalandi höfum við alltaf farið öðru hvoru aftur því við eigum vini þar sem voru með okkur í námi. Svo stingum upp á því fyrir nokkrum árum að fara ásamt vinum mínum og mökum,“ segir Hrannar. Úr varð að hópurinn, sem er samansettur af gömlum stjórnarmeðlimum, þjálfurum og leikmönnum Keflavíkur, hélt til Stuttgart á hátíðina árið 2019 og endurtók hann leikinn á dögunum. „Þau komu frá Íslandi, við frá Dan­ mörku og vinir mínir frá Þýskalandi og við hittumst þarna og eyddum fimm dögum saman. Þetta er gjör­ samlega stórkostlegt fyrirbæri,“ segir Hrannar. Aðspurður hvernig hátíðarhöld fara fram segir hann: „Við borðuðum meðal annars svo­ kallaðan svebískan mat. Því við vorum í héraði sem er kallað Swabia og þar er borðaður svebískur matur og drukkinn svebískur bjór og það eru ákveðnar hefðir sem fylgja því. Á föstudeginum fórum við svo öll í múnderinguna, klæddum okkur í „lederhosen“ og konurnar fóru í sérstaka kjóla, sem þykja víst ekki þægilegasti fatnaður sem þú getur fundið en þetta er það sem að til­ heyrir þessu. Við gengum í gegnum allan bæinn og tókum heilan dag í þessa hátíð. Við fórum í tjöldin þar sem hátíðin var opnuð formlega og fór svo í gang að fullum krafti. Þar voru 6.000 manns í einu tjaldi og það er hreint magnað. Á hátíðinni eru allir ánægðir og allir elska hvorn annan og syngja, dansa og hoppa saman frá klukkan fjögur til klukkan ellefu um kvöldið. Þetta er alveg ein­ staklega mikil skemmtun og fárán­ lega mikið fjör. Bjór er drukkinn og það gera sér allir mjög glaðan dag. Við fórum einnig í göngu upp í vín­ héruð þar sem Stuttgart er með fjöll sem liggja allt í kring og fórum á sér­ staka veitingastaði sem opna bara í tvo mánuði á ári. Þar opnar fólk húsin sín og breytir þeim í veitinga­ staði. Það er kallað Besenwirtschaft en „besen“ þýðir kústur, svo þetta er í raun kústaveitingahús. Það virkar þannig að fólk setur kústa fyrir framan húsin sín og ef það er kústur fyrir framan húsið þá þýðir það að þú sért velkominn inn. Þetta er gert vegna þess að það er ný uppskera og fólk er að fagna henni. Þá eru menn Það er rosalega margt sem við erum búin að upplifa saman í kringum körfuboltann og flestallt var skemmtilegt og því fylgdi líka góður árangur. Vináttan í kringum sportið hélt áfram eftir viðveru okkar en það er mikilvægt að rækta hana ... Hrannar og Halla á Volksfest. Kústar veitingahús.Hrannar og Halla ásamt þýsku vinum sínum á Volksfest. Hrannar, Hermann, Guðsveinn, Gunnar og Birgir á Evrópukeppninni í körfubolta. 10 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.