Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 11
með mat og vín og það er alveg sér
lega skemmtilegt. Við gerðum þetta
allt saman sem hópur og nutum þess
að kynnast nýjum hlutum. Þetta er
náttúrlega mjög sérstakt fyrir þá
sem eru ekki vanir þessu umhverfi,
það er ákveðinn „kúltúr“ sem fylgir
þessu.“
Hátíðin Oktoberfest er flestum
Íslendingum kunnug en Hrannar
segir helsta muninn á Oktoberfest og
Volksfest vera ferðamanninn. „Októ
berfest er frægara, þar eru sex millj
ónir gesta og flestir ferðamenn fara
þangað en það eru fjórar milljónir
gesta á Volksfest og þar eru eigin
lega bara Þjóðverjar. Það er engin
spurning um það að þú ferð beint
inn í hjartað á menningunni í Þýska
landi á Volksfest. Ég og Halla erum
bara svo heppin að hafa búið þarna
og þekkja þetta, annars hefðum við
aldrei farið þangað,“ segir hann. Að
spurður hvort Volksfest verði fastur
liður á ári hverju hjá hópnum segir
Hrannar: „Ég hugsa það, þetta er
náttúrlega fáránlega skemmtilegt.
Ég myndi halda að við höldum okkar
striki og mætum þarna á hverjum ári
þar til að við erum orðin of gömul til
að ganga eða drekka bjór. Þá kannski
förum við að hægja á okkur en það
eru allavega nokkur ár eftir.“
Óendanleg verðmæti að
eiga sterk vinasambönd
Hópurinn hefur skapað margar
skemmtilegar minningar saman
í gegnum árin en þegar Hrannar
horfir til baka á tímana sem þeir
voru í stjórn KKDK segir hann Evr
ópukeppnina standa upp úr.
„Við eigum milljón sögur í kringum
öll tímabilin en margar af okkar
skemmtilegu minningum tengjast
því þegar við vorum í Evrópu
keppninni. Í kringum hana styrktust
vinabönd okkar enn betur því við
þurftum að vinna svo mikið til að
láta það verða að veruleika. Við
þurftum meðal annars að pirra hálfa
Keflavík og gera ýmislegt til að safna
peningum. Við byggðum upp alveg
óttúlega skemmtilega stemmningu
í kringum þetta og það var gaman
að vera í stjórn á þeim tíma þó svo
að vinnan í kringum þetta hafi verið
óendanlega mikil. Stemmningin var
líka góð því okkur leið vel saman, við
unnum vel saman og vorum dugleg,
það má ekki gleymast að það voru
konur þarna líka. Evrópumótið
er rosalega eftirminnilegt,“ segir
Hrannar.
Eftir að hafa horft til baka til
tíma stjórnarinnar segir Hrannar
að lokum: „Það eru óendanleg verð
mæti í því að eiga svona marga góða
vini sem hafa gaman af því að vera
saman eftir allan þennan tíma.“
ORGÓBER
16. Sálmadjass
Gunnar Gunnarsson organisti við Fríkirkjuna og Sigurður Flosason, saxófónn
23. Rafgítar og orgel
Arnór Vilbergsson organisti við Keflavíkurkirkju og Sigurgeir Sigmundsson, rafmagnsgítar
30. Orgeltónleikar
Guðmundur Sigurðsson organisti við Hafnarfjarðarkirkju leikur valin orgelverk
kl. 20:00
kl. 20:00
kl. 17:00
O RGELMÁNUÐUR
Í OKTÓBER 2022
DAGSKRÁ Í OKTÓBER
Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason
Sigurgeir Sigmundsson Arnór VilbergssonGuðmundur Sigurðsson
keflavikurkirkja.is
Við eigum
milljón sögur í
kringum öll tímabilin
en margar af okkar
skemmtilegu
minningum tengjast
því þegar við vorum
í Evrópukeppninni.
Í kringum hana
styrktust vinabönd
okkar enn betur ...
Félagarnir að keppa í krullu á
„Ólympíuleikunum“ í Kaupmannahöfn,
á myndina vantar Hermann Helgason.
Hópurinn rifjaði upp gamla
takta á Volksfest.
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 11
Hermann, Gunnar, Guðjón, Hrannar, Birgir og Brynjar á
Volksfest, á myndina vantar Sigurð Ingimundarson.
Betri helmingarnir voru einnig með á Volksfest í Stuttgart.