Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 8
Á dögunum var ný lyfta tekin í notkun á veitingastaðnum Bryggjunni í Grindavík. Fyrir þá sem ekki til þekkja, þá hýsti þetta hús við Grindavíkurhöfn, netagerð til fjölmargra ára. Fyrri eigendur höfðu sett upp lítið og notalega kaffihús á neðstu hæðinni og vakti það svo mikla athygli að fjárfestar sýndu áhuga og keyptu reksturinn og húsnæðið. Fyrir lá að efstu hæðinni yrði að stærstum hluta breytt í veitingastað en neta- gerð fer ennþá fram á hæðinni og vekur mikla aðdáun þeirra fjölmörgu erlendu ferðamanna sem koma í heimsókn en þeir geta horft á netaðgerðamennina leika listir sínar á meðan notið er góðra veitinga. Þar sem veitingastaðurinn er upp á þriðju hæð þá var kominn tími til að koma lyftu í gagnið og blésu eigendur til hófs föstu- daginn 18. nóvember þegar lyftan var vígð. Það sem er helst framundan á Bryggjunni er hið vinsæla jóla- hlaðborð en þar munu Maggi Kjartans og Helga Möller leika ljúfa jólatóna yfir borðhaldi. Lyfta flytur Bryggjugesti milli hæða Fatagámurinn í Grindavík færður Fatagámurinn við húsnæði deildar Rauða krossins á Suður- nesjum í Grindavík hefur verið færður á móttökustöð Kölku Nesvegi 1 Grindavík. Grind- víkingar eru því beðnir um að skilja ekki eftir fatnað til Rauða krossins nema þar. Neyðaraðstoð Kvenfélags Grinda- víkur, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Lionsklúbbs Grinda- víkur, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Grindavíkurkirkju fer fram í ár eins og síðustu ár fyrir þá sem lítið fé hafa handa á milli um jólin. Hægt er að sækja um úthlutun frá fimmtudeginum 17. nóvember til og með sunnudags 12. desember nk. Umsóknum er skilað inn til Grindavíkurkirkju virka daga frá kl. 9:00 til 12:00 einnig hægt að nálgast umsóknir í kirkjunni. Úthlutun fer fram miðvikudaginn 14. desember. Líka er hægt að skila umsókn- unum inn um lúgu kirkjunnar sem er norðan megin (í átt að Austurvegi). Nánar má lesa um jólaaðstoðina á vef Grindavíkurbæjar. Jólaaðstoð fé- lagasamtaka í Grindavík GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Martak er grindvískt fyrirtæki, stofnað árið 1995 af Ómari Ásgeirssyni en tilgangur fyrir- tækisins var hönnun og smíði á vélum fyrir rækjuvinnslu. Á dögunum var Martak selt - en þó ekki, Slippurinn, rótgróið akureyrskt fyrirtæki keypti hús- næði, vélar og hugvit Martaks en Martak lifir áfram góðu lífi en flytur bækistöðvar sínar til Hafnarfjarðar og áfram verður Martak Canada rekið. En hver er ástæða kaupanna og hvað hefur Slippurinn í hyggju? Óli Björn Ólafsson, fyrrum starfsmaður Martaks og núverandi starfsmaður Slippsins, svarar því. „Slippurinn sem áður hét Slippstöðin er rótgróið fyrirtæki frá Akureyri og er leiðandi í þjónustu við útgerðir. Við önnumst hönnun og sinnum breyt- ingum og endurbótum á skipum auk alls almenns viðhalds þeirra. Einnig bjóðum við upp á heildar- lausnir í hönnun og framleiðslu á vinnslubúnaði í fiskiskip. Slippurinn var mest að vinna með skip, en sjaldnar í landvinnslunni en Martak hefur gert góða hluti í þeim hluta, m.a. vegna Vil- helms Þórarinssonar sem hefur unnið hjá fyrirtækinu nánast frá stofnun. Eftir að rækjuvinnsla dróst saman færði Martak sig meira yfir í alls kyns hönnun fyrir bolfiskvinnslu og þar sem mikið er framundan í fiskeldi þá sáu eigendur Slippsins sér leik á borði og keyptu allt nema það sem viðkemur rækjuhlutanum. Martak mun því áfram lifa góðu lífi en flyst úr Grindavík til Hafnarfjarðar og Slipp- urinn opnar í raun útibú í Grindavík í staðinn.“ Árið 2005 kom Samherji inn sem stór hluthafi í Slippinn en undanfarið hefur Samherji fetað sig áfram í laxeldi, það ásamt staðsetningunni og fjölbreyttari vörulínu er grunnurinn fyrir þessum kaupum. „Fyrir Slippinn er mikilvægt að vera með starfsstöð á Reykjanesi og geta þannig veitt viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu og suð- vesturhorni landsins aukna þjónustu. Í Grindavík er sjávarútvegurinn öflug atvinnugrein auk þess sem staðsetningin er ákjósanleg til að þjónusta fiskeldi sem er að byggjast upp á Reykjanesi sem og á Suðurlandi,“ sagði Óli að lokum. Eftir tveggja ára COVID-pásu gátu Grind- víkingar aftur haldið fjörugan föstudag en þá sameinast fyrirtækin sem eru á Hafnargötunni, og búa til flottan og skemmtilegan dag með tilboðum og lengri opnunartíma. Daginn ber oftast upp á síðasta föstudegi nóvembermánuðar og sú var raunin að þessu sinni. Víkurfréttir kíktu í heimsókn í útgerðarfyrir- tækið Þorbjörn en venju samkvæmt var boðið upp á þjóðarrétt Breta, fish & chips. Allt frá því að þessi skemmtilegi siður var settur á fyrir u.þ.b. tíu árum hefur Hugh Lipscombe, sem rekur fjölda fish & chips veitingastaða í Bretlandi, komið með nokkra af starfsmönnum sínum sem steikja á fullu ofan í Grindvíkinga og gesti í þær fjórar klukkustundir sem her- legheitin fara fram. Það voru u.þ.b. 1.400 skammtar eldaðir í þetta skiptið, aldrei hefur eins mikið verið eldað. Um tíma náði röðin nánast í næstu götu, slíkur var mannfjöldinn! Þorbjörn býður sömuleiðis alltaf upp á tón- listaratriði, að þessu sinni var það sjálfur Helgi Björns sem tróð upp en svo var líka bítlahljóm- sveitin The BackstaBBing Beatles með fyrrum sóttvarnarlækninn Þórólf Guðnason í broddi fylkingar. Í næsta þætti Suðurnesjamagasíns verður partýinu gerð betri skil en talað var við fjölmarga gesti, m.a. þá Helga Björns og Þórólf. Meðfylgjandi myndir segja meira en fleiri orð. Slippurinn frá Akureyri kemur sér fyrir í Grindavík Hönnuðurinn Vilhelm Þórarinsson og Óli Björn Ólafsson, verkefnastjóri. F J Ö R U G U R F Ö S T U D A G U R Í G R I N D A V Í K Röðin náði nánast í næstu götu! 8 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.