Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 10
Gervisnjór, snjósleðar og veiðivöruverslun er meðal þess sem sjá má á Hafnargötunni um þessar mundir en uppsetning leikmyndar fyrir þættina True Detective hefur verið á fullum snúningi. Þá hefur gatan tekið á sig nýja mynd og líkist nú götum Alaska. Paddy’s er einn af þeim stöðum sem hafa tekið miklum breytingum í bæjarfélaginu vegna þessa en staðurinn er nú kominn í búning hamborgarabúll- unar Qavvik’s Burger Joint. Björgvin Ívar Baldursson, einn eig- enda Paddy’s, segir verkefnið vera skemmtilegt og það myndi góða stemmningu í bænum. „Þetta er mjög skemmtilegt, nú er búið að breyta Paddy’s í hamborgarastað eins og sjá má á utanverðu húsinu. Það er búið að skipta um innréttingar og mála og svo er búið að breyta efri hæðinni í íbúð sem verður eitthvað notuð við tökur,“ segir Björgvin. Aðspurður hvað honum finnist um áhrif þátta- gerðarinnar á starfsemi þeirra segir hann: „Það er hluti af þessu, þetta er samstarfsverkefni og við gerðum samning um leigu á húsnæðinu í rúmar þrjár vikur. Það er svekkjandi fyrir bæjarbúa að missa af Paddy’s í þennan tíma en þessu fylgir ákveðin stemmning.“ En hvers vegna varð Hafnargatan fyrir valinu? „Ástæðan fyrir því að þau eru að gera þetta þar er að þau voru svo hrifin af götumyndinni á Hafnargöt- unni. Það var pæling að taka þetta upp annars staðar, þar sem væri raunverulega snjór á þessum tíma, en þau voru bara svo hrifin af götu- myndinni akkúrat þarna. Paddy’s varð svo fyrir valinu því þau voru að skoða fullt af stöðum og ráku augun í hann. Þau voru að leita að einhverju sem gæti verið matsölustaður og þau fengu að skoða staðinn og þetta passaði einhvern veginn allt svo vel fyrir það sem þau höfðu í huga. Það er gaman að fá að taka þátt í þessu og þetta skapar smá líf á Hafnargöt- unni og myndar góða stemmningu í bænum, það er alltaf gaman þegar það er eitthvað jákvætt í gangi sem allir eru að tala um,“ segir Björgvin. Áætlað er að Paddy’s opni aftur í þeim búning sem bæjarbúar þekkja hann 9. desember en stendur til að halda í við eitthvað af leikmyndinni? „Við megum gera það og þetta eru mjög drastískar breytingar en það fer mestur tími í undirbúning og frá- gang. Ég efast um að við höldum í við eitthvað af þessu, samningurinn segir að þessu verði skilað eins og þetta var en þetta er svo sem allt gert í góðri samvinnu við okkur og hvernig við viljum hafa þetta.“ Hlakkið þið til að sjá Paddy’s á skjánum? „Mér skilst samt að meirihlutinn af þáttunum gerist nú ekki þarna, þessi leikmynd mun bara birtast í nokkrar mínútur hugsa ég en það er mikið fyrir þessu haft og verður gaman að sjá hvernig þetta mun koma út.“ Hollywoodbragur á Hafnargötunni Kvikmyndaþorpið eða hjólhýsabyggðin við Ægisgötu í Keflavík. Götumynd frá Hafnargötu í Keflavík þegar unnið var að uppsetningu leikmyndarinnar sl. laugardag. Frá því þessi mynd var tekin hefur „snjóað“ mun meira við götuna. VF-myndir: Hilmar Bragi Hafnargata 35 er nær óþekkjanleg með nýrri framhlið. Hafnargötunni hefur verið umbreytt á kafla og skiltin eru amerísk. „GUNS & AMMO“ er fullbúin veiðibúð að Hafnargötu 36, við hliðina á Sjóvá, sem er í hlutverki banka, Wells Fargo. Rakarastofa Ragnars Skúlasonar er orðin að þvottahúsi og hér er verið að þekja gangstéttina með gervisnjó. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is 10 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.